Austurglugginn - 29.08.2014, Qupperneq 11
AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 29. ágúst 11
Hver er þín uppáhalds hreyfing?
Hver er þín hreyfing? Talið er að um
600.000 þúsund dauðsföll í Evrópu
megi rekja beint til hreyfingarleysis.
Flestir sem hreyfa sig ekki neitt segja
ástæðuna vera peningaskort. Það er
margt hægt að gera til að bæta heilsu
sína sem hvorki kostar krónu né mikla
fyrirhöfn. Mestu máli skiptir að hafa
gaman af því sem maður tekur sér fyrir
hendur því það eykur líkurnar á því
að maður viðhaldi heilbrigðum lífstíl.
Það eru skilaboðin í samfélaginu og
boðskapurinn sem skiptir máli. Við
erum á hreyfingu frá því við vökn-
um á morgnana þar til við förum
að sofa á kvöldin en við þurfum að
fá hjartað til að pumpa duglega í að
minnsta kosti 30 mínútur á dag til að
endurnýja frumurnar okkar og bæta
þannig heilsuna – helst 60 mínútur.
Það þurfa ekki allir að stunda fjall-
göngur, æfa íþróttir, hlaupa mara-
þon, vera í skokkhóp eða taka þátt í
þrekmótum. Það ættu allir að finna
sína hreyfingu – eitthvað sem hentar
hverjum og einum og hafa gaman af
því. Alltof margir velja að verma sóf-
ann í stað þess að uppfylla ráðlagðan
dagsskammt af hreyfingu.
Hvernig fáum við fleiri til að stunda
hreyfingu sér til heilsubótar? Alls-
staðar í heiminum er fólk að reyna
að finna töfralausnina og Hreyfivik-
an MOVE WEEK sem fer fram um
gjörvalla Evrópu dagana 29. septem-
ber – 5. október 2014 er líka tilraun
til þess – en bara aðeins öðruvísi!
Hreyfivikan MOVE WEEK er hluti
af „The NowWeMove 2012 – 2020“
herferð International Sport and Culture
Association (ISCA) sem hefur það að
markmiði að kynna kosti þess að taka
virkan þátt í hreyfingu og íþróttum
til heilsubótar. Ungmennafélag Ís-
lands (UMFÍ) er aðili að ISCA og
tekur þátt í verkefnum samtakanna.
Framtíðarsýn MOVE WEEK her-
ferðarinnar er „að 100 milljón fleiri
Evrópubúar verði orðnir virkir í
hreyfingu og/eða íþróttum fyrir
árið 2020“. Áhersla er lögð á „að fólk
finni SÍNA hreyfingu sem hentar
því“. Hreyfivikan er almennings-
íþróttaverkefni í samstarfi yfir
250 samtaka í Evrópu sem öll
eru aðilar að ISCA. Það sem
er öðruvísi við Hreyfivikuna
MOVE WEEK er að þessi her-
ferð er ekki sniðin að ákveðinni
íþrótt eða ákveðinni hreyfingu
heldur getur hvert samfélag
klæðskerasniðið sína Hreyfi-
viku. Samfélög eru hvött til að
nýta eigin styrkleika og leitast
við að smita út frá sér jákvæðri
nálgun á hreyfingu. Þetta tókst
vel á Fljótsdalshéraði í Hreyfi-
vikunni MOVE WEEK 2013,
enda barst það út fyrir land-
steinana hve vel tókst til. Sam-
starfsfólk mitt í Evrópu vildi
vita hvernig þetta væri hægt
og hvernig tókst að fá mat-
vöruverslun til að hafa tilboð
á appelsínugulum vörum. Sú
hugmynd er einmitt komin í vinnslu
í nokkrum löndum. Það er skemmst
frá því að segja að Fljótsdalshérað,
Höttur og UÍA fengu verðlaun á
MOVE WEEK ráðstefnu ISCA
sem fram fór í Barcelona í október
síðastliðinn. Verðlaunin voru veitt
fyrir fyrirmyndar nálgun á því að
virkja samfélag til góðra verka og
vera öðrum þjóðum fyrirmynd í
þeim efnum. Áfram Fljótsdalshérað
– samfélag á hreyfingu.
Töfralausnin er kannski ekki flókin í
grunninn en Fljótsdalshérað, íþrótta-
félögin og samfélagið í heild tók sig
saman og klæðskerasneið Hreyfi-
vikuna MOVE WEEK að öllu því
frábæra starfi sem fram fer á svæð-
inu. Verkefnið sýndi og sannaði að
þegar fólk vinnur saman er hægt að
gera frábæra hluti og breiða út boð-
skapinn. Ég trúi því staðfastlega að
margir á svæðinu hafi farið að hreyfa
sig reglulega sér til heilsubótar, sem
gerði það ekki áður, og að margt
fólk hafi fundið sína hreyfingu. Ef
það gerðist ekki í síðustu Hreyfiviku
MOVE WEEK þá skulum við láta
það gerast í þeirri næstu - því það
er aldrei of seint að byrja.
Sambandsaðilar UMFÍ taka virkan
þátt í Hreyfivikunni MOVE WEEK
í haust og bjóða upp á fjölda við-
burða og tækifæra fyrir fólk til að
kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér
til heilsubótar. Fylgist með á www.
iceland.moveweek.eu og www.umfi.is.
Ef þið viljið vera með viðburð í nafni
herferðarinnar í haust, þá skuluð þið
endilega skrá ykkar viðburð inn á
heimsíðau verkefnisins. Eins getið
þið fengið allar frekari upplýsingar
hjá skrifstofu UMFÍ.
Sabína Steinunn Halldórsdóttir,
landsfulltrúi UMFÍ
Fjarðabyggð tryggði sér um helgina
sæti í fyrstu deild karla í knatt-
spyrnu þegar liðið vann Gróttu í
uppgjöri efstu liða annarrar deildar
um helgina. Leiknir og Höttur geta
tryggt sér keppnisrétt í annarri deild
að ári um helgina.
Fjarðabyggð vann Gróttu 2-3 á sunnu-
daginn var með marki Sveins Fann-
ars Sæmundssonar á tíundu mínútu
seinni hálfleiks. Staðan í hálfleik var
2-2 en Jóhann Ragnar Benediktsson
skoraði bæði mörk Fjarðabyggðar. Á
sama tíma tapaði ÍR, sem er í þriðja
sæti, sínum leik en tvö lið fara upp
um deild. Fjarðabyggð hefur þrettán
stiga forskot á ÍR og fimm stig á
Gróttu og getur því ekkert komið í
veg fyrir að liðið fari upp um deild.
Liðið spilar heimaleik gegn Fjalla-
byggð um helgina. Huginn er átta
stigum frá Gróttu og á því enn töl-
fræðilegan möguleika á að komast upp
en til þess má Seltjarnarnesliðið ekki
vinna nema einn leik af síðustu fjórum
en Seyðfirðingar að vinna alla sína.
Í þriðju deild karla koma Berserkir
austur á firði. Þeir eru eina liðið sem á
enn möguleika á að ná Austfjarðalið-
unum Leikni og Hetti. Ekkert dugar
Berserkjum, sem tengjast Víkingum í
Fossvogi, annað en tveir sigrar en þeir
myndu líka koma liðinu í kjörstöðu í
toppbaráttu þriðju deildar. Þeir spila
á Fáskrúðsfirði á morgun og á Egils-
stöðum á sunnudag. Báðir leikirnir
hefjast klukkan 14:00. Einherji spilar
mikilvægan leik í kvöld þegar liðið
heimsækir botnlið Hamars. Vopna-
fjarðarliðið getur með sigri lyft sér
upp úr fallsæti.
Í fyrstu deild kvenna tekur Höttur á
móti Völsungi í lokaleik sumarsins.
Höttur á ekki lengur möguleika á að
komast í úrslitakeppni deildarinnar.
Fjarðabyggð lauk keppni fyrir viku
þegar liðið tapaði 1-4 fyrir Völsungi
á heimavelli.
GG
Samfélag á hreyfingu
– Hreyfivikan MOVE WEEK
Knattspyrna
Fjarðabyggð upp í fyrstu deild
Sveinn Fannar Sæmundsson skoraði sigurmark Fjarðabyggðar
gegn Gróttu og tryggðu þar með sætið í fyrstu deildinni. Mynd: GG