Fréttablaðið - 30.09.2022, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir segir það hafa verið mjög lærdómsríkt og áhugavert að vera sjálfboðaliði í verkefninu Aðstoð eftir afplánun en nú er hún verkefnastjóri þess. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Farið var af stað með verkefnið
Aðstoð eftir afplánun í desember
árið 2018 en það byrjaði ekki af
fullum krafti fyrr en árið 2019, að
sögn Bjarnheiðar, en hún er nýlega
tekin við sem verkefnastjóri yfir
verkefninu eftir að hafa verið sjálf-
boðaliði í tvö ár.
Spurð að því hvort margir ein-
staklingar í afplánun hafi nýtt sér
aðstoðina segir Bjarnheiður að
verkefnið hafi farið hægt af stað.
„Það er þannig með þennan hóp
að það þarf að byggja upp traust.
En um leið og traust myndaðist þá
varð stór aukning í umsóknum,“
segir hún.
„Við kynnum verkefnið þannig
að einu sinni í mánuði fer verk-
efnastjóri ásamt sjálfboðaliða
í öll fangelsin. Við göngum um
gangana og reynum að hitta alla
sem eru í fangelsinu og kynnum
verkefnið. Við upplifum það núna
að þeir sem eru í afplánun eru
farnir að þekkja okkur og farnir að
hvetja aðra til að sækja um.“
Þar sem verkefnið er enn til-
tölulega ungt og Covid hefur litað
stóran hluta þess tíma sem það
hefur verið starfrækt segir Bjarn-
heiður að ekki sé enn til marktæk
tölfræði um árangur af því. En hún
segist þó hafa upplifað jákvæðni
fyrir verkefninu hjá þátttakendum
þess.
Bjarnheiður útskýrir að
aðstoðin sem sjálfboðaliðarnir
veita sé á forsendum þátttakenda.
Sjálfboðaliðinn gefur sér klukku-
tíma til tvo á viku til að aðstoða
einstaklinginn við það sem hann
þarf aðstoð við. Sjálfboðaliðinn
skuldbindur sig til að veita aðstoð í
eitt ár, en þátttakandinn má hætta
samstarfinu hvenær sem hann vill.
„Aðstoðin getur verið allt frá
því að tengja einstaklinginn við
félagsráðgjafa í sínu sveitarfélagi,
sækja um íbúðir, fara á fund með
umboðsmanni skuldara eða bara
félagsleg tengsl eins og að fara á
rúntinn og kaupa ís. Það fer allt
eftir því hvað einstaklingurinn
þarf,“ segir hún.
„Það reynist til dæmis oft mjög
erfitt fyrir einstakling í afplánun
að finna íbúð. Leigumarkaðurinn á
Íslandi er erfiður, f lestar auglýs-
ingar um íbúðir birtast í Facebook-
hópum og einstaklingur í afplánun
má ekki fara á samfélagsmiðla.
Það gerir leitina erfiða. Eins getur
verið erfitt fyrir leigusala að hafa
samband við einstaklinga inni í
fangelsinu ef þeir sækja um íbúð.
Um leið og leigusalinn hringir og
fangavörður svarar þá eru leigu-
salar ekki eins tilbúnir að leigja
einstaklingnum íbúðina sína.“
Einnig eru leigusalar farnir að
fara fram á sakavottorð þegar þeir
leigja út íbúð sína.
Bjarnheiður segir að aðstoðin
felist samt ekki í því að sjálfboða-
liðinn hringi á staði og tali við fólk
fyrir þátttakanda sinn. Verkefnið
felist í því að aðstoða einstakl-
inginn við að gera hlutina sjálfur
en sjálfboðaliðinn sé eins konar
millistykki.
„Sjálboðaliðinn finnur kannski
upplýsingar og finnur út hvernig á
að gera eitthvað og lætur einstakl-
inginn sem hann er að aðstoða
fá þær upplýsingar, eins og nöfn,
símanúmer og annað. Þannig
fær einstaklingurinn aðstoð svo
hann geti bjargað sér sjálfur. Þetta
er í raun hjálp til sjálfshjálpar.
Einnig eru sjálfboðaliðar að fara
með þátttakendum á fundi hjá til
dæmis félagsráðgjöfum óski þeir
eftir því,“ segir hún.
Strangar kröfur
Bjarnheiður segir að því miður hafi
eftirspurn eftir að gerast sjálfboða-
liði í verkefninu ekki verið nógu
mikil.
„Það er að mínu mati skrýtið því
verkefnið er mjög áhugavert. Þekk-
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun
@frettabladid.is
ingin sem einstaklingur öðlast á
fangelsismálakerfinu er að ég tel
ómetanleg. Þetta er að mér vitandi
eina verkefnið þar sem einstakl-
ingar sem ekki eru fagfólk, geta
komist í návígi við einstaklinga
inni í fangelsunum. Það er mjög
lærdómsríkt.“
Til að gerast sjálfboðaliði þarf
að sækja um það og fara í ítarlegt
viðtal og á fræðslunámskeið, en
Bjarnheiður segir að ekki allir sem
sækja um geti orðið sjálfboðaliðar
í verkefninu.
„Það er hægt að sækja um á
red cross.is eða með því að senda
mér tölvupóst á bjarnheidur@
redcross. is. Allir sem sækja um
fá viðtal. Ég tek ítarlegt viðtal við
hvern og einn og ef umsækjendur
komast í gegnum það viðtal þá fara
þeir á námskeið. En það eru ekki
allir sem komast í gegnum viðtalið
og stundum áttar fólk sig á því í
viðtalinu að þetta er ekki eitthvað
fyrir það,“ útskýrir Bjarnheiður.
„Námskeiðin hafa verið tvisvar
á ári en líklega verður næsta
grunnnámskeið haldið fyrir jól.
Sjálfboðaliðar geta ekki byrjað í
verkefninu nema hafa lokið viðtali
og námskeiði. Auk þess er gerð
krafa um að sjálfboðaliðar í þessu
verkefni hafi náð 25 ára aldri.“
Ástæða þess að strangar kröfur
eru gerðar um hverjir fá að taka
þátt í verkefninu er fyrst og
fremst sú að verið er að vinna
með viðkvæman hóp en einnig að
verkefnið er unnið í nánu sam-
starfi við Fangelsismálastofnun,
að sögn Bjarnheiðar. Hún segir að
þegar sjálfboðaliðar eru sendir inn
í fangelsin sé Rauði krossinn búinn
að gefa gæðastimpil á þá fyrir
Fangelsismálastofnun.
„Við þurfum að þess vegna
passa vel hverjir komast inn upp
á traustið og samstarfið. En þegar
sjálfboðaliðar hafa verið sam-
þykktir inn í verkefnið eru þeir
paraðir saman við einstakling í
afplánun,“ útskýrir hún.
„Við viljum helst para þá saman
tveimur til þremur mánuðum áður
en afplánun lýkur til að mynda
traust og tengsl en það hefur sýnt
sig að það hefur skipt miklu máli
upp á samfylgdina.“
Ómetanleg reynsla
Eins og áður segir var Bjarnheiður
sjálf boðaliði í verkefninu áður
hún varð verkefnastjóri. Hún segir
að sú reynsla hafi gefið henni
mikið.
„Mér finnst sú reynsla ómetan-
leg. Ég hef núna prófað að vera
báðum megin við borðið. Sem
sjálf boðaliði og sem verkefna-
stjóri, en mér finnst þetta málefni
mjög mikilvægt. Þess vegna vildi
ég leggja því lið. Ég lærði mikið
af því að vera sjálf boðaliði, það
gaf mér í raun miklu dýpri sýn
á fangelsismálakerfið innan frá.
Fangelsin eru lokaðasta stofn-
unin á landinu, þannig að fyrir
einstakling sem hefur áhuga á
þessu málefni er mjög lærdóms-
ríkt að geta farið inn í fangelsin
og hitt fólk sem er í afplánun. Það
var mjög lærdómsríkt fyrir mig,
þetta er reynsla sem þú færð ekki í
kennslubókum,“ segir hún.
„Það sem ég lærði helst er að
maður les í fjölmiðlum um alls
konar af brot sem hafa verið
framin, en svo kemur maður inn
í fangelsi og hittir venjulegt fólk.
Þetta eru einstaklingar sem oft
eru að afplána dóm fyrir alvarlegt
brot, en þau fá sama viðmót frá
okkur og allir aðrir. Sjálf boðaliðar
eru þjálfaðir í að horfa á mann-
eskjuna sjálfa, en ekki glæpinn
sem hún framdi. Þeir eru að hjálpa
einstaklingum að koma aftur út
í lífið, óháð því sem þeir gerðu
af sér. Einstaklingurinn er í raun
búinn að greiða fyrir sitt brot með
afplánun.“ n
Þannig fær
einstakl-
ingurinn
aðstoð svo
hann geti
bjargað sér
sjálfur.
Þetta er í
raun hjálp
til sjálfs-
hjálpar.
Bjarnheiður
Pálína
Björgvinsdóttir
2 kynningarblað A L LT 30. september 2022 FÖSTUDAGUR