Austurglugginn


Austurglugginn - 29.08.2014, Page 2

Austurglugginn - 29.08.2014, Page 2
2 Föstudagur 29. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra, opnaði á mánudag starfsstöð þýðingarmiðstöðvar ráðuneytisins á Seyðisfirði. Fram- kvæmdastjóri miðstöðvarinnar segir reynslu þýðenda á Seyðisfirði hafa skipt sköpum þegar þriðju starfs- stöðinni á landsbyggðinni var val- inn staður. „Við erum með starfsstöðvar á Vest- fjörðum og Norðurlandi og hugsunin var að bæta við einni fyrir austan. Seyðisfjörður varð fyrir valinu því við höfum verið með mikla sam- vinnu við þýðendur hér í gegnum verktakavinnu sem þýddi að hér var auðvelt að finna hæfa þýðendur með reynslu til að vinna fyrir okkur,“ segir Katrín Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri miðstöðvarinnar. Fyrirtækið Sagnabrunnur annaðist þýðingar í tengslum við aðildar- viðræður við Evrópusambandið í verktöku. Þegar mest lét störfuðu 11 þýðendur við þær á vegum fyrir- tækisins. Þeim þýðingum var hætt um leið og viðræðurnar voru settar á ís en þrír af þeim sem áður unnu við þýðingarnar hjá Sagnabrunni eru nú orðnir starfsmenn utanríkis- ráðuneytisins og starfa á Seyðisfirði. „Þessi starfsstöð er komin til að vera. Fólkið hér vinnur í samvinnu við aðalskrifstofuna í ráðuneytinu og þýðendur þar, á Ísafirði og Akureyri í gegnum miðlægt tölvuforrit. Það vinna allir að sömu verkefnum en það eru mismunandi hópar þvert á starfsstöðvarnar,“ segir Katrín. Vonast til að sjá starfsstöðina vaxa Gunnar Bragi sagði starfsstöðina á Seyðisfirði vera tilraun ráðuneytisins til að efla atvinnu á landsbyggðinni. „Utanríkisráðuneytið flytur engar stofnanir út á land eins og sumir aðrir en við getum verið með útibú til að styrkja starfsemina á landsbyggð- inni. Við sjáum fram á aukningu í þýðingum og því var tilvalið að bæta við starfsstöð. Hér á Seyðisfirði hafa þýðendur starfað fyrir okkur í nokk- urn tíma með mjög góðum árangri og það var ekki erfið ákvörðun að láta þetta gerast. Það er ráðuneytinu mikið ánægjuefni að vera hér og ég vona að við getum séð starfsemina hér vaxa eins og annars staðar.“ Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Seyðisfjarðar og varafor- maður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sagði Austfirðinga fagna stöðinni. „SSA hefur lengi sent frá sér ályktanir um flutning opinberra starfa út á land og þetta er þannig séð áfangi á þeirri leið. Væntanlega ályktum við áfram um það en við þökkum fyrir þetta framtak. Það er góður grunnur og við vonumst til að fleiri feti sömu slóð.“ Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins var stofnuð árið 1990 vegna viðræðna um EES samninginn en meginhlut- verk hennar er að þýða gerðir sem heyra undir EES. Þá hafa starfsmenn hennar einnig sérhæft sig í að þýða alþjóðlega samninga, lagatexta og aðra texta þar sem krafist er staðlaðs hugtakaforða auk annarra tilfallandi verkefna. Í heild starfa 37 starfsmenn við þýðingar í utanríkisráðuneytinu, þar af sex á Akureyri, tveir á Ísafirði og núna þrír á Seyðisfirði. GG Utanríkisráðuneytið opnar starfsstöð á Seyðisfirði Auðvelt að finna hæfa þýðendur Nýtt skólaár fer vel af stað á Aust- urlandi og er greinilegt að það er mikill metnaður í skólameisturum og starfsmönnum skólanna að bjóða upp á nám sem er í takt við tímann og fylgir tíðarandanum. Austurglugg- inn heyrði í skólameisturunum í Menntaskólanum á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað til að forvitnast aðeins um hvernig þetta nýja skólaár fer af stað. Hússtjórnarskólinn „Skólaárið hjá okkur rennur ljúflega af stað og ekki er verra að fá svona veður eins og við höfum fengið á fyrstu metrunum“, segir Bryndís Fiona Ford sem er nýráðin skólameistari Hús- stjórnarskólans. „Það er 100% mæting af þeim sem sóttu um en í ár eru 19 stelpur og 1 strákur á fyrstu önninni, og kennararnir eru allir á sínum stað“ bætir hún við. Skólinn hefur verið vel sóttur síðustu ár og virðist námið alltaf jafn vinsælt. „Svona nám verður aldrei úrelt og fer aldrei úr tísku. Hér lærir þú hluti sem þú einfaldlega lærir hvergi annarsstaðar. Þetta er sígilt og skemmtilegt nám“, segir Bryndís. Verkmenntaskóli Austurlands „Hjá okkur er nemendafjöldi svipaður og undanfarin ár en skólaárið fer vel af stað“, segir Elvar Jónsson skólameist- ari í Verkmenntaskólanum. „Aðsókn í skólann í haust er með besta móti og eru sumar brautir alveg fullar. Aðsókn í rafiðnadeildina var yfirburða góð, en hinsvegar þurftum við að fella niður hársnyrtibrautina vegna dræmrar aðsóknar“. Verkmenntaskólinn mun bjóða upp á nýja og spennandi hluti í vetur. „Já það eru mjög spennandi hlutir að gerast hjá okkur í VA, en þann 8. nóvember verður nýtt „FabLab“ vígt hér í skól- anum, en „FabLab“ er hátæknismíða- stofa sem verður opnuð í samvinnu við Austurbrú og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í framhaldi munum við svo bjóða upp á nýsköpunar- og hönn- unarbraut í skólanum, svo við komum sterk inn í nýtt skólaár“, segir Elvar. Menntaskólinn Egilsstöðum „Við förum af stað af fullum krafti inn í þennan vetur“, segir Helgi Ómar Bragason skólameistari í Mennta- skólanum á Egilsstöðum. Við vorum að taka inn formlega nýjar brautir og taka í gildi nýja námskrá, nýjar áfanga- lýsingar og nýjar brautalýsingar. Eins er spannakerfið orðinn fastur liður í skólanum og eitt af því sem við höfum upp á að bjóða, en spannakerfið hefur verið til tilraunar í ME síðan 2011 og hefur reynst mjög vel“. Spannakerfið virkar þannig að í stað- inn fyrir að skipta vetri í tvær annir er honum skipt í 4 Spannir þar sem tekin eru færri fög í einu með hraðari yfirferð á skemmri tíma. „Við erum einn af fyrstu skólunum á Íslandi sem tökum þetta upp og erum við mjög stolt af því“, segir Helgi. „Við erum í feiknastuði fyrir komandi vetur, aðsóknin er mjög góð og erum við með 310 nemendur í dagskóla og um 150 nemendur í fjarnámi svo það verður nóg að gera“. SL Framhaldsskólarnir á Austurlandi „Erum í feiknastuði fyrir komandi vetur“ Spannakerfið hefur gefist vel í ME. Gunnar Bragi Sveinsson opnar starfsstöðina. Mynd: GG

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.