Austurglugginn


Austurglugginn - 10.04.2008, Blaðsíða 1

Austurglugginn - 10.04.2008, Blaðsíða 1
ISSN1670-3561 Fréttablað Austfirðinga Verð í lausasölu kr. 350 Fimmtudagur 10. apríl 14. tbl. - 7. árg. - 2008 ÞÚ ERT Á GÓÐUM STAÐ Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is Snjócross í Stafdal Alþjóðlegt Snjócross snjósleðamót fer fram í Stafdal í Fjarðarheiði á laugardag. Mótið er alþjóðlegt, en það er lokamót ársins í keppni ökuþóra um Íslandsmeistaratitilinn. Sigurvegari mótsins fær jafnframt þátttökumiða á X-games leikunum í Bandaríkjunum, en hingað sækir nokkur fjöldi sterkra erlendra keppenda sem freista þess að vinna miðann á X-games. Bræðurnir Stessi og Brói frá Egilsstöðum bítast hart um Íslandsmeistaratitilinn í meist- araflokki, en alls eru það sex austfirskir ökuþórar sem taka þátt í Íslandsmótinu. Fimm þeirra eiga möguleika á Íslandsmeistartitli í sínum flokki. Mótið hefst kl. 14:00. Fjarðabyggð hefur fengið góðan liðsauka því á sunnudag samdi Aleksandar Konjanovski við Fjarðabyggð um að spila með liðinu í sumar. Aleksandar er 32 ára reynslumikill miðjumaður og spilar í efstu deild í Makedóníu með félaginu FK Kumanovo. Hann hefur spilað 31 leik þetta tímabil og skorað 5 mörk. Aleksandar kom til móts við æfingahóp Fjarðabyggðar í Tyrklandi á föstudag og hefur æft og spilað einn leik með liðinu gegn Tekstilshik. KFF: Enn einn leikmaðurin Austurglugginn hitti ungan fjölskyldufaðir á Egilsstöðum á föstudag. Hann gat ekki mætt til vinnu á föstudag, vegna þess að það var ófært um Fjarðarheiði. Þó átti hann ekki að mæta til vinnu á Seyðisfirði, heldur er dóttir þeirra hjóna á leik- skóla á Seyðisfirði. Daglega keyra þau dóttir sinni á Seyðisfjörð, en þau hafa ekki í önnur hús að venda. Hjá sveitarfélaginu hafa þau fengið þau svör að þau megi eiga von á leikskólaplássi í sept- ember á þessu ári. Í við- tali við Austurgluggann í dag segir Vilhjálmur Vernharðsson lesendum frá þeirri aðstöðu sem fjölskylda hans er í. Hann hefur meðal ann- ars áhyggjur af því að ungt fólk flytji úr sveitar- félaginu vegna þessa. Viðtal á bls. 4 Íbúi á Egilsstöðum í leikskóla á Seyðisfirði Codie afhentur lögreglunni. Bls 10.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.