Austurglugginn


Austurglugginn - 22.03.2013, Blaðsíða 3

Austurglugginn - 22.03.2013, Blaðsíða 3
Fréttir frá Fjarðaáli KYNNING Umsjón: Hilmar Sigurbjörnsson ritstjóri Álpappírsins, fréttabréfs starfsmanna Alcoa Fjarðaáls. Skipafélagið Cargow er byrjað að flytja afurðir og forskaut fyrir Fjarðaál. Cargow sér jafnframt um að koma afurðum álvera Alcoa í Mosjoen og Lista í Noregi til Rotterdam. Fjögur skip verða í ferðum milli Reyðarfjarðar, Rotterdam og Mosjoen. Fimmta skipið mun sigla á milli Rotterdam og Lista. Cargow er nýtt skipafélag með höfuðstöðvar í Hollandi. Félagið er að hálfu í íslenskri eigu og hefur aðgang að vöruhúsi og skrifstofum í Hafnarfirði. Samningur Alcoa Fjarðaáls við Cargow er til tíu ára. Eimskipafélagið mun áfram reka vöruafgreiðsluna og höfnina á Mjóeyri. Helsta breytingin fyrir Fjarðaál verður sú að skip munu nú fara vikulega með afurðir til Rotterdam. Þaðan fara skipin til Mosjoen og svo aftur til Rotter- dam, áður en þau sigla til Íslands. Í annarri hverri ferð koma skipin við í Englandi. Hagkvæmt er að samnýta skipin fjögur með álverinu í Mosjoen. Það einfaldar jafnframt og styrkir sölukerfi Alcoa að afurðir frá Fjarðaáli, Mosjoen og Lista munu fara í gegnum sömu afgreiðslu Steinweg í Rotterdam í Hollandi, sem er nýjung. Fyrsta skipið á vegum Cargow, MV Margaretha, kom til Fjarðaáls í byrjun mánaðarins. Skipin sem munu sinna flutningunum verða með um 11.000 tonna flutningsgetu. VEL HEPPNAÐUR TÆKNIDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR SKIPAFÉLAGIÐ CARGOW HEFUR FLUTNINGA FYRIR FJARÐAÁL Flutningaleiðir Cargow Fyrsta skipið á vegum Cargow, MV Margaretha, á leið til Mjó- eyrarhafnar í Reyðarfirði. Harpa Vilbergsdóttir og Sveinbjörn Egilsson afhenda skipstjóra Margaretha, D. Antoshenko, mynd af Reyðarfirði og Eskifirði. Fjölmargir lögðu leið sína á Tæknidag fjölskyldunnar sem haldinn var í Verkmenntaskóla Austurlands 16 mars. Tilgangurinn var að vekja athygli á tækni- greinum, vísindum og iðnaði í Fjarðabyggð. Starfs- menn Fjarðaáls fræddu gesti um tækni og tækni- menntun í áliðnaði. Gísli Gylfason útskýrir virkni tæknibúnaðar í álverinu á Tæknidegi fjölskyldunnar. Jón Björn Ríkarðsson sýnir upprennandi tæknimönnum hita- myndavél sem notuð er til að greina ástand búnaðar í álverinu. Geir S igurpáll Hlöðversson sýnir Sóldísi dóttur sinni hitamyndir.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.