Austurglugginn - 22.03.2013, Blaðsíða 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 22. mars
Alþjóðlega álfyrirtækið Alcoa hlaut
jafnréttisverðlaun Catalyst fyrir árið
2013. Þetta var tilkynnt á ráðstefnu
í New York í dag, þar sem Janne
Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls var
meðal ræðumanna. Góður árangur
Fjarðaáls á sviði jafnréttismála átti
ekki síst sinn þátt í árangri Alcoa,
en sérfræðingar Catalyst heimsóttu
fyrirtækið sl. haust sérstaklega í þeim
tilgangi að skoða stjórnskipulag þess
m.t.t. kynjahlutfalla og fleiri þátta.
Auk Alcoa hlutu CocaCola og
Unilever jafnréttisverðlaun Catalyst.
Alcoa hefur um árabil unnið
markvisst að því að fjölga konum
í starfsliði sínu í áliðnaðinum,
þar sem karlar eru í yfirgnæfandi
meirihluta. Verkefnið kallast
„Building Opportunities for Women
in „Hard Hat“ Company.“ Staða jafn-
réttismála hjá Fjarðaáli hefur vakið
nokkra athygli hjá fyrirtækjum Alcoa
á heimsvísu og ákváðu sérfræðingar
Catalyst að rýna sérstaklega stjórnun
starfseminnar á Reyðarfirði í úttekt
þeirra á fyrirtækinu.
Guðný B. Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri mannauðsmála hjá
Alcoa Fjarðaáli, segir að verðlaunin
séu mikill heiður fyrir Alcoa sem
og allt starfsfólk Fjarðaáls og við-
urkenning á þeim áherslum, gildum
og stefnum sem fyrirtækið hefur lagt
áherslu á og unnið eftir frá því að
fyrirtækið tók til starfa 2005.
Jafnréttisstefna Alcoa Fjarðaáls
fylgir lögum nr. 10/2008 um jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Langtímamarkmið Fjarðaáls er að
helmingur starfsmanna séu konur.
Jafnframt tengir fyrirtækið jafnréttis-
stefnu sína við gildi fyrirtækisins sem
Alcoa starfar eftir um allan heim.
Um Catalyst
Catalyst er alþjóðleg sjálfseignar-
stofnun, sem leggur áherslu á rann-
sóknir og greiningar á sviði jafn-
réttismála með áherslu á aukin
atvinnutækifæri og þátttöku kvenna.
Stofnunin tók til stafa árið 1962 og
er með skrifstofur í Bandaríkjunum,
Kanada, Evrópu og Indlandi. Alcoa
er meðal rúmlega 600 aðildarfélaga
í Catalyst og fól fyrirtækið stofn-
uninni að taka út jafnréttismál hjá
fyrirtækjum Alcoa um allan heim.
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra tilkynnti sl. þriðjudag á
opnum fundi í Fosnavaag í Noregi
um samning um smíði fyrsta sérút-
búna íslenska skipsins til að þjónusta
olíuleit og eftir atvikum vinnslu á
hafsvæðunum norður og austur af
Íslandi. Skipið er hið dýrasta sem
keypt hefur verið af íslensku fyrir-
tæki en kostnaðurinn nemur um 7,3
milljörðum íslenskra króna. Stefnt er
að afhendingu skipsins til íslensku
eigendanna, Fáfnis Offshore ehf., í
júlí á næsta ári. Heimahöfn skipsins
mun verða í Fjarðabyggð.
Merk
tímamót
Á fundinum sagðist Össur líta svo
á að kaup Fáfnis á skipinu marki
tímamót í iðnaðarsögu Íslendinga.
Á fundinum sagði Össur að Íslend-
ingar væru reiðubúnir til að takast á
við þau tækifæri og áskoranir sem
felist í breytingum á norðurslóðum
og opnun hafsvæða þar „Ég fagna
því frumkvæði sem Fáfnir Offshore
sýnir og tel að smíði fyrsta íslenska
skipsins til að þjónusta olíuleit marki
tímamót í iðnaðarsögu okkar Íslend-
inga. Fyrstu leyfin til olíuleitar hafa
verið gefin út og ég er sannfærður um
að þetta skip mun vera upphafið að
happasælli nýrri atvinnugrein; þjón-
ustu við olíuleit- og vinnslu.”
Skipið er sérstaklega byggt og
styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi.
Það er 88,5 metrar að lengd og 17,6
metra breitt. Á því verður m.a. þyrlu-
pallur og sérstakur eldvarnar- og
hreinsibúnaður ef óhapp verður.
Aðaleigandi Fáfnis er Stein-
grímur Erlingsson en hann hefur
starfað og fjárfest í sjávarútvegi í yfir
tuttugu ár, m.a. í Kanada.
Fyrsta sérútbúna skipið fyrir olíu-
leit með heimahöfn í Fjarðabyggð
Fréttatilkynning
Alcoa handhafi jafnréttis-
verðlauna Catalyst
Það sem af er þessu ári hafa lok-
anir verið tíðari þar á þessum árs-
tíma en undanfarin ár. Á tímabilinu
frá 1. janúar til 7. mars á þessu ári
höfðu komið upp 10 dagar þar sem
Fjarðarheiðin lokaðist og samtals í
113 klukkustundir. Samanborið við
allt árið í fyrra þá eru þetta tíðari
lokanir en þá en alls komu upp 8
dagar á árinu 2012 þar sem þurfti að
loka og samtals í 95,4 klukkustundir.
Slæmur kafli í lok janúar og byrjun
mars hefur mest að segja það sem af
er þessu ári gagnvart lokunum yfir
Fjarðarheiði. Tíðar lokanir í upphafi
þessa árs fer að nálgast heildartíma
lokana á árinu 2011 en þá lokaðist
vegurinn yfir heiðina alls í 10 daga
og samtals í 128 klukkustundir.
Tíðar lokanir
yfir Fjarðarheiði
Austfirðingum boðið í bíó
Í kvöld (föstudag) hefst íslensk kvik-
myndahelgi og stendur til sunnu-
dagsins 24. mars um allt land. Til-
efnið kvikmyndahátíðarinnar er að
sögn aðstandenda hækkun framlaga
í Kvikmyndasjóð og sá stuðningur
sem kvikmyndagreinin hefur fengið
í gegnum tíðina. Á bak við framtakið
standa íslenskir kvikmyndagerðar-
menn, í samstarfi við 18 sýningar-
staði og Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Alls verða sýndar 34 myndir á 18
sýningarstöðum og ókeypis verður
inn á allar sýningar.
Bragi Þór Hinriksson og Sverrir
Þór Sverrisson „Sveppi“ munu mæta
á Seyðisfjörð og Egilsstaði til að
verða viðstaddir sýningar myndanna
Algjör Sveppi 3 og Algjör Sveppi 2.
Dagskrá helgarinnar á Austurlandi
EGS - SLÁTURHÚSIÐ (Blu-ray)
Fimmtudagur
20:00 Borgríki
Föstudagur
20:00 Okkar eigin Oslo
(English Subtitles)
22:00 Rokk í Reykjavík
(Power sýning)
Laugardagur
14:00 Hringurinn
16:00 Algjör Sveppi 3.
Sveppi og Bragi Þór mæta.
Sunnudagur
14:00 Hrafninn flýgur
16:00 Eldfjall
SEY – SEYÐISFJARÐARBÍÓ
(Blu-ray)
Laugardagur
12:00 Algjör Sveppi 2.
Sveppi og Bragi Þór mæta.
16:00 Englar alheimsins
21:00 Rokk í Reykjavík
VOPNAFJÖRÐUR – MIKLI-
GARÐUR (Blu-ray)
Sunnudagur
16:00 Hetjur Valhallar – Þór
20:00 Borgríki
Yfirlit um hlutdeild kvenna í hinum
ýmsu stöfum hjá Fjarðaáli
Fjöldi kvenna í starfsliði Fjarðaáls í heild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20%
Framkvæmdastjórn Fjarðaáls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27%
Leiðtogar í framleiðsluferlum í álveri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10%
Löggiltir iðnaðarmenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6%
Véla- og tækjastjórar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21%