Austurglugginn


Austurglugginn - 10.04.2008, Side 8

Austurglugginn - 10.04.2008, Side 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 10. apríl Telling tales Hlynur Ben í heimabænum “Það er alltaf jafn frábært að koma og spila hérna með vinum mínum og fyrir vini mína og fjölskyldu.” sagði Norðfirðingurinn Hlynur Ben, en hann var með útgáfutónleika í Egilsbúð síðastliðið laugardagskvöld. Fjölmenni var á tónleikunum sem var hin besta skemmtun. Kraftmikill söngur og hressileg og skemmtileg sviðsframkoma einkenna Hlyn nú sem endranær og virkilega gaman að heyra hann segja frá hugsuninni á bak við lögin og textana. Með Hlyni á sviðinu hér í Neskaupstað voru vinir og kunningjar þekkt andlit úr tónlistarlífinu í Fjarðabyggð ásamt Sævari Sólheim sem er brottfluttur Norðfirðingur, en hann spilar í bandinu fyrir sunnan ásamt fleiri góðum tónlistarmönnum. Það vakti athygli að bandið sem spilar með honum á diskinum skildi ekki fylgja austur en hann kom inn á það á tónleikunum að kostnaður vegna slíks ferðalags væri mikill og hér væru frábærir tónlistarmenn og konur sem voru tilbúin til þess að taka þátt í þessu með honum. Áhugavert verður að fylgjast með framhaldinu án efa er þetta bara rétt byrjunin hjá þessum efnilega tónlistarmanni. ÁL. Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f árið 2007 nam kr. 93 millj. eftir skatta, en árið 2006 var tap á félaginu kr. 39 millj. Rekstrartekjur félags- ins að frádregnum eigin afla voru kr. 2.695 millj. og hækkuðu um 7% frá fyrra ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var kr. 281 millj. sem er 10% af tekjum, en var kr. 513 millj. eða 20% af tekjum árið áður. Veltufé frá rekstri var kr. 221 millj. sem er 8% af tekjum samanborið við kr. 357 millj. og 14% árið 2006. Afskriftir voru kr. 195 millj. og lækkuðu um 2% miðað við árið á undan. Eigið fé félagsins var í árslok kr. 1.626 millj., sem er 46% af niðurstöðu efnahagsreiknings og hækkaði um 4% frá árinu áður. Nettó skuldir voru kr. 1.143 millj. og hækkuðu um kr. 10 millj. frá fyrra ári. Veltufjárhlutfall var 0,85 en var 0,92 í lok árs 2006. Loðnuvinnslan fjárfesti á síðasta ári fyrir kr. 284 millj. og þar af voru kr. 220 millj. vegna endurbóta á Ljósafelli. Hlutafé Loðnuvinnslunnar er kr. 700 millj. og fjöldi hluthafa 191. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eign- arhlut. Gengi hlutabréfa félagsins var í árslok 3,8. Aðalfundur Loðnuvinnslunnar var haldinn 4. apríl sl. og samþykkti fundurinn að greiða hlut- höfum 5% arð að fjárhæð kr. 35 millj. Stjórn Loðnuvinnslunnar var öll endurkjörin en hana skipa: Friðrik Guðmundsson, formaður, Lars Gunnarsson, varaformaður, Steinn Jónasson, rit- ari, Elínóra Guðjónsdóttir og Elvar Óskarsson. Framkvæmdastjóri er Gísli Jónatansson. Hagnaður Loðnuvinnslunar 93 milljónir Gísli Jónatansson framkvæmdastjóri með Guðjóni Daníelssyni, elsta félaga í KFFB og Hafþóri Eide Hafþórssyni yngsta félaga í félaginu. Guðjón Daníelsson er 95 ára og að sögn fund- armanna sprækur eins og lækur. Dabba og Brói skrifa: Ferðasaga víkinganna Miðvikudagsmorguninn 2. april lögðu þeir Brói, Stessi og Jonni Stefánssynir af stað til Svíþjóðar til að taka þátt í HM í Snocrossi. Flogið var frá Keflavík snemma um morguninn til Stokkhólms en þaðan þurfti að taka annað flug til Skellefta í Norður-Svíþjóð. Brói, Stessi og annað fylgdarlið tóku svo bílaleigubíl frá Skellefta til Malå en þangað eru 140 km. Á meðan keyrðu Jonni og Elvar alla leið frá Stokkhólmi til Malá sem eru rúmir 800 km. Á flugvellinum hittu þeir Bandaríkjamennina Mike Schultz, Trevor John og Dj. Ekre sem eru að keyra í toppdeildum Ameríku. Þegar komið var til Malá var byrjað á því að skoða brautina og leist þeim mjög vel á hana. Brautin var inní þorpinu Malå, á skíðasvæðinu og var skíðasvæðinu lokað í viku til að undirbúa keppnina. Eftir að hafa skoðað brautina keyrðu þeir 26 km til baka að hótelinu sem þeir gistu á sem er fínt heilsuhótel með sundlaug, gufubaði og fleiru. Á fimmtudeginum var farið á fund með forráðamönnum keppninnar og farið var yfir hinar ýmsu reglur og þá fengu þeir lika sleðana afhenda sem þeir áttu að keppa á. Farið var með sleðana uppí æfingabraut sem var rétt fyrir utan Malå og þeir prufaðir og stilltir. Á föstudeginum hittust keppendur og fengu þeir tvær 10 mínútna æfingar. Keppendurnir voru um 50 talsins og þurfti að skipta þeim uppí tvi hópa. Keyrðu þeir æfingarnar og tímatökur í þessum hópum. Brói og Stessi voru saman í hóp en Jonni einn í hinum hópnum. Hársbreidd frá úrslitum Á laugardeginum var svo keppnin sjálf og byrjaði hún klukkan 10:00. Þá byrjaði annar hópurinn að keyra og komust átta fyrstu keppendurnir áfram strax í úrslitin. Og svo var „síðasti sjéns“ þegar hinn hópurinn var búinn að keppa, en það þýðir að þeir sem komust ekki í úrslitin strax, fengu að keyra í 15 mín. í viðbót og þeir 4 sem áttu hraðasta hringinn fengu að fara áfram í úrslitin. Munaði alveg sáralitlu að þeir kæmust áfram eða um 0,3 sek- úndum. Samt sem áður voru þeir mjög ánægðir með árangurinn, það er ekki á hverjum degi sem manni er boðið að taka þátt í heimsmeistarmóti. Mótið endaði með því að Emil Öhman sem er 21 árs Svíi varð heimsmeistari 2008. Talið er að yfir 6000 manns hafi komið og fylgst með keppninni sem fór mjög vel fram, og var allur undirbúningur og skipulag til fyrirmyndar. Við getum vel tekið þessa nágrannaþjóð okkar til fyrirmyndar. Núna tekur við undirbúningur fyrir síðasta mót vetrarins sem verður haldið í Stafdal 12. april , vonandi í sól og blíðu, þar verða krýndir íslandsmeistarar í 5 flokkum. Dabba og Brói

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.