Æska og menntun - 01.06.1948, Qupperneq 11
bættis- og starfsmenn. Um það bil sjö hundruð og
fimmtíu nemendur eru við nám árlega. Eftir átta
ára nám í barnaskólum eru beir fjögur ár í mið-
skólum og' þá fjögur ár í háskóla. Námsmennirnir
koma viðs vegar að úr Bandaríkjunum og einnig
frá mörgum Evrópulöndum. Námið við háskólann
ber alþjóðlegan svip. í tengslum við háskólann er
svo fjöldi iðnfyrirtækja. Prentsmiðja, timburverk-
smiðja, véismiðja, þvottabús og mörg önnur fyrir-
tæki, þar sem nemendurnir geta unnið fyrir skóla-
kostnaði sinum, ef þeir vilja. Flestir háskólastúd-
entanna vinna fimmtán til þrjátíu klukkustundir á
viku við einbverja af þessum iðngreinum.
Þessir skólar eru merkar stofnanir.
Sjöundadags aðventistar leggja árlega fram all-
ríflega fjárhæð til reksturs þessara skóla. Margir
vinir Aðventista, sem hafa kynnt sér menntunar-
kerfi þeirra, gefa fé til þessara skóla, þar sem þeim
er ljóst, hve merkir þeir eru. Árlega útskrifast þús-
undir ungra karla og kvenna frá þeim og verða
dugandi og nytsamt starfsfólk til heilla og hamingju
fyrir mannkynið. I löndum, sem skammt eru á veg
komin í menningarlegu tilliti, færir þetta fólk, sem
útskrifazt hefur frá skólum Aðventista, út landa-
mæri sannrar menningar. Það hefur lært að elska
mannkynið, hugsa um aðra engu síður en sjálft sig.
Þjónusta i þágu annarra er höfuðmarkmiðið með
menntunarkerfi Aðventista. Námsmanninum er
kennt að starfa með öðrum og fyrir aðra. Hann
lærir að fylgja dæmi hins mikla Meistara, sem
gaf líf sitt, til l)css að mannkynið mætti verða hólp-
ið.
Trú vor og lífsskoðun.
Framhald af bls. 5
1 tilraunastofunni skyggnist nemandinn inn í leynd-
ardóma náttúrunnar og öölast skilning á mikilleik
Skaparans.
Maðurinn réttlætist ekki vegna hlýðni við boð-
orðin, lieldur fyrir trú sína á Jesúm Krist, sem einn
getur frelsað þann syndara, er brotið hefur boðorð
Guðs.
Kristur setur réttlæti sitt i stað syndarans og
uppfyllir jiannig kröfu lögmálsins, þ. e. a. s., kröfu
Guðs um réttlæti í lifi liins trúaða. En trúin á Krist
leysir menn ekki undan hlýðni, heldur leiðir lnin
til hlýðni, sem er sönnun þess, að maðurinn hefur
öðlazt hjálpræði í Kristi.
1 einu af tíu boðorðum Guðs stendur: „Minnstu
þess að lialda hvíldardaginn heilagan.“ Frá sköpun
heimsins ákvað Guð, að sjöundi dagur vikunnar
skyldi vera hvíldardagur helgaður honum. Þessi
fyrirskipun stendur óhagganleg enn í dag. Gyðing-
ar héldu hinn sjöunda dag, laugardaginn, heilagan,
af þvi að þeir voru Guðs þjóð. Jesús, postularnir og
allir hinir trúuðu í fyrsta kristna söfnuðinum liéldu
/ tengslum viö skólana er fjöldi iönfyrirtœkja.
Nemandi við garöyrkjustörf á Vejlefjordskóla í
Danmörk.