Bræðrabandið - 01.08.1950, Blaðsíða 3
III - "Bræðrabandið" 8'50
!l IIII tl ir tf It ft III! II II fl tl It II I! II IT II tl tt II tl t!
KÆRU SYSTKINI OG VIKIR * HEIMA
Þrátt fyrir alla þá gnægð sólskins og hita, sem
við höfum hér í Eritreu, ríkir hið svartasta myrkur og kuldi
á andlega sviðinu hjá mestum hluta íbúahna.'
Höfðingi myrkursins hefur haft og hefur enn sterk
ítök hér, og hann sleppir ekki svo auðveldlega bráð sinni.
En Guði séu þakkir fyrir að við sjáum að ljós náð-
arinnar skín svo skært og sterkt, að stöðugt fleiri og
fleiri af sonum landsins og dætrum finna leiðina út i fullt
dagsljós.
Við óskum þess oft að þið, kæru vinir þar heima,
gætuð verið með okkur hér litla stund, til þess að sjá með
ykkar eigin augum og komast að raun um hversu undursamlega
Drottinn starfar hér gegn um sinn Heilaga anda. Þá vitum
við, að þið mynduð fljótlega sannfærast um, að allar þær
g.jafir og allt það erfiði, sem þið leggið a ykkur vegna
málefnisins, er sannarlega ekki til einskis.. Það er fyr-
ir gjafir ykkar, starf og bænir að stöðugt geta fleiri og
fleiri glaðst yfir frelsinu og friðnum í Jesú Kristi og
eignast vonina um annað og betra líf eftir dauöann. Fyrir
hálfu fjórða ári höfðum við starfsfólk aðeins á aðalstöð
okkar við Asmara, en nú getum við glaðst yfir og þakkað Guði
fyrir að starfið hefur vaxið svo, að nú er starfað á fjór-
um aukastöðvum, þar sem margir hafa tekið á móti ljósi
sannleikans, sem tendrað er í hjörtum þeirra.
Fyrir nokkrum dögun kom sendinefnd frá sveitaþorpi
langt i burtu inni á milli fjallanna. Beðið var um að send-
ur yrði kennari þangað eða prédikari, sem gæti frætt þá um
boðskapinn. Þeir höfðu fengið dálitla hugmynd um boöskap-
inn um endurkomu Krists i gegn um bækur og smárit, sem okkar
ungu meðlimir hafa selt - og nú vildu þeir fá meiri fræðslu.
Því miður - við urðum að biðja þá að bíða. Hversu lengi
eiga þeir að biða? Við höfðum engan að senda, og heldur
ekki neina peninga aflögu til að stofnsetja starfsemi á
nýju svæði. Það er átakanlegt að þurfa að biðia fólkið að
bíða þegar það biður um hjálp og maöur veit, að timinn er
svo naumur.
I gær kom gamall, gráhærður maður með son sinn,
sem var nálægt tvítugur að aldri. Þeir komu frá sveita-
þorpi einu margar mílur í burtu. Maðurinn bað um, að
sónur hans mætti byrja í skólanum okkar. Hann tók undir
hönd mér og endurtók hvað eftir annaö; "Fræðið hann, og
þó mest um Biblíuna. Kennið honum allan sannleikann, og
kennið honum hann rækilega, til þess að hann geti svo frætt
okkur á eftir." Þegar eg spurði hann hversu mikið hann
þekkti Biblíuna og hvers vegna hann kæmi hingað til þess að
fá fræðslu, sagði hanns "Dag nokkurn á markaðstímanum í
Asmara keyptum við bók og nokkur smárit af ungum dreng.
Þetta höfum við lesiö hvað eftir annað, og nú hefur allt
fólkið í þorpinu hina mestu löngun eftir að læra meira um
þetta málefni. Við viljum öll fá fræðslu um endurkomu