Austurglugginn


Austurglugginn - 29.08.2014, Side 7

Austurglugginn - 29.08.2014, Side 7
 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 22. ágúst 7 Í samantekt sem Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), prófessor í graf- ískri hönnum við Listaháskóla Íslands vann fyrir sveitarfélagið Fljótsdalshérað í fyrrasumar heldur hann því fram að landvættur Austurlands eigi í raun að vera ormur en ekki dreki. Ályktun sína byggir hann á tengslum íslenskra sagna við evrópskar þjóðsögur. Drekinn kemur fram í Heimskringlu Snorra Sturlusonar þar sem segir frá ferð Ólafs Tryggvasonar í kringum landið. „En er hann kom fyrir Vopna- fjörð, þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan úr dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann.“ Ormar og drekar eru táknmyndir úr fornum sögum og birtast enn í ævintýrum, til dæmis eftir Tolkien, þar sem vinsælt er að berjast við orm eða dreka um gull hans. Táknmynd- irnar koma úr fjölgyðistrú en kristnir notuðu ljón í stað hinna skepnanna. Í Opinberunarbókinni segir frá fjór- um verum við hásæti sem rís úr hafi, þar af er ein þeirra dreki og er það sú sem horfir til hægri eða austurs. Annars staðar er Biblíunni er það ljón sem snýr í austur. Fleiri fræðimenn hafa tengt verur þessar við íslensku landvættina. Goddur bendir á að drekinn sem mæti Ólafi Tryggvasyni sé ekki fljúgandi heldur skríðandi sem sjáist af því að honum fylgja aðeins skriðdýr. Hann rekur einnig að orðið „dreki“ hafi til forna í norrænum málum þýtt það sama og „ormur.“ „Orðið „dreki“ mun vera komið úr grísku og þýðir þar einnig slanga eða ormur,“ skrifar hann. Augljósust sé tengingin við skipaheiti, norrænir menn hafi siglt á drekum en eldra heiti þeirra séu „ormur“ eins og skip Ólafs sem hét „Ormurinn langi.“ „Dreki er ekkert annað en vængjaður ormur – andi ormsins. Í goðsögum er hann myndbirtur bæði með og án vængja,“ ritar Goddur en vængirnir eru tákn um anda mannsins. Það sem tekur þó af öll tvímæli í huga Godds er eitrið sem dreki Snorra og fylgdarlið spýr. Eiturormar þekktust ekki hérlendis og því telur Goddur að saga Snorra komi frá löndum þar sem menn þekkja vel til eitraðra orma. Drekinn er sem sagt eiturormur og því „vafalaust sá frægi Lagarfljótsormur.“ GG Arngrímur Vídalín er í doktorsnámi í íslensku þar sem hann tekur fyrir skrímslasögur frá miðöldum og Magnús Skarphéðinsson er skólastjóri Álfaskól- ans og einn ötulasti söfnunarmaður Ís- lendinga á sögum úr öðrum heimi. Þeir voru fengnir að sunnan sem sérfræðingar með sannleiksnefndinni. Austurglugg- inn settist niður með þeim í lok dags og ræddi við þá um Lagarfljótsorminn og störf nefndarinnar. „Átta ára ég hefði dauðöfundað mig. Mér líður eins og Fox Mulder (úr X- Files) að koma inn í einhvern smábæ í Maine til að skoða skrímsli. Mér finnst þetta gríðarlega spennandi verkefni sem höfðar til mín,“ segir Arngrímur um hvernig honum hafi þótt að starfa í nefndinni. Magnús segist einnig hafa notið verk- efnisins. „Mér fannst gaman að starfa í nefndinni þótt ég hafi efasemdir um nafn hennar. Það er ekki traustvekj- andi en nefndin vann vel og faglega og ræddi margar hliðar málsins. Ég er feginn að ekki var einhugur um að mæla með að myndband Hjartar væri af orminum. Það er ekki aug- ljóst að þetta sé skrímsli þótt ein- hverjum þyki margt benda til þess. Mér fannst líka gott að koma austur og eiga orðastað við heimamenn og nefndarmenn.“ Hvað er í fljótinu? Þeir gefa ekkert upp um atkvæði sín en nefndin var ekki einhuga um að mæla með að Hjörtur Kjerúlf fengi verðlaunaféð. Þeir hafa jafnvel sínar eigin útskýringar á því hvað kunni að felast í fljótinu. „Ég er nokkuð viss um að það er eitthvert fyrir- bæri í fljótinu. Ég hef trú á að það sé úr öðrum heim eins og álfar og huldufólk eða sjávarskrímsli sem myndbirtast og hverfa. Það er þekkt í náttúruvættafræðunum að þessi fyrir- bæri efnast og afefnast. Eins og með Loch Ness í Skotlandi hafa báðir að- ilar rétt fyrir sér. Annars vegar vitni í þúsundatali sem hafa séð skrímslið og hins vegar vísindamennirnir sem skannað hafa og myndað vötnin með tækjum sínum. Þegar þeir gerðu það, þá var sannarlega ekkert í vatninu. En það var þar þegar vitnin sáu til,“ segir Magnús. Arngrímur er hins vegar vantrúaðri. „Ég fullyrði ekkert um hvað er í fljótinu. Heimamönnum er að fullu kunnugt um hugmyndir eins og gas- myndun sem birst getur í dökkum, hlykkjóttum munstrum á yfirborði fljótsins. Það gætu líka verið til stórar og sérstakar hrökkálategundir. Ég er svolítið eins og Tómas vantrúaði en dreg aldrei í efa heilhug þeirra sem hafa séð orminn. Um leið og sé hann sjálfur fell ég frá öllum gaskenn- ingum,“ segir Arngrímur sem jafn- framt efast um myndband Hjartar. „Ég er ekki sannfærður um að það sýni náttúrufyrirbæri. Mér fannst það frekar líflaust, kyrrstætt, stirt og lítið ormslegt.“ Sögunum verður að safna Þeir eru þó fullkomlega sammála um eitt mikilvægt atriði og það er að safna verði saman sögum um orminn. „Þetta er algjörlega vanræktur mála- flokkur og slæmt að menn hafi ekki safnað frásögnum vitna. Hér ætti að vera stór og mikil fræði- og rann- sóknastofa sem sinnti þessu verkefni. Þar mætti hafa líkön til útskýringa og teikningar af sýnum sjónarvotta. Það er enginn vafi að ef það er gert af fagmennsku þá yrði þetta sterkasta aðdráttaraflið hér á Héraði. Það þarf ekkert að krydda eða ýkja það sem vitnin hafa séð. Raunveruleikinn er ímyndunaraflinu geggjaðri,“ segir Magnús. „Það ber að þakka frum- kvæði Stefáns Boga og annarra að hafa lagt til að þetta mál skuli rannsakað í gamni og alvöru því þetta fyrirbæri er merkilegra, dýpra og flóknara en menn gera sér grein fyrir í fyrstu.“ Arngrímur segist taka „algjörlega undir“ þessi orð Magnúsar. „Að mörgu leyti er spurningin um hvort Lagar- fljótsormurinn sé til menningarleg og persónuleg. Ormurinn er auðvitað til sem menningarlegt fyrirbæri og það á alls ekki að vanvirða það. Sögurnar um hann eru mikilvæg auðlind sem verður að safna eins og Jón Árnason gerði á sínum tíma. Því miður hafa fáir gert það síðan en þessu þarf að halda áfram. Sagnahefðin má ekki deyja. Það á ekki að reyna að ákvarða hlutlægan veruleika að baki menn- ingarlegu fyrirbæri. Það er síbreyti- legt í meðförum fólks.“ Slæmt ef kaplinum var hent Þeir eiga sínar uppáhaldsögur af orm- inum. Magnúsar er frá því snemma á tíunda áratugnum þegar tvö systkini norðan Jökulsár í Fljótsdal, þá 7 og 9 ára gömul, sáu orminn ásamt móð- ur sinni og bróður hennar sem var bóndinn á bænum. „Þau sá orminn greinilega í návígi í 25-30 mínútur, tvær risastórar kryppur, 40 metra langar hvor um sig sem komu upp úr vatninu. Þetta var engin mýrargas- myndum heldur greinilega risavaxið fyrirbæri.“ Arngrímur heyrði sína uppáhalds- sögu í fyrsta sinn í ferðinni. „Það var þegar leggja átti símakapalinn yfir fljótið árið 1983 og þegar hann var dreginn upp voru bitför á honum og hann stórskemmdur. Línumenn- irnir voru engir aukvisar og kunnu vel til verka en dauðbrá samt. Það er handvömm ef helvítis kapallinn hefur ekki verið geymdur!“ GG Er Lagarfljótsormurinn landvættur Austurlands? Skrímslasérfræðingarnir að sunnan Sögurnar um Lagarfljótsorminn eru mikil menningarverðmæti Nefndarmenn við Iðavelli, frá vinstri: Arngrímur Vídalín, Magnús Skarphéðinsson, Sigrún Blöndal, Stefán Bogi Sveinsson, Lára G. Oddsdóttir, Gunnar Jónsson, Þorvaldur P. Hjarðar, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, Anna Alexandersdóttir, Dagur Skírnir Óðinsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Hlynur Gauti Sigurðsson og Rán Þórarinsdóttir. Mynd: GG

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.