Æska og menntun - 01.06.1948, Blaðsíða 6
Andleg menning
Eftir
Ellen G. White
Það ern (íuðs lög, sein gilda bœði fyrir líkama og
sál, að þrek og þróttur fæst með æfingu. í orði sínu
hefur Guð kennt okkur, hvernig við eigum að þroska
huga okkar og sál.
Biblían hefur inni að lialda allar þær meginregl-
ur, sem við þurfum að þekkja til að vera hæfir til
að lifa þessu lífi og vera undirbúnir undir hið kom-
anda. En þessi undirstöðuatriði verða allir að skilja.
Enginn, sem er hæfur til að meta og skilja kenning-
ar þeirra, les nokkra einstaka grein eða setningu
i Biblíunni án þess að uppgötva við það einhvern
vísdóm. Kn menn læra ekki að skilja dásamlegustu
kenningar og boðskap Biblíunnar með því að lesa
samhengislaust. Hin dýpstu sannindi hennar eru
ekki svo auðsæ, að hirðulaus og fljótfær lesari
komi auga á þau. Margir fjársjóðir hennar eru
fólgnir langt undir yfirborðinu, og menn finna þá
ekki nema með kostgæfni og stöðugri athugun.
Sannindin, sem Biblían varðveitir, verða menn að
öðlast með því að lesa alla Biblíuna vandlega. Þeg-
ar sannindin hafa þannig verið fundin, sést, að þau
eru í fullu samræmi sín á milli. Guðspjöllin
fylla hvert annað upp, einn spádómurinn skýrir
annan, ein sannindi skýra önnur. Guðspjöllin gera
einkenni stjórnarliátta Gyðinga auðskilin. Hver boð-
skapur og staðreynd í Guðs orði er á sinum vissa
stað. Og' öll Biblían vitnar um höfund sinn í einu
og öllu. Slíkt meistaraverk gæti enginn annar en
hinn eilífi Guð hafa hugsað upp og skapað.
Til þess að atliuga gaumgæfilega og skilja hina
ýmsu hluta Biblíunnar og koma auga á skyldleika
þeirra þarf að einbeita öllum hæfileikum og skarp-
skyggni mannlegs hugar. Enginn getur ráðizt í slíkt,
án þess að andlegir hæfileikar hans þroskist. En
hið andlega gildi þess að rannsaka Biblíuna er ekki
eingöngu fólgið í því að finna sannindi hennar og
sameina þau. Það er engu siður fólgið i þeim
tilraunum, sem gera þarf til að rcyna að skilja
þessi sannindi. Ef hugurinn fæst aðeins við eitthvað,
sem er auðskilið eða hversdagslegt, hefur hann ekki
skilyrði til að þroskast og verður ófrumlegur og
hversdagslegur. Ef hann þarf aldrei að öðlast skiln-
ing á mikilvægum og víðtækum eða torgætum sann-
indum, glatar liann smátt og smátt öllum þroska-
möguleikum og vaxtarmætti. En ekkert er eins örugg
vörn gegn þessari hnignun og jafnmikil hvatning
til þroska og það að rannsaka og sökkva sér niður
í Guðs orð. Biblían cr áhrifameiri til andlegs þroska
en nokkur önnur bók eða allar aðrar bækur til
samans. Mikilleiki kenninga hennar, hin háleita
einfeldni í framsetningu og hið fagra, líkingaauðuga
mál æfir hugsunina og lyftir henni á flug fremur
en nokkuð annað getur gert. Ekkert veitir jafn-
mikinn andlegan kraft og þao að reyna að brjóta til
mergjar hin ómælanlegu sannindi opinberunarinn-
ar. Sá hugur, sem kemst i náið samband við hugs-
anir hins eilífa Guðs, hlýtur að þroskast að skiln-
ingi og styrkjast.
En Biblían hefur jafnvel enn meiri mátt tit að
göfga eðli andans.
Maðurinn, seni skapaður er til að lifa i samfélagi
við Guð, getur aðeins í slíku samfélagi þroskazt
og fundið hinn raunverulega tilgang lífsins. Sá,
er finnur Guð í æðstu gleði sinni, finnur ekkert
annað, sem getur fullnægt þrám hjartans, satt hung-
ur og þorsta sálarinnar. Sá, er með einlægum og
námfúsum huga les og rannsakar Ritninguna og
leitast við að finna og skilja sannindi liennar, mun
komast í náið samband við höfund hennar. Og ef
hann er nægilega viljasterkur, eru engin takmörk
fyrir því, live miklum þroska hann getur náð.
f öllu hinu óþrotlega og fjölbreytta efni Biblíunn-
ar er eitthvað, sem vekur áhuga og skírskotar til
lijarta hvers einasta manns. Á blöð liennar er rit-
uð hin elzta saga, hin lífsspakasta ævisaga, grund-
vallarreglur til að stjórna ríki eða heimili, grund-
vallaratriði og kenningar, sem standa framar öllu
því, sem mannleg vizka nokkru sinni liefur upp-
hugsað. Biblían innilieldur liina dýpstu heimspeki,
hinn unaðslegasta og göfugasta skáldskap, en um
leið ástríðuþrunginn og viðkvæman.
Og jafnvel þótt einungis sé litið á hana frá þessu
sjónarmiði, stendur hún óendanlega miklu framar
verkum nokkurs mannlegs höfundar. En ef litið er
á hana með tilliti til grundvallarboðskapar hennar
og kenninga, hefur luin óendanlega miklu háleitara
sjónarmið og' gildi, og ef hún er skoðuð í ljósi
þessarar meginhugsunar, liefur hvert atriði í henni
nýja og sérstaka þýðingu. í hinum einföldustu
sannindum eru fólgin grundvallarlögmál svo háleit,
að þau ná út yfir sjálfa eilífðina.
Friimboðskapur Bibliunnar, sem allt annað snýst
um, er friðþægingin, umbreyting mannssálarinnar
í líkingu við Guð.
Allt frá því, er hin fyrsta von var gefin í Eden,
til hins síðasta dásamlega loforðs opinberunar-
innar, „Og þeir munu sjá ásjónu hans, og nafn lians
nmn vera á ennum þeirra" (Opinb. 22, 4), er sér-
6