Austurglugginn


Austurglugginn - 10.04.2008, Qupperneq 5

Austurglugginn - 10.04.2008, Qupperneq 5
 Fimmtudagur 10. apríl AUSTUR · GLUGGINN 5 Ólöf Ragnarsdóttir, leikskóla- og sér- kennslufulltrúi hjá Fljótsdalshéraði segir í heildina vera um sjötíu börn á biðlista eftir leikskólaplássi hjá sveitarfélaginu. “Það er eðlileg staða að á þessum árstíma sé biðtími. Elstu börnin í leikskóla fara að útskrifast og þá losna ný pláss. Þá losnar heill árgangur sem fer í grunnskóla, og inn kemur nýr yngsti árgangur.” segir Ólöf. Hún segir að á biðlista séu 8 börn fædd 2003, 2004 og 2005 og nokkur þeirra óska ekki eftir plássi fyrr en í sumar. Flest börnin á biðlistanum séu fædd 2006 og 2007. „Það er stefnt að því að börnin geti byrjað í leik- skóla að hausti það ár sem þau verða eins árs. Það voru tekin inn nokkur börn um áramót en síðan hefur verið alveg fullt hjá okkur. Ég veit að um 18 börn sem eru á biðlistanum eru í gæslu hjá dagforeldrum“. Viðbygging Hádegishöfða Ólöf segir sveitarfélagið vinna að því þessa dagana að leysa út stöðu biðlista. „Við erum að funda vegna biðlistanna núna þessa dagana og foreldrar munu væntanlega fá bréf fyrir mánaðamót um hvenær barn þeirra kemst í leikskóla“. Um nýja deild á Skógarlandi segir hún að væntanlega verði tekin ákvörðun um það næstu daga hvort hún opni í sumar eða haust. „Það er rétt að það er til ný deild á Skógarlandi. Þar eru engin húsgögn komin, og vantar starfsfólk. Það er erfitt að fá starfsfólk og launin léleg. Einnig er í undirbúningi viðbygg- ing við leiksólann Hádegishöfða í Fellabæ sem verður kærkomin við- bót“. Segir Ólöf Ragnarsdóttir, leik- skólafulltrúi hjá Fljótsdalshéraði. Leikskólamál á Fljótsdalshéraði Um sjötíu börn á biðlista - bjartara framundan Börn að leik á knattvellinum við Egilsstaðaskóla. Á stuttbuxum og ermalausum bol! Úthlutun sumarhúsa AFLs Starfsgreinafélags Félagsmenn, nú er rétti tíminn til að sækja um sumarbústað fyrir komandi sumar. Erum með sumarbústaði á eftirfarandi stöðum í vikuleigu: Einarsstaðir 06. júní – 29. ágúst Munaðarnes 23. maí – 05. september Illugastaðir 06. júní – 29. ágúst Grundafjörður 04. júlí – 15. ágúst Minni Mástunga 13. júní – 22. ágúst Varmahlíð 06. júní – 29. ágúst Bíldudalur 27. júní – 08. ágúst Ölfusborgir 13. júní – 22. ágúst Klifabotn í Lóni 06. júní – 29. ágúst Úlfljótsvatn 13. júní – 22. ágúst Brekkuskógur 06. júní – 29. ágúst Sjá allar upplýsingar og umsóknareyðublað á vef okkar asa.is. Hægt er að sækja um á næstu skrifstofu eða á heimasíðu félagsins sem er www.asa.is. Umsóknarfrestur er til 29. apríl 2008. Úthlutað verður á opnum fundi 29. apríl sem verður auglýstur nánar seinna. Minnum á að enn eru laus tímabil á Spáni. AFL Starfsgreinafélag – Stjórn orlofssjóðs www.asa.is

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.