Austurglugginn - 05.03.2009, Side 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 5. mars
Líklegt er að
byrjað verði
að bora Norð-
fjarðargöng á
næsta ári. Óvíst
er hvenær hafist
verður handa við
Axarveg. Gefi
borgarstjórinn
í Reykjavík grænt ljós gæti bygg-
ing 3.500 fermetra samgöngumið-
stöðvar á Reykjavíkurflugvelli hafist
á þessu ári. Þróunarfélag Austurlands
leiðir markaðsvinnu fyrir flugvellina á
Egilsstöðum og Akureyri og innan 18
mánaða verða 1.800 bæir um land allt
komnir með háhraðanetssamband.
Árið 2008 var mesta framkvæmdaár
Íslandssögunnar í samgöngumálum.
Kristján L. Möller, ráðherra sam-
göngu- og byggðamála, segir að erf-
iðleikaárið 2009 verði þrátt fyrir allt
næst mesta samgönguframkvæmdaár
sögunnar. Í dag séu í gangi fram-
kvæmdir fyrir um 15 milljarða
króna. Boðin verði út verkefni fyrir
um sex milljarða í ár og sum af
þeim verkum teygist yfir á næstu ár.
Framkvæmdaárið nú hljóði því upp
á 21 milljarð króna.
Norðfjarðargöng
Meðal þeirra útboða sem eru hafin
má nefna Vopnafjarðarheiðina. Hún
er boðin út í heilu lagi og tilboð verða
opnuð 24. mars. Kristján segir nokk-
urt vandamál að í því kreppuástandi
sem ríkir sjái ekki enn til lands með
fjárlög og áætlanir áranna 2010 til
2012. Það hefti getu manna til að sjá
hversu mikið af verkum megi setja
inn á þessi ár og hangi saman við
vinnu ríkisstjórnarinnar að samsetn-
ingu fjárlagaramma fyrir tímabilið og
aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
þar að. Þetta hafi til dæmis áhrif á
fyrirhuguð Norðfjarðargöng.
Öllum rannsóknum varðandi göngin
er nú lokið. Göngin verða á milli 7
og 8 km löng, en hver km kostar að
jafnaði um milljarð króna. Kristján
segir óhagkvæmt hafa verið að bjóða
út gangnagerð undanfarið, en hann
sé sannfærður um að kostnaður við
hana lækki hratt þegar líður á árið
vegna stýrivaxtalækkana, styrkingar
krónunnar og verðubólgulækkunar.
Þegar einhverjar grunntölur liggi fyrir
um fjárlög næstu ára verði hægt að
segja til um hvenær göngin geti farið
í forval og formlegt útboð á evrópska
efnahagssvæðinu. Norðfjarðargöng
verði þriggja ára verkefni og frá for-
vali að verkbyrjun líði um hálft ár.
Kristján vonast til að unnt verði að
byrja að bora árið 2010 og segist
bjartsýnn á framgang verkefnisins.
Norðfjarðargöng séu næstu göng
á landsvísu og Oddsskarðsgöng
barn síns tíma og sómi sér best sem
jarðgangasafn.
Umhverfismat stendur yfir vegna
Axarvegar. Kristján segir ekki
óeðlilegt að deilt sé um Öxi og
menn hafi sterkar skoðanir á því
hvar vegir eigi að liggja og hvernig.
Umhverfismatsferlinu var breytt á
þann veg að bætt var við umhverf-
ismati á vegaframkvæmdum í
Berufirði og í Skriðdal. Öxi fór inn
á samgönguáætlun við flýtifram-
kvæmdir ríkisstjórnarinnar frá 10. júlí
2007. Kostnaður liggur ekki fyrir því
að í umhverfismati og hönnunarferli
er ekki niðurnjörvað hvar nákvæm-
lega vegurinn á að liggja.
Ótaldar eru framkvæmdir í Skriðdal,
sem koma til útboðs í ár. Þar eru þrjár
nýjar brýr og um 12 km vegarkafli.
Framkvæmdir við Hólmaháls milli
Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og
vegagerð í Hamarsfirði halda áfram
og verið að ljúka framkvæmdum í
Arnórsstaðamúlanum á Jökuldal.
Borgarfjarðarvegur eystri er kom-
inn með leyfi og fer í framkvæmd
þegar vorar.
Samgöngumiðstöð
Fljótlega eftir bankahrun bað Kristján
Möller Flugstoðir um að endur-
skoða áætlun um byggingu sex þús-
und fermetra flugstöðvar norðan
Loftleiðahótelsins og átti hún að
kosta um þrjá til fjóra milljarða. Nú
liggja fyrir teikningar af 3.500 fer-
metra samgöngumiðstöð sem dugar
miðað við núverandi farþegafjölda.
Hún er að sögn Kristjáns komin í
viðráðanlegt verð eða rúman milljarð
króna. ,,Ég hef átt fund með borg-
arstjóra og lagt fram tvo kosti. Annars
vegar norðan við Loftleiðahótelið þar
sem ný samgöngumiðstöð átti að vera
og hins vegar er hugmynd um að
byggja þar sem Flugfélag Íslands er
með flugafgreiðsluna núna. Kosturinn
við það er að þá yrði byggt á okkar
landi. Ég hef beðið borgarstjóra um
að hraða þessari vinnu. Þetta hefur
tekið allt of langan tíma í borgarkerf-
inu og við fáum engin svör. Ef við
fáum grænt ljós frá borgarstjórn fljót-
lega byrjum við að byggja á þessu
ári. Ég lít á þetta sem atvinnuskap-
andi framkvæmd fyrir iðnaðarmenn
á höfuðborgarsvæðinu og óskaði eftir
að flugstöð yrði ekki hönnuð sem
innflutt stálgrinda- og einingahús
heldur byggð á staðnum með íslensku
vinnuafli,“ segir Kristján.
Fjarskiptabylting
Kristján segist ákaflega hreykinn af
samningum um háhraðanetstengingu
við Símann fyrir skömmu. Margt hafi
tafið en þegar upp er staðið sé það
af hinu góða því nú liggi fyrir betri
tæknilausnir og búnaður. ,,Þegar við
buðum þetta út og opnuðum tilboð 3.
september síðastliðinn var um að ræða
tæplega 1200 bæi. Kostnaðaráætlun
hljóðaði þá upp á 1,8 til 2,4 millj-
arða króna. Við fengum 379 milljóna
króna tilboð frá Símanum, sem er
frábært tilboð. Þar að auki hafa 600
bæir bæst við, vegna þess að aðilar
sem ætluðu að þjóna ákveðnum
svæðum á markaðslegum forsendum,
sem þýddi þá að við máttum ekki
fara inn á þau svæði, eru hættir við
einhverra hluta vegna. Bæirnir eru
því 1800 talsins og verkefnið í það
heila upp á um einn milljarð.“ Vinna
hefst á næstu vikum og verkið verður
unnið á 18 mánuðum eða skemur.
Hafist verður handa um framkvæmd-
irnar á Norðurlandi, Austurlandi
og Vestfjörðum. ,,Menn munu fá
háhraðanetstengingu og þjónustu
eins og best gerist annars staðar og
loks sitja þá allir Íslendingar við sama
borð hvað þetta snertir og það gleður
jafnaðarmannahjartað.“ Hvað gsm-
samband út um land snertir segir
Kristján eiga eftir að fínstilla saman
ýmsa senda þegar fer að vora og þá
náist vonandi að komast fyrir flesta
skugga.
Flugvellir
Samgönguráðuneytið er að koma
á fót nefnd sem verður undir for-
ræði Þróunarstofu Austurlands og
verður hún skipuð fulltrúum ráðu-
neytisins, Flugstoða, Samtaka sveitar-
félaga á Austurlandi og Eyþings á
Norðurlandi. Nefndin á að kanna
hvað unnt er að gera til að markaðs-
setja betur flugvellina á Egilsstöðum
og Akureyri, meðal annars með tilliti
til millilanda- og fraktflugs. Vonast
er eftir niðurstöðum á haustdögum.
Kristján segir þetta jafnvel muni
tengjast inn á vinnu að hugsanlegri
sameiningu Keflavíkurflugvallar og
Flugstoða og þá verði allir flugvellir
reknir á einni hendi og tekjur þeirra
og gjöld gegnum sama sjóð.
KENNIR BRÁTT
ÝMISSA GRASA
Vorfiðringurinn er farinn að láta á sér kræla. Ég átta mig ekki
á hversu stór hluti hans er eðlislæg þrá mín eftir að sjá bless-
aða farfuglana raða sér inn tegund eftir tegund og gróður
taka við sér. Einhver hluti er tvímælalaust þrá eftir pólitísku vori.
Von um að orrahríðinni sloti og trúverðugt fólk gangi fram fyrir
skjöldu sem boðberar einlægni, sannleika og gagnsæis í íslenskum
stjórnmálum.
Við erum öll kúguppgefin á þjóðmálunum. Á nálum og með böggum
hildar um afkomuna frá degi til dags. Austfirskri umræðu um til
dæmist málefni Heilbrigðissfnunar Austurlands og úlfúð sem hana
einkennir var ekki ofan á annað bætandi. Né heldur uppnámi vegna
hruns Kaupfélags Héraðsbúa og nú nýjum stíflum í samningagerð
um yfirtökur reksturs félagsins eftir félagsfund fyrir síðustu helgi, þar
sem samningsaðilar þverskölluðust við að opinbera félagsmönnum
yfirtökusamningana. Þar eru lyktir ekki ljósar þegar þetta er ritað.
Önugt er þetta og ekki nema von að menn ýfi sig.
Vorið er að verða mitt haldreipi í darraðardansi þessara daga. Í
gegnum pólitískan orðaflauminn greini ég bergmál af söng lóunnar
og vængjaþyt, ímynda mér ilm gróðursins og liti. Fegurð hins smáa
og nýkviknaða. Og víst mun kenna ýmissa grasa líka í pólitísku vori
og ef til vill verða einhverjir þættir haldreipisins traustir og þess virði
að grípa um og fylgja.
Við bíðum átekta um sinn og reynum að greina kjarnann frá hism-
inu.
Í lokin vil ég endilega deila með ykkur hugmynd sem einn besti
sonur Austurlands kom fram með þegar Davíð Oddsson yfirgaf
Seðlabankann í síðasta sinn. Hann stakk upp á því að líkt og Jóni
lærða forðum yrði Davíð boðin friðarhöfn á Austurlandi; næði til
að sinna hugðarefnum sínum fjarri pólitískum óróa, hér í véum sátta
og samlyndis. Hvað finnst ykkur?
Steinunn Ásmundsdóttir
Hallærisárið 2009 annað mesta samgönguframkvæmdaár Íslandssögunnar
Framkvæmt fyrir 21 milljarð á árinu