Ylfingablaðið - 01.05.1937, Síða 5
YLFIN G ABL AÐIÐ
o
eftir ylfingalögunum. Ylfingar lilíðið gamla
úlfinum.
Ylfingur gefst aklrei upp. Munið að við meg-
um aldrei gefast upp, heldur ná því takmarki
sem við höfum sett okkur.
Eitt er ]>að, sem ]>ið verðið lika að muna,
og breita eftir, og það er Ylfingaheitið, sem er
tákn þess, sem við erum allir að vinna að, en
það er svona: í^g lofa að reyna eftir megni
að lialda Ylfingalögin og að gera á hverjum
degi eitthvað öðrum til gleði og hjálpar.
Y?kkar einl.
Axel L. Sveins.
Fréttir.
Rciuðir í 1. sveit. Starfið hefur verið sæmilegt
í vetur og haldnir 10 - 15 fundir, á þeim hefur
ýmislegt verið rætt, og hefur meðal annars ver-
ið stofnaður hópssjóður, gjaldkeri var kosinn
Geir Hallgrímsson, og á sjóðurinn nú fimm
krónur, sem hann hefur unnið í blaðasamkeppni.
Var þá selt Skátablaðið, fyrsta tölublað þriðja
árgangs, seldi hópurinn 39 eintök. Annars eru
fundirnir allir eins, undirbúningur undir fyrstu
stjórn. Sex menn eru í hópnum, og hafa venju-
lega fjórir til fimm mætt á hópsfundum.
Frétt frá hópsforingja Geir Hallgrímssyni.
Kaflar úr ylfingabókinni.
Eftirleiðis mun koma öðru hvoru
kafli undir þessu nafni í blaðinu og
vonast ég til, að hann mælist vel
fgrir. Ritstj.
Búálfarnir.
Úli i skógi var gömul ugla. Hún hafði stór,
kringlótt, gul augu, og tvo fjaðratoppa ofan á
höfðinu eins og eyru. Litlir krakkakjáuar voru
hræddir við hana, ])ví að hún sást aðeins um
nætur; og ó! - þá vældi húu svo ógeðslega,
sögðu þeir. En allir duglegir drengir vissu, að
uglan var meinlaust, gamalt Iiró, sem vissi þó
léngra en nef hennar náði.
Skraddari hjó í þorpinu þar rétt hjá. Hann
átti tvo sonu, Gvend og Jón. Mamma þeirra
var dáin, og nú var amma þeirra lijá þeim.
Henni þótti ósköp vænt um þá, en sá samt, að
þeir voru mestu gallagripir. Þeir voru latir,
gleynmir og sóðalegir. Þegar þeir voru að leika
sér, voru þeir ósköp liáværir, veltu stólunum
um og brutu þá, og rifu fötin sín. „Þeir eru al-
veg óviðráðanlegir", sagði amma þeirra. „Þeir
skeyta því ekkert, þó þeir séu öðrum til ama,
aðeins ef þeim finnst sjálfum skemmtilegt".
„En það var þá skemmtilegra áður, meðan
álfarnir voru liér“, sagði amma.
Drengirnir vildu fá að heyra, hvernig álf-
arnir voru. „Já, þeir voru ósköp litlir vexti.
Þeir komu iim í húsið, áður en nokkur var
kominn á fætur á morgnana. Þá voru þeir
búnir að bera út öskuna og kveikja upp eld-
inn. Þeir höfðu sótt vatn og hitað morgun-
kaffið. Þeir höfðu tekið til í stofunni, hreinsað
illlgresi úr garðinum og gert margt annað til
þarfa. En aldrei sáust þeir. Alltaf voru þeir
farnir, áður en fólkið kom á fætur. En þeir
voru heimilinu til blessunar. Allt fólkið var
glatt og ánægt, og húsið var svo ljómandi hjart
og hreint og vinalegt“.
Gvendur og Jón vildu endilega vita, livar
liægt væri að ná í þessa g'óðu álfa.
,,.íæja“, sagði amma. „Þá er hezt fyrir ykkur
að spjæja ugluna. Hún er allra líklegust til að
vita eitthvað um þessa hluti“.
Gvendur og Jón klóruðu sér vandræðalega
í liöfðinu við þetta svar; en svo kom þeim
saman um, að Gvendur, sem var eldri, skyldi
taka að sér að leita ugluna uppi.
Þegar dimmt var orðið, fór Gvendur út og
vældi eins og uglan. Er liún svaraði, kom
Gvendur og har upp erindi sitt. „Við Jón er-
um píndir með allskonar leiðinlegum störfum,
sem við verðum að vinna fyrir önnnu og
pahha, og fáum aldrei að leika okkur í friði“,
sagði Gvendur. „Og nú datt okkur í hug, hvort
ekki væri hægt að fá álfa í húsið, til þess að
46
„Úhú, hú-hú-hú. Hú-hú-hú-hú-ú-ú-ú“, vældi
uglan.
„Hvað segirðu?“ mælti Gvendur.
„Ég er að spyrja, hvort þú sjáir ekki ána“,