Ylfingablaðið - 01.05.1937, Side 2

Ylfingablaðið - 01.05.1937, Side 2
2 YLFINGABLAÐIÐ YLFINGABLAÐIÐ Útgefandi: Ylfingasveit skátafélagsins „Ernir“. Ritnefnd: Geir Hallgrínisson, Stefán Hilmarsson og Lárus Ágústsson. Utanáskrift: Fjólugötu 1, Reykjavík. einu hætti hann og sagði. »Nei ég get það ekki, af því að mig langar svo til að læra, og ég verð að vinna til þess að ég geti keypt bæk- ur, sem ég þarf að nota.« »Þú skalt ekki vera hræddur um það, að þú fáir ekki að Iæra«, sagði hr. Hansen. »Því ég ætlast auðvitað til að þú lærir með honum Jasmin syni mínum. Hann er latur að læra, og hann hefur gott af því að fá einhvern dreng sem kraftur er í. Hvað lang- ar þig nú eiginlega að vera þegar þú ert orðin stór?« »Blaðamaður,« var Tom ekki seinn að svara. »Já einmitt, ef þú hefur góð áhrif á Jas- min, þá skaltu fá ósk þína uppfyllta, en annars er nógUr tími til að hugsa um það.« Tom fór nú aftur að selja blöðin sín himinlifandi eins og nærri má geta. Hansen hafði alveg gleymt tveim krónunum sem hann hafði lofað Tom fyrir töfina, og Tom líka. Tom var ekki seinn á sér þegar hann var búinn að selja öll blöðin, að fara til félaga sinna og tilkynna þeim fréttir- nar. Ekki þótti þeim Tom beint trúanlegur þegar hann sagði þeim fréttirnar, þó hann væri ekki vanur að skrökva. En þegar að hann sagði þeim að hann ætti að mæta hjá herra Hansen klukkan fjögur daginn eftir, þá tók það af öll tvímæli. Foringi strákana hét Harry, og var kallaður Harry sterki, hélt kveðjuræðu við þetta tækifæri, og að síðustu bað hann strákana að hrópa ferfalt húrra fyrir Tom, og sagðist vona að hann mundi ekki gleyma vinum sínum hérna, þó að hann færi til fína fólksins. Tom þakkaði ræðuna og kvað enga hættu vera á þvi, þvi að þeir höfðu alltaf verið honum svo góðir vinir sem unt hefði verið. Þannig lauk kveðju- athöfninni sem strákarnir héldu Tom. Daginn eftir, klukkan fjögur, var Tom uppi á skrifstofu herra Hansen og beið eftir að það væri farið af stað, og ekki var þess langt að bíða að lagt væri af stað í ferðina. Það sem bar fyrir augu Tom á leiðinni, fáið þið að vita næst. Hvítasunnuútilegan. Á laugardaginn fyrir hvítasunnu Iögðu Arnar- skátar af stað í útilegu, og var ferðinni heitið að Arnarskála. Nokkrum ylfingum sem ganga upp í haust var gefinn kostur á að fara. Eins og áður er sagt var lagt upp í ferðina á laug- ardaginn klukkan átta. Á leiðinni skemmtu menn sér með söng eins og vanalega. Þegar uppeftir kom var strax byrjað, og söng einn skátinn gamanvísur, annar sagði sögur og skrítl- ur. Síðan var farið að sofa, en ekki var sofið lengi, því að klukkan þrjú vaknaði allur skarinn, að undanteknum foringjunum, og allir fóru að skemmta sér að nýju, en við hávaðan vöknuðu foringjarnir, sem sváfu niðri, og stöðvuðu skemmtunina. Síðan var friður til morguns og allir sváfu. Um morguninn þegar menn vöknuðu, fóru allir niður að vatni, sem skálinn stendur við, til þess að þvo sér. Þvínæst fóru flestir í knattspyrnu, en aðrir út á vatn á kæjak. Svo var nú farið að borða, og urðu allir saddir. Litlu eftir mat var háð hlaup, og á leiðinni sem maður hljóp, voru menn með nokkuru millibili, sem spurðu útúr því sem allir skátar eiga að kunna, og var þetta nokkurskonar próf. Þegar þessu var lokið var hafin gönguferð að Selvatni, sem er ca. 2-3 km. frá skálanum. Þegar við héldum heim á leið frá vatninu skall rigning á með roki svo þegar loksins heim kom voru allir rennandi blautir. Eftir að við höfðum borðað kvöldverð, var haldin nokkurs konar skemmtun, og var þar á dagskrá, leikrit, gamanvísur, söngur og m. fl. Síðan fóru allir að sofa, og sváfu til morguns. Eftir að við vorum búnir að þvo okkur um morguninn, var verið inni vegna þess að veður var ekki vel gott, þar var farið í ýmsa nytsama leiki, þar til farið var að borða há- degismat. Eftir matinn var farið að undirbúa heimferðina. Lagt var af stað frá skálanum kl. 3 og haldið heimleiðis í bifreið. Þar með lauk þessari hvítasunnuútilegu Arnarskáta 1937. Með ylfingakveðju, einn þátttakandi. Nœsta blað kemur út í september, og koma út saman ágúst og september blaðið.

x

Ylfingablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ylfingablaðið
https://timarit.is/publication/1697

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.