Austurglugginn


Austurglugginn - 05.03.2009, Side 2

Austurglugginn - 05.03.2009, Side 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 5. mars Brekkugata 9, 730 Reyðarfjörður Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Steinunn Ásmundsdóttir frett@austurglugginn.is Auglýsingastjóri: Erla Sigrún Einarsdóttir Fréttasími: 477 1750 frett@austurglugginn.is • www.austurglugginn.is Auglýsingasími: 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is Íþróttasvið: Gunnar Gunnarsson, s. 848-1981 - zunderman@manutd.is Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 854 9482 - kompan@vortex.is Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot og prentun: Héraðsprent. Blúshátíðin Norðurljósablús verður haldin í fjórða sinn á Höfn í Hornafirði dagana 5. til 7. mars næstkomandi. Það er Hornfirska skemmtifélagið sem stendur að vanda fyrir hátíðinni. Aðgangur er ókeypis. Aðaltónleikarnir hvert kvöld hátíð- arinnar verða á Hótel Höfn. Eftir þá verður blúsað samtímis á þremur stöðum í bænum, Hótel Höfn, Kaffi Horninu og Veitingahúsinu Víkinni. Þannig geta gestir gengið milli staða og hlustað á margskonar blús. Sveitirnar sem koma fram á hátíðinni eru B-Sig frá Reykjavík, Guðgeir Björnsson ásamt hljómsveit frá Egilsstöðum, Pitchfork Rebellion frá Húsavík og Vax frá Egilsstöðum. Tvö hornfirsk bönd leika á hátíð- inni, Mæðusveitin Sigurbjörn og Hulda Rós og Rökkurbandið. Einnig kemur saman á ný gamalt húsband úr Sindrabæ frá 1968 og leikur á hátíðinni og kalla þeir sig Blúsvíkingana. Þá eru ótaldir feðg- arnir Guðmundur og Örn Elías sem betur eru þekktir sem Mugison og Papa Mug en þeir munu skemmta matargestum á Humarhöfninni. Að sjálfsögðu verður blúsdjamm á hátíðinni þar sem allir geta fengið að taka í hljóðfæri eða syngja og oft hefur myndast einstök djamm stemmning á Norðurljósablús. Samtökin Austfirskar krásir – matur úr héraði voru stofnuð fimmtudag- inn 26. febrúar, á fjölmennum stofn- fundi á Egilsstöðum. Tilgangur samtakanna er að efla austfirska matarmenningu og vera sam- starfsvettvangur þeirra aðila sem stunda rekstur með hráefni svæð- isins. Starfssvæði samtakanna nær frá Þvottárskriðum í suðri að Sandvíkurheiði í norðri. Samtökin eru opin öllum sem stunda eða hyggjast stunda rekstur sem byggir á austfirsku hráefni, hvort sem það er við matvælaframleiðslu eða veitingarekstur. Jafnframt geta gengið í samtökin einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og félög sem láta sig varða staðbundið hráefni, rekjanleika vöru, gæði mat- væla og markaðssetningu austfirsks hráefnis. Á stofnfundinum voru eftirtalin kosin í stjórn og varastjórn: Elísabet Kristjánsdóttir frá Fjalladýrð, Elísabet Þorsteinsdóttir frá Klausturkaffi, Eymundur Magnússon í Vallanesi, Hrafnhildur Geirsdóttir frá Hrefnuber, Klas Poulsen frá Hótel Öldunni, Guðveig Eyglóardóttir á Valþjófsstað og Þórólfur Sigjónsson frá Selsburstum. Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs hefur ráðið Þórarinn Egil Sveinsson í starf atvinnufulltrúa sveitarfélagsins. Alls bárust 41 umsókn um starfið. Þórarinn Egill er með masterspróf á sviði iðnaðar- og matvælaverkfræði. Undanfarin ár hefur hann rekið eigið fyrirtæki á sviði ráðgjafar og verkefnastjórnunar. Þórarinn hefur unnið ýmis ráðgjafarstörf fyrir Bændasamtök Íslands, hann var á árunum 2000 til 2003 forstöðumaður Matvælaseturs Háskólans á Akureyri og kennari við skólann. 1979 til 2000 var Þórarinn aðstoðarkaupfélags- stjóri hjá KEA og þar áður mjólk- ursamlagsstjóri á Akureyri. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið atvinnufulltrúa eru að vinna að þróun sérstakra atvinnuverkefna, meðal annars á sviði ferðamála, stýra kynningar- og markaðsmálum sveit- arfélagsins, vinna að framkvæmd atvinnumálastefnu og vera tengiliður þess við atvinnulífið og stoðstofn- anir. Sjónvarpsfréttir í áratug Hinn 1. mars voru tíu ár liðin frá því að Svæðisútvarp Austurlands hóf reglulega vinnslu sjónvarps- frétta. Þá var Jóhann Hauksson forstöðumaður svæðisútvarpsins og réðst hann í hið nýja verkefni ásamt Hjalta Stefánssyni kvik- myndatökumanni. Frá þessum tíma hafa um tvö þúsund og fimm hundruð sjónvarpsfréttir og inn- skot verið fullunnin hjá RAUST fyrir Sjónvarp. Hjalti hóf fyrst að kvikmynda fréttaefni á Austurlandi árið 1995 í verktöku og áður hafði Guðmundur Steingrímsson, þáver- andi tæknimaður svæðisútvarpsins sent eitthvað af efni í Sjónvarp úr fjórðungnum. Í dag er sjónvarps- fréttagerð snar þáttur í starfsemi svæðisútvarpsins á Austurlandi. Hjalti er þekktur fyrir naska kvik- myndatöku og ekki síst er hann lunkinn við að ná einstökum nátt- úrulífsmyndum. Hann mun eiga drjúgan hluta myndefnis í nýrri íslenskri kvikmynd sem frumsýnd verður í apríl og byggir á bókinni Draumalandinu. Sveitarstjóri hættir Björn Ingimarsson, sveitastjóri Langanesbyggðar, er hættur störfum. Hann hefur í hyggju að snúa til starfa á nýjum vettvangi og varð að samkomulagi með honum og hreppsnefnd Langanesbyggðar að hann léti af störfum fyrir sveitar- félagið frá og með 1. mars 2009. Björn gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi og var meirihluti sveitarstjórnarinnar ekki sáttur við það. Björn hefur verið sveitarstjóri frá nóvember 2001. Ekki er búið að ráða nýjan mann í starfið. Menningarstyrkir Menningar-, íþrótta- og ferða- málanefnd Fjarðabyggðar úthlut- aði nýverið styrkjum til menn- ingarmála í sveitarfélaginu. Alls bárust 36 umsóknir um rúmlega 15 milljónir króna. Eftir yfir- ferð umsókna og flokkun þeirra samþykkti nefndin úthlutun á tveimur og hálfri milljón króna. Hæstu styrkina fengu Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar í uppfærslu Jesus Christ Superstar, Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi, Tírólakvöld Oddsskarðs og Daníel Arason. Aðrir aðilar sem hljóta rekstrarstyrki frá nefnd- inni árið 2009 eru Sjóminjasafn Austurlands, Franskir Dagar, Brján, Minningarsjóður Jóns Lunda og Listasmiðja Norðfjarðar. Þessir aðilar fá samtals 2.088.000 kr. Nýr atvinnufulltrúi Fljótsdalshéraðs Blúsað á Höfn í boði Hornfirska skemmtifélagsins Andlitsmyndir af blindum Björn M. Sigurjónsson port- rettlistamaður opnar sýningu á níu andlitsmyndum af félögum í Ungblind á efri hæð Sláturhússins á Egilsstöðum 7. mars næstkomandi. Ungblind er félagsskapur blindra og sjónskertra ungmenna. Sýningin fjallar um hóp einstaklinga sem búa í sameiginlegum aðgreindum heimi. Verkefnið á að draga athygli hinna sjáandi að því hve háðir þeir eru spegilmynd sinni og ímynd. Einstaklingarnir í sýningunni sjá ekki spegilmynd sína og eru því óháðir henni. Sýningin stendur yfir til 15. mars, opið frá kl. 16-18. Fimmtungur framkvæmdafjár Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að taka tilboði um skulda- bréf að andvirði þrjú hundruð millj- ónum króna á 6,6% vöxtum. Er þetta gert til að mæta fjármögnun verkefna á vegum sveitarfélagsins næstu mánuði, en allt í allt mun þurfa um einn og hálfan milljarð króna til að ljúka áætluðum verk- efnum á árinu. Þar á meðal er viðbygging við Grunnskólann á Egilsstöðum. Reiknað er með að þrjú hundruð milljónirnar fleyti verkefnum fram til vors en sveitar- félagið mun samhliða leita fleiri fjármögnunarleiða. Leiðrétting vegna reiðhallar Í 7. tbl. Austurgluggans var frétt um að Fljótsdalshreppur hefði lagt 5 milljónir króna til byggingar reið- hallar við Iðavelli og eignaðist þar með hlut í höllinni. Hið rétta er að Fljótsdalshreppur hefur samþykkt að veita 5 milljóna kr. framlagi til Hestamannafélagsins Freyfaxa vegna byggingar reiðhallarinnar. Sveitarfélagið eignast ekki hlut í höllinni, heldur veitir hestamanna- félaginu framlag, sem væntanlega eykur þá hlut Freyfaxa í hlutafélagi sem Fljótsdalshérað og Freyfaxi hafa stofnað um bygginguna. Er beðist velvirðingar á ranghermi þessu. Samtökin Austfirskar krásir stofnuð

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.