Æska og menntun - 01.06.1948, Page 4

Æska og menntun - 01.06.1948, Page 4
Hinn nýi unglingaskóli S. D. AÖventista aö Vindheimum skammt frá Þorlákshöfn. — I skólanum eru ácetl- uö herbergi fyrir Ifl nemendur, rúmgóöar skólastofur, íbúö skólastjóra og annarra starfsmanna skólans. — Veriö er aö byggja húsiö, og er áœtlaö aö Ijúka verkinu á árinu 1950. LandbúnaÖur er rekinn á jörðinni, og er ráögert aö auka hcinn í framtíöinni. Andlegt andrúmsloft skólanna, lyndiseinkunn kennaranna, kristilegar hugsjónir, sem skipa önd- vegi stofnunarinnar — allt slíkt mótar lyndiseink- unn nemendanna. En það er einmitt ætlunarverk hins kristna skóla.“ — Review and Herald, 23. des. 1948. Haustið 1937 var Jinuny Newton, forstjóri Fire- stone verksmiðjanna í Bandaríkjunum, á ferð í Danmörku. í verksmiðjum þessum unnu þá 25000 inanna. Dönsku blöðin birtu viðtöl við Mr. Newton, og sagðist honum m. a. frá á þessa leið: „Aðalorsök heimskreppunnar er hið lága siðferði, sem heimurinn þjáist af á yfirstandandi tíma. Ó- persónulegt, heimsviðtækt lögleysi á borð við á- stand miðaldanna er að færast yfir heiminn. Hið eina, sem bjargað getur frá algerri ringulreið. er gagnger siðferðileg og andleg vakning.“ Jimmy Newton sagði frá því, að hann liefði verið góðkunnugur hinum mikla uppfinningamanni Thomas A. Edison síðustu sex árin, sem hann lifði, og segir hann: „Þessi andríki maður, sem ekki var kristilega sinnaður, sagði við mig skömmu fyrir andlát sitt: „Við höfum þegar náð of Jangt á sviði efnis.og visinda. Næsta stórfellda ijppgötvunin verð- ur að vera andlegs eðlis. Það er slíkt, sem við þörfnumst nú.“ — Fyens Stifttidende 3. okt. 193é. Eins og efni þessa blaðs ber með sér, starfrækir trúfélag S. D. Aðventista fjölmarga skóla viða um heim. í öllum þessum skólum — allt frá barna- skólum til háskólanna — skipar menntun hjartans öndvegið. Nemendunum er veitt sú bókleg þekking, sem aðrir skólar veita, og þeir ganga undir þau próf, er skólalöggjöf hvers lands fyrirskipar, en kristindómsfræðslan og göfgun hugarfarsins er það, sem lögð er áherzla á framar öllu öðru. Til þess að árangur þessarar viðleitni verði sem beztur, hafa vfirleitt allir framhaldsskólar okkar heimavist, og er skólunum venjulega valinn staður í hæfilegri fjarlægð frá hinum truflandi áhrifum borgarlífsins. Landbúnaður er rekinn i sambandi við skólana svo og garðrækt og ýmsar minni iðngreinar. Er þetta gert í þvi skyni að gefa nemendunum kost á að kynn ast sem fjölbreyttustu starfi jafnhliða bóklegu námi. Hver nemandi er skuldbundinn til að stunda líkam- lega vinnu 2 klukkustundir dag hvern. Hundrað ára reynsla starfs okkar hefur sýnt, að slíkt skólafyrir- komulag hefur gefizt vel. Þúsundir manna og kvenna, sem stundað hafa nám í framhaldsskólum okkar, telja skólaárin bjartasta tímabil ævi sinnar og álíta það ómetanlegt lán að hafa notið fræðslu og leiðsagnar trúaðra kennara og félagsskapar fram- sækinna ungmenna á hinum hættulegu unglingsár- Framhald á bls. 7 4

x

Æska og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æska og menntun
https://timarit.is/publication/1699

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.