Ylfingablaðið - 01.05.1937, Qupperneq 3

Ylfingablaðið - 01.05.1937, Qupperneq 3
YLFINGABLAÐIÐ 3 Eitrið. Gunnar hafði mjög gaman af sprengingum, og þess vegna fór hann, þegar hann átti pen- inga, út i hornbúðina og keypti sér púðurkerl- ingar, hvellhettur eða eitthvað sem sprakk. Nú var farið að líða að gamlárskvöldi, og hann var farinn að safna miklum púðurbirgðum, því hann hafði hugsað sér, að sprengja upp gamla vígið sitt á gamlárskvöld. Ef hann eignaðist nokkurn eyri, þaut hann út í hornbúðina með hann, og keypti púður. Þegar hann kom heim með það, stakk hann því í skáp nokkurn, inn- anum ýmisleg föt, svo sem kjóla, sokka, undir- föt, o. s. f. Loksins rann upp sá langþráði dag- ur, það átti að sprengja vígið kl. 4, því að Gunn- ar var boðinn út um kvöldið til frænda síns, sem hét Hansen. Hann vissi nú hvernig þar var að vera, allt of hátíðlegt, og svo voru stelpurnar þar rigmontnar, og maður varð að sitja eins og brúða, en það var ekki að fást um það, nú var um að gera að skemmta sér þangað til. Nú var klukkan fjögur, Pétur og allir hinir strákarnir voru komnir, og nú áttu hátíðarhöldin að byrja. Gunnar hélt hjartfólgna rœðu yfir víginu sem átti að skemma. Snærið, nei ég meinti nú kveikjuþráðurinn var festur við tré og nú var allt tilbúið. Einn af drengjunum hét Þorsteinn, hann hafði þann ljóta vana að kasta eldspýtum út um allt, ein eldspýta lenti í kveikjuþræðinum og bum — bum — bum, allt í loft upp. Það sást varla í strákana, það var svo mikill reykur, og Gunnar sagði: »Þetta var ekkert garnan við nutum þess ekki«. Er hann hafði þetta mælt, kallaði Pétur og sagði: »Það er að kvikna í þér Gunnar.« Gunnar fann líka að það var eitthvað einkennilega heitt, hann sá þar tunnu rétt hjá, og áður en nokkur vissi af, var hann kominn á höfuðið í tunnuna, og er hann eftir langa mæðu gat brölt upp úr tunnunni, sagði hann við strák- ana, að nú væri allt búið og þeir mættu fara. Hann fór upp í herbergið sitt og skifti um föt, þegar hann kom niður, spurði móðir hans hann, hvaða hvellur þetta hefði verið, þá sagði Gunn- ar: »Það var smávegis púðurkerling.- »Hún hefir vist verið nokkuð stór.« »Ó já, 360 hestafla.« Framh. Drengurinn, sem ekki lét sér allt fyrir brjóstibrenna Þessi saga, sem fer hér á eftir, gerðist á að- fangadag norðarlega í Noregi. Það var einu sinni drengur, sem bjó ineð ömmu sinni upp í fjöllum. Báðir foreldrar hans voru dánir, mamma hans dó áður en liann gat gengið, en pabbi hans af slysi. Her- mann (en svo hét drengurinn) hjó þessvegna aleinn með ömmu sinni. Hann var Íaghentur og snarráður og bjó yf- ir öllum kostum, sem máttu prýða dreng á þeim aldri sem hann var á. Hann fór oft niður í þorpið til að selja eitt- hvað sem liann hafði búið til. Nú ætlaði hann að fara á bóndabæ einn þar i nágrenninu, sem hét Helgisetur, af þvi að bóndinn hafði beðið hann að smiða fyrir sig nokkurskonar bala (úr tré), og nú var liann að leggja á stað þangað, náttúrlega á sleða, nú lagði liann á stað, kvaddi ömmu sína og liún hað hann að vera ekki lengi, síðan tók hann í bandið og liélt á stað. Svona labbaði liann svo að ekkert har til tíðinda þangað til hann var kominn hálfa leið að liann Iieyrði eittlivað óp, hann liélt að það væri í veðrinu, en þegar liann lieyrði þetta nokkrum sinnum, þá leit hann upp, sá liann þá þegar frá liverju ópin voru. Hvað lialdið ])ið að það tiafi verið? Það voru úlfar, það voru I, 2 og 3 já, Iieill hópur, livað átti hann að gera,nú voru góð ráð dýr. Eins og örskot tók hann hníf sinn úr sliðrum, skar böndin, sem voru til að liatda balanum kyrrum, lét hal- anu niður á snjóábreiðuna og hvolfdi lionum vfir sig. Nú komu úlfarnir liver á eftir öðr- um og flögruðu kringum balann og reyndu að lifta honum upp en árangurslaust. Hermann var að gefast upp og þó gafst hann ekki upp. Nú sat hann rólegur, en úlfarnir flögruðu upp á balann. Allt í einu sá hann trýni á úlfi stingast undir balann, eins og eldibrandur tók hann lmífinn og lyfti balanum snöggt upp og stakk hnífnum á kaf í úlfinn. Þegar félag- ar lians sáu þetta voru þeir svo hræddir, að

x

Ylfingablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ylfingablaðið
https://timarit.is/publication/1697

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.