Æska og menntun

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Æska og menntun - 01.06.1948, Qupperneq 10

Æska og menntun - 01.06.1948, Qupperneq 10
/''A — Skóláiönaöur. Nemandinn lærir hagnýtar iðnir, og um leiö vinnur liann fyrir nokkr- um hluta af uppi- haldi sínu. stjórn skólans með því að hafa félagsskap með sér og halda fundi eða ráðstefnur. Mikil áherzla er lögð á þátttöku einstaklinganna í skipulögðum hópum og til framkvæmda ákveðnum áformum. Nemendur verða aðnjótandi fræðslunnar einir sér eða í smá- hópum. Þroskaðir námsmenn aðstoða við fræðslu hinria yngri. Það er vendilega forðazt að kenna nemendum i stórum liópum. Hæfni og þarfir hvers einstaks þeirra skera úr um þá fræðslu, er hann hlýtur. Nemendurnir eru ekki steyptir í sama til- breytingarlausa mótið. Fultkomin menntun. Hugmyndin um fullkomna menntun handa, lijarta og heila er framkvæmd í öllum skólum Sjö- undadags aðventista. Sérhver nemandi fær tæki- færi til að kynna sér verk og orð Guðs og finna skyldleikann við Skapara sinn. Mikil áherzla er lögð á, að nemendum verði Ijós tilgangur lífsins. Skapgerð hvers nemanda er þroskuð og styrkt. Sér- hver nemandi ver töluverðum tíma í reglulega, lík- amlega vinnu, helzt einhverja gagnlega iðn. Hinn siðferðislegi skilningur og hin líkamlega þjálfun hjáipast að því að auka andlega hæfni hans. Sá nemandi, sem skilur, að hann stundar námið ekki eingöngu fyrir sjálfan sig, heldur mannkynið í heild, mun öðlast víðtækari, menningarlegan skiln- ing. Og sá nemandi, sem þjálfar líkama sinn, er líklegri til að ná góðum árangri i hinu andlega starfi, er hann fæst við. Enn fremur hjálpar hag- nýtt, líkamlegt starf námsmanninum til að vinna fyrir sér að nokkru leyti. Sumir nemendurnir vinna i skólaiðnaðinum hálft árið eða nokkurn hluta þess í einu, svo að þeir geti haldið námi sínu áfram stöðugt. Þetta einkenni á inenntun Að- ventista hjálpar til að gera hana sanna og lýð- ræðislega. Enginn nemandi þarf að hætta námi sökum fátæktar. Einn hinna mörgu háskóla. Frá þessúm skólum Aðventista víðs vegar um heiminn hafa komið læknar, kennarar, prestar, hjúkrunarkonur, heilsufræðingar, blaðamenn, verzl- unarstjórar, skrifstofufólk, bændur, vélfræðingar, trésmiðir, bústýrur, umsjónarmenn iðnfyrirtækja, hljómlistarmenn, verkfræðingar og garðyrkjumenn. í trúboðsháskólanum i Tennessee, sem er aðeins einn af mörgum háskóium Sjöundadags aðventista, hafa menn i ýmsum starfsgreinum hlotið menntun sina, svo sem kennarar við barna- og miðskóla, prestar, verkamenn, skrifstofumenn, framkvæmda- stjórar verzlana, hljómlistarmenn, söngvarar, vél- fræðingar, bændur, kennarar í hagfræði, sölumenn, umsjónarmenn við barnauppeldisstofnanir, blaða- menn, skrifarar, skjalaverðir og ýmsir aðrir em-

x

Æska og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æska og menntun
https://timarit.is/publication/1699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.