Austurglugginn - 18.02.2021, Side 12
Það var þétt setinn bekkurinn í
matsalnum í Hallormsstaðaskóla
um síðustu helgi þegar Jónína
Zophoníasdóttir, frá Mýrum í
Skriðdal, hélt þar námskeið um
hvernig hægt er að búa til handsápu
úr hreindýrafitu.
Í auglýsingu fyrir námskeiðið kom
fram að „Jónína hefur verið að gera
vinsælar hreindýra handsápur með
íslenskum villijurtum sem búa yfir
græðandi krafti.“
„Þetta gekk alveg ljómandi vel og
aðsóknin var meiri en ég átti von á.
En hún Bryndís hafði líka undirbúið
þetta mjög vel,“ segir Jónína. „Og
allir þátttakendurnir fóru heim með
sína eigin sápu.“
Bryndís Fiona Ford sem
hér um ræðir er skólastjóri
Hallormsstaðaskóla og hún segir
að skólinn bjóði oft upp á svona
styttri námskeið. „Þau eru liður í
þjónustu okkar við nærsamfélagið,“
segir Bryndís.
Bara fita úr
hreindýrstörfum
Jónína segir að hún hafi byrjað að
búa til sína eigin sápu fyrir um
áratug síðan þegar hún kynntist því
í gegnum vinkonu sína.
„Ég nota eingöngu hreindýrafitu
í mína sápu og raunar eingöngu
fitu af törfum því það er engin
fita á kúnum,“ segir Jónína. „Þetta
er hráefni sem er lítið sem ekkert
notað.“
Hægt er að nota hvaða dýrafitu
sem er til sápugerðar og raunar olíur
líka. „Það er til dæmis hægt að búa
til sápu úr kókosolíu,“ segir Jónína.
Fram kemur í máli Jónínu að hún
blandar síðan villtum jurtum saman
við sápuna. Nefnir hún vallhumal og
rauðsmára sem dæmi.
Á námskeiðinu var farið yfir
hráefni, tæki og tól til sápugerðar.
Einnig var farið yfir helstu
öryggisþætti, undirbúning,
meðhöndlun hráefnis og uppskriftir.
Að auki var innifalið í
námskeiðsgjaldi allt hráefni til
verkefnavinnu og hefti með helstu
upplýsingum um sápugerð og
uppskriftum, ásamt afnotum af
tækjum og tólum til sápugerðar.
Jónína segir að í lokin hafi hver
þátttakandi tekið með sér heim fernu
fulla af sápu.
„En hún er of mjúk til að nota
hana strax,“ segir Jónína. „Hún
verður tilbúin til notkunar eftir fjórar
til sex vikur en best er að bíða allt
að þrjá mánuði með að nota hana.“
Fullbókað var á þetta námskeið
Jónínu og hún segir að hugsanlega
muni hún, í samvinnu við
Hallormsstaðaskóla, halda annað
námskeið í handsápugerð síðar í
vetur.
FRI
1041 0966
UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA
www.heradsprent.is
Jónína í eldhúsinu í Hallormsstaðaskóla.
Fullbókað var á námskeiðið hjá Jónínu.
Býr til græðandi handsápu úr hreindýrafitu
Sápugerð í skóginum
Eiður Ragnarsson
Lokaorð
svo eitthvað sé talið. Í stuttu máli
fjallar saga þessi um Arthur Dent
sem er síðasti maðurinn á jörðinni
og ferðalag hans um stjörnuþokur
alheimsins. Þar kynnist hann
hinum stórfurðulegu Vogons
sem eru sjálfskipaðir stjórnendur
alheimsins. Illkvittnir, skapvondir
og almennt illa innrættir eyða þeir
öllu sem stendur í þeirra vegi, m.a.
Jörðinni, því að þar þurfti að koma
fyrir millistjarnahraðbraut.
Hjá þessu furðulega kyni er
skrifræðið algjört og ekkert fæst
gert án réttra eyðublaða í fjölriti
með sem flestum stimplum.
Dauðadómi var hægt að hnekkja
ef einungis þú varst með rétta
eyðublaðið.
En hvers vegna kynni ég til
sögunar þessa framandi tegund,
skáldaða upp úr höfði Douglas
Adams fyrir tæpum 50 árum..?
Jú, stundum erum við á sömu
síðu stödd með okkar regluverk og
umsýslu af ýmsu tagi. Regluverk
sem er skapað af góðum hug
í göfugum tilgangi en snýst á
köflum upp í andhverfu sína og
gerir lítið annað en að valda þeim
sem með það þurfa að vinna og
þeim sem undir þessu sitja, ama,
leiðindum og ómældu erfiði.
Mannlegi þátturinn og liðlegheit
eru ekki leyfileg og ekkert má gera
án þess að rétta eyðublaðið sé út
fyllt á réttan hátt, af réttum aðilum
og vottað og stimplað af öðrum
réttum aðilum, helst í fjórriti á
bleikum löggildum skjalapappír.
Ef einum staf er rangt fyrir
komið eða tónninn á bleika litnum
er ekki réttur er erindinu hafnað
og ferlið byrjar upp á nýtt...
Nú er ég auðvitað að ýkja
töluvert, þetta er nú ekki svona
kolsvart, en stundum finnst
mér að það sé of mikil áhersla
á skrifræði en minni áhersla á
mannlega þáttinn og liðlegheit.
Og við skulum hafa í huga að ég
upplifi þetta svona, þrátt fyrir að ég
hafi gegnt hlutverki beggja megin
borðs, bæði verið sá sem skila
þarf bleika skjalapappírnum og
sá sem tekið hefur á móti og gert
athugasemdir við of fáa stimpla
eða litanúmerið á skjalinu. Því það
er nú ekki svo að tregða til úrlausna
sé bundið við fólkið sem vinnur
verkin heldur er það einfaldlega
svo að viðkomandi aðila er ekki
heimilt að sýna liðlegheit eða
stytta leiðir, hann er jú ábyrgur
samkvæmt þeim lögum og reglum
sem þarf að fylgja.
En þetta er hverjum venjulegum
manni verulega flókið að
framkvæma einföldustu aðgerðir
vegna mikils reglugerðafargans og
umstangs sem því fylgir.
Því þarf að fara markvisst í það
af löggjafanum að endurskoða
reglugerðir og lög samfélagsins
með það í huga að draga úr
flækjustigi og kostnaði, án þess
að það þurfi að fórna öryggi og
öðrum þáttum sem reglunum er
ætlað að vernda.
Góðar stundir.
Leitin að rétta
eyðublaðinu
Árin 1978-1980 voru á dagskrá
í útvarpi í Bretlandi þættir
sem nefndust The Hitchiker‘s
Guide to the Galaxy eða
Leiðarvísir puttaferðalangsins
um Vetrarbrautina. Seinna var
þessum þáttum gerð skil í bókum,
sjónvarpsþáttum og kvikmynd