Austurglugginn - 29.08.2014, Síða 9
AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 29. ágúst 9
Sælkerar
vikunnar
Guðlaug Árnadóttir og Hólmgrím-
ur Elís Bragason á Reyðarf irði eru
matgæðingar vikunnar og bjóða
upp á einfalda og góða uppskrift að
þorskrétti ásamt einföldum eftirrétti.
Við hjónin aðhyllumst einfalda
matargerð, helst eitthvað sem tekur
afar stuttan tíma í undirbúningi og
framkvæmd en bragðast guðdómlega.
Eftir kjötát mikið í sumar rák-
umst við á dásamlega uppskrift að
þorski sem bæði er einfalt að elda
og bragðast ákaflega vel.
Þorskur í umslagi fyrir 4-6 manns
800 gr. þorskflök
2 stk. rauðlaukar í sneiðum
2 stk. sætar kartöflur í sneiðum
4 stk. tómatar í sneiðum
8 msk. grænt pestó
Smá ólífuolía
Þykkur grillálpappír
Fyrst skal búa til nokkur umslög úr álpappírnum, eins mörg og skammt-
arnir eiga að vera. Því næst er olíu dreift á hvert umslag. Þá er raðað á um-
slagið í þessari röð: Kartöflu, þorskbita, rauðlauk, tómötum og að lokum
er pestóinu smurt yfir. Umslögunum er síðan lokað mjög vel og raðað á
neðstu grind á grillinu í smá tíma en flutt svo á þá efri og látið malla þar
til kartaflan er bökuð. Athugið að umslagið verður að snúa þannig allan
tímann að kartöflurnar séu neðstar.
Þetta bragðast ákaflega vel með nýbökuðu brauði og ljúffengu salati.
Pestóið gerum við sjálf þar sem pestó út úr búð inniheldur gjarnan hnetur. Í
pestóið notum við basil, grænkál eða ruccola, ólívuolíu, hvítlauk, sjávarsalt og
parmesan ost. Maukum þetta vel og vandlega og bætum olíu í eftir þörfum.
Ekki er verra ef á eftir er borinn fram desert eða eftirréttur. Uppáhalds-
eftirrétturinn okkar þessa dagana er að sjálfsögðu auðveldur í framkvæmd.
Ein desertskál á mann og í hverja skál fer: Kókosbolla, stór skammtur af
einhverjum dásamlegum ís, lúka af bláberjum, lúka af jarðarberjum, lúka af
smarties og súkkulaðisósa yfir allt saman. Klikkar ekki og bæði fullorðnir
og börn kolfalla fyrir dásemdinni.
Við ætlum að skora næst á heiðurshjónin og matgæðingana Gillian
Haworth og Guðjón Magnússon. Við vitum fyrir satt að í eldhúsinu,
eins og annarsstaðar, sýna þau snilldartakta.
Guðlaug og Hólmgrímur.
Breiðdalssetur á Breiðdalsvík mun
standa fyrir málþingi um jarðfræði
Austurlands helgina 30.-31. ágúst
2014. Tilgangurinn er að heiðra
minningu breska jarðfræðingsins
George P.L. Walkers og jafnframt
vekja áhuga á jarðfræði Austurlands.
Málþingið mun bera yfirskriftina „Í
fótspor Walkers“ og er laugardagurinn
ætlaður til fyrirlestra en sunnudagur-
inn í skoðunarferð um Berufjörð og
Breiðdal. Markmið málþingsins er
að kynna fyrir almenningi, sem og
fræðimönnum, núverandi rannsóknir
í jarðlagastafla Austurlands og hag-
nýtingu hennar í dag, til dæmis við
jarðhitaleit og jarðgangagerð.
„Í fótspor Walkers“
- Jarðfræðimálþing í
Breiðdalssetri
Hinir rómuðu síðsumartónleikar
í Loðmundarfirði verða haldnir á
morgun, laugardaginn 30. ágúst kl.
19:30, við skála Ferðafélags Fljóts-
dalshéraðs að Klyppstað. Það eru Jón
Ólafsson og Eyjólfur Kristjánsson
sem koma fram að þessu sinni
Tónleikarnir í Loðmundarfirði hafa
verið á dagskrá árlega frá árinu 2011.
Fyrsta árið var það KK sem hélt
uppi fjörinu og síðan hljómsveitin
Hundur í óskilum. Í fyrra neyddust
aftur á móti tónleikahaldarar til að
fella tónleikana niður vegna veðurs,
en þá áttu einmitt Jón Ólafsson og
Eyjólfur Kristjánsson að koma fram.
Þeir vildu ólmir reyna aftur og eru
væntanlegir í fjörðinn um helgina.
Draumur um Nínu, Ég lifi í draumi
og ýmsir aðrir slagarar Eyjólfs, ásamt
öðru vel völdu efni, munu því að
líkindum hljóma um Loðmundar-
fjörðinn á morgun.
Það er Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
og Ferðamálahópur Borgarfjarðar
sem standa að tónleikunum og var
hugmyndin alltaf að auka nýtingu
skálans í ágúst. Þetta hefur mælst vel
fyrir og hefur mæting verið virkilega
góð í þau tvö skipti sem tónleikarnir
hafa verið haldnir og er búist við að
það verði ekki síður í ár.
Aðgangseyrir er alveg valfrjáls og er
fólk ábyrgt fyrir að koma sér sjálft á
staðinn, nema að það vilji gera enn
meiri alvöru úr upplifuninni og fara
með í skemmtilega göngu sem Ferða-
félag Fljótsdalshéraðs verður með
á tónleikadag frá Borgarfirði yfir
Kækjuskörð, og svo daginn eftir til
Seyðisfjarðar yfir Hjálmárdalsheiði.
Tónleikar í Loðmundar-
firði um helgina
Í tilkynningu frá Breiðdalssetri segir
að Walker hafi sett fram skilmerki-
lega aðferðafræði til kortalagningar
á bergstafla Austurlands og er því
oft fleygt fram að hann hafi kennt
Íslendingum að kortleggja jarðfræði
síns eigin lands. Það er meiri sann-
leikur í þessari staðhæfingu en margan
grunar, vegna þess að upplýsingarnar
sem hann setti fram hafa verið not-
aðar svo til óbreyttar til dagsins í dag,
til dæmis við gerð Norðfjarðarganga.
Á síðastliðnum 10 árum hefur síðan
orðið á ný vakning í rannsóknum á
jarðfræði Austurlands, bæði hérlendis
og erlendis.
Margir áhugaverðir fyrirlestrar verða
fluttir á málþinginu og munu bæði
íslenskir og erlendir fræðimenn taka
til máls. Aðgangseyrir er enginn.
Allar nánari upplýsingar má finna á
heimasíðunni www.breiddalssetur.is.
SL