Æska og menntun - 01.06.1948, Page 7
hver bók og kafli BibHunnar birting þessa undur-
samlega boðskapar — göfgunar mannsins — máttar
(iuðs, „sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn
Jesúm Krist,“ (I. Kor. 15, 57).
Sá, er skilur þetta, hefur fyrir sér ötæmandi lær-
dóms- og rannsóknarefni. Hann hefur lykilinn að
dásemdum og verðmætum Guðs orðs.
Visindi friðþægingarinnar eru vísindi vísindanna,
visindi, sem fólgin eru í þvi að rannsaka með kost-
gæfni englana og allar hinar frelsuðu verur, vísindi,
sem beina athyglinni að Drottni okkar og Frelsara,
visindi, sem snerta leyndardóm hinna eilífu, „sem
frá eilífum tíðum hefur legið i þagnargildi,“ (Róm.
10, 25) vísindi, sem hinir endurleystu munu stunda
eilíflega. Þetta er hið háleitasta nám, er nokkur
maður getur lagt stund á. Það örvar hugann og
npphefur sálina meir en nokkur annað nám getur
gjört.
„Kn yfirburðir þekkingarinnar eru þeir, að spekin
heldur lífinu í þeim, sem hana á.“ (Préd. 7, 12).
„Orðin, sem ég hefi talað við yður, eru andi og eru
lif.“ (Jóh. 6, 63).
„Kn í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki
þig, hinn eina sanna Guð, og þann, sem þú sendir,
Jesúm Krist.“ (Jóh. 17, 3).
Hinn skapandi máttur, sem bjó til heiminn, er
fólginn í Guðs orði. Þetta orð veitir kraft og líf.
Sérhvert boð er fyrirheit. Þeir, sem taka á móti þvi
af allri sálu sinni, hljóta eilíft líf í Guði. Það
breytir eðlinu og endurskapar sálina i mynd Guðs.
Það lif, sem þannig er skapað, lifir áfram á sama
hátt. „Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman,
heldur á sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs
munni.“ (Matt. 4, 4).
Hugur og sál eru mótuð af því, sem þau nærast
á, en það er okkar að ákveða, hvað það er. Það
er á valdi hvers og eins að kjósa þau viðfangsefni,
sem gagntaka hugann og móta lundarfarið. Um
sérhverja mannlega veru, sem á þess kost að lesa
i Ritningunni, segir Guð: „Þótt ég riti honum lög-
málssetningar þúsundum saman, þá eru þær álitnar
sem orð útlendings." (Hósea 8, 12).
„Kalla þú á mig og mun ég svara þér og luinn-
gjöra þér mikla hluti og óskiljanlega, er þú liefur
eigi þekkt.“ (Jer. 33, 3).
Hver mannleg vera, sem hefur Guðs orð hjá sér,
hefur þann félagsskap, sem luin óskar sér. Á opn-
um Biblíunnar getur hún haft samband við liinar
göfugustu og beztu persónur og hlustað á, hvernig
hinn eilífi Guð talar til mannanna. Kr maðurinn
hugleiðir það, „sem englana fýsir að skyggnast inn
i,“(l. Pét. 1, 12) öðlast hann félagsskap þeirra. Hann
fylgir skrefum hins guðdómlega fræðara og hlýðir
á orð hans, eins og hann kenndi uppi á fjnlli, á
jafnsléttu eða á sjó. Hann dvelst í þessum heimi,
en i andrirmslofti himinsins og veitir þeim, sem búa
við sorgir og þrengingar von og löngun eftir heilag-
leika og finnur sjálfan sig komast i æ nánara sam-
band við hinn ósýnilega. Hann kemst nær og nær
Allt, sem inn kemur fyrir þetta blað, mun
verða notað til byggingar hins nýja heima-
vistarskóla S. D. A. að Vindheimum, Olfusi.
Óski einhver, eftir að hafa lesið blaðið, að
veita málefni þessu meiri stuðning, mætti
senda það til Skrifstofu Aðventista,
Ingólfsstræti 19, — Reykjavík.
dyrum eilífðarinnar, þangað til þær opnast og hann
gengur þangað inn. Hann verður ekki var neins ó-
kunnugleika. Þær raddir, sem heilsa honum hér,
eru raddir heilagra vera, sem fylgdu honum á jörð-
inni, þótt hann sæi þær ekki, þær raddir, sem hann
hér lærði að þekkja og elska. Sá, sem komizt liefur
í samband við himnaríki fyrir tilstilli Guðs orðs,
mun finna þar hið sanna heimkynni sitt.
Æðsta markmið menntunarinnar.
Framhald af bls. 4
um. Nýjar hagtölur, sem gerðar liafa verið innan
félagsskapar okkar, sýna að þeirri æsku, sem notið
hefur menntunar í þessum framhaldsskólum, hefur
farnazt mun betur bæði i andlegum og tímanlegum
efnum en hinum, sem ekki hafa átt þess kost.
Skóli sá, sem nú er að rísa af grunni að Vind-
heimum skammt frá Þorlákshöfn, er reistur í þeim
tilgangi, að hann geti eflt alhliða þroska ungra
manna og kvenna. Það er trú okkar, að boðskapur
hins mikla Meistara geti enn kveikt í brjóstum
manna háleitar og göfugar hugsjónir, sem knýja þá
til dáða og taka alla hæfileika þeirra í notkun.
Þeir, sem að skóla þessum standa, eru hvorki
fjölmennir né vel fjáðir. Allt um það trúa þeir því,
að vel rnuni úr öllu rætast. Fjöhnargir utan félags-
skapar okkar liafa sýnt áhuga sinn fyrir þessu verki
með þvi að veita þvi fjárhagslegan stuðning. Slíka
velvild bökkum við hjartanlega. Við heitum enn á
stuðning allra góðra manna, svo að verkinu megi
miða sem bezt áfram og að skólinn geti sem fyrst
tekið til starfa. ,
Mætti hann, sem sér inn í litla frækornið ■— sér i
því fagra blómið, litla runnann eða liávaxna, lauf-
skrýdda tréð, hann, er einnig sér möguleikana, sem
í manninum eru —- mætti hann opna augu okkar,
svo að við sjáum þessa möguleika og vinnum að
þvi með honum að hagnvta þá til blessunar öðrum
7