Austurglugginn - 22.04.2021, Side 8
8 Fimmtudagur 22. apríl AUSTUR · GLUGGINN
náttúruna og sjá eitthvað nýtt úr
einhverju sem maður hefur séð
milljón sinnum. Með myndavélinni
geturðu sýnt hlutina frá öðru
sjónarhorn. Við göngum upprétt en
stundum leggst maður alveg niður
í jörðina til að taka mynd og það
er gaman að sjá hlutina frá öðrum
vinkli en flestir.
Ljósmyndunin hefur gefið mér
margt. Ég fékk áhuga áhuga á að
ferðast innanlands og sjá hluti sem
fáir sjá, eins og uppi á hálendinu.
Ég áttaði mig þó fljótt á að mér ent
ist ekki ævin til að sjá allt sem mig
langar til að sjá. Þótt Ísland sé ekki
stórt er það algjör gullnáma fyrir
ljósmyndara. Fólk kemur erlendis frá
því það sem við höfum hér finnst ekki
nema í fáum löndum. Efniviðurinn
hér eystra í ljósmyndaferðamennsku
er geysilegur. Hér eru frábærir staðir
sem ekki fá mikla athygli. Mig langar
að mynda marga staði hér, til dæmis
í Fossárdal í Berufirði og svo eru
það fjöllin öll. Það kemur sá tími
að maður kemst ekki upp þau, þess
vegna fer maður eins mikið upp í
þau og maður getur. Ég á mikið af
myndum sem ég hef ekki unnið, ég
geri það í ellinni þegar ég kemst ekki
lengur upp á fjöllin.
Stundum er ég 6-7 tíma úti í einu.
Ég fer ekki út til að ná stórkostlegri
mynd, hugarfarið verður að vera að
það sé gaman að fara út. Að þetta gefi
frá þér en taki ekki frá. Ef þú verður
vonsvikinn eða pirraður yfir að ná
ekki mynd geturðu sleppt þessu. Þess
vegna er ég svona lengi. Þetta er bara
einvera, ég líki þessu stundum við
að fara á veiði. Stundum tek ég ekki
einu sinni mynd heldur vil bara sjá
staðinn og vera einn í náttúrunni.
Það hefur alltaf gefið mér mikið
að vera í henni. Sem barn var ég hér
upp um öll fjöll. Það er líka mikið
vatn í myndunum mínum. Ég held
það tengist því að vera alinn upp við
sjóinn, ég verð að sjá hann þar sem
ég bý, annars líður mér ekki vel þar.
Mér finnst fæstar myndirnar
mínar flottar og birti þær ekki
nema mér finnist eitthvað varið í
þær. Ég fór með bróður mínum á
Hornstrandir í fjóra daga og held
ég hafi ekkert sofið þann tíma. Ég
var út um allt, uppi í fjöllunum, úti á
Hornbjarginu að mynda. Svo þegar
ég skoðaði þær heima í tölvunni
fannst mér ekkert af þeim nothæft.“
Hví ekki að ferðast um á
hótelinu?
Sigurður hefur ferðast víðar til að
taka myndir en hérlendis. „Ég fór
2019 með bróður mínum og eldri
dótturinni til Japans. Við vorum
þrjú í húsbíl. Það opnaði augu mín
fyrir slíkum ferðalögum. Hví að
vera á hóteli allan tímann þegar
þú getur verið á hótelinu út um
allt? Við ætlum að fara þjóðveg
66 í Bandaríkjunum, á leiðinni eru
eyðibýli og yfirgefnir bæir. Mér
finnst slíkt geggjað myndefni, fyrir
mér er gullnáma að sjá bílhræ úti
á túni.“
Ég sé líka alltaf eitthvað nýtt
í náttúrunni hér í Stöðvarfirði, til
dæmis litla læki, þótt ekki verði
alltaf mynd úr því. Umhverfið hér
hefur nánast ekkert breyst hér síðan
ég flutti í burtu. Það er ákveðin
rómantík í því. Það eina sem hefur
breyst stórkostlega eru öll trén þar
sem áður voru berir melir. Trén
hafa gefið staðnum nýjan svip og
aukið möguleikann á að taka myndir
hér. Ég nota þau sem aukaleikara
í myndunum mínum. Ég kann
þeim áhugamönnum sem plöntuðu
trjánum mínar bestu þakkir.“
GG
Folaldafoss í Berufirði. Mynd: SiggiB
Teikning með ljósgjafa í myndir er eitt helsta viðfangsefni Sigurðar síðustu misseri. Þessi var
tekin í Japan. Mynd: SiggiB.
Gamall og ónýtur bíll úti á túni býr líka yfir fegurð. Mynd: SiggiB
Vegurinn til Stöðvarfjarðar um Landabrúnir. Mynd: SiggiB