Austurglugginn - 05.03.2009, Side 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 5. mars
Markaðsstofa Austurlands (MA) er
tíu ára og verður afmælinu fagnað
7. mars næstkomandi með ýmsum
hætti. Þá verða kynnt nýtt merki og
kjörorð sem ferðaþjónusta svæðisins
mun kynna sig undir.
Skúli Björn Gunnarsson er stjórn-
arformaður MA. ,,Margt hefur áunn-
ist og þá fyrst og fremst aukin sam-
heldni og samvinna yfir mjög stórt
svæði á sviði ferðaþjónustunnar,“
segir Skúli Björn. Að hans mati hafa
stórframkvæmdir síðustu ára rennt
styrkari stoðum undir ákveðna þætti
eins og gistingu og rútufyrirtæki. Þær
hafi hins vegar einnig á vissan hátt
tafið fyrir eflingu á innviðum því að
ferðaþjónustuaðilar hafi haft lítinn
tíma aflögu fyrir þróunar- og félags-
starf. Nú sé fólk aftur á móti að koma
af krafti inn í slíka vinnu og MA
muni einbeita sér að því að efla innra
starfið næstu misseri.
Markaðsstofan hefur eins og fleiri
samvinnuapparöt á Austurlandi orðið
fyrirmynd að stofnun annarra mark-
aðsstofa í landinu. Þær eru nú sjö
talsins og hafa myndað samstarf sín
á milli og við Ferðamálastofu sem
er mjög mikilvægt fyrir ferðaþjón-
ustu á landsbyggðinni að mati Skúla
Björns.
Mikil endurnýjun hefur orðið í ferða-
þjónustu á Austurlandi hin síðari
ár og ungt fólk víða komið í heils-
ársrekstur. ,,Nú koma menn inn á
allt öðrum forsendum en fyrir 20
árum,“ segir Skúli Björn. ,,Þá horfðu
menn á þetta sem starf hluta ársins
og tekjurnar samkvæmt því. Fólkið
sem nú er að taka við hefur ákveðið
að helga sig þessari atvinnugrein og
þróar sín fyrirtæki með það í huga,
gjarnan með fjölbreyttri þjónustu.
Ferðamynstur erlendra ferðamanna
hefur einnig gjörbreyst. Áður voru
70-80% útlendinga í skipulögðum
rútuferðum en nú er nánast sama
hlutfall á eigin vegum. Það breytir
öllu og flækir markaðsmálin aðeins.
En til dæmis er auðveldara að vinna
með þá grunnhugsun að lengja dval-
artíma ferðamannsins á tilteknum
stöðum. Við megum síðan aldrei
gleyma því hér á Austurlandi að
okkar nærtækasti markaður er á suð-
vesturhorninu.“
Skúli Björn segir að viðhorf til ferða-
þjónustu hafi einnig breyst og stjórn-
völd geri sér orðið betur grein fyrir því
að þetta sé einn af grunnatvinnuveg-
unum. Einnig horfi ferðamálayfirvöld
meira á landið sem heild heldur en
áður. Hér heima fyrir þurfi menn þá
að sýna frumkvæði og vera tilbúnir
til að einhenda sér í verkefnin þegar
stuðningur við þau fæst.
Vatnajökulsþjóðgarður er hið
risastóra verkefni ferðaþjónust-
unnar sem aðeins er hægt að líta á
í áratuga tímabilum. Skúli Björn
segir menn eiga að flýta sér hægt
þar og vanda grunnvinnuna. Það
sem mest mæði á nú sé að auka fjöl-
breytni í afþreyingu á Austurlandi.
Menningarferðaþjónustan standi
þokkalega, en ,,aksjón“-afþreyingu
skorti og eitthvað annað fyrir fjöl-
skyldufólkið en sund og gönguferðir.
Gistirými sé ákveðinn flöskuháls yfir
háönnina, sem hafi lengst, en sókn-
arfæri séu í maí og september og
vetrinum.
Á það hefur verið bent af utan að
komandi að styrkleiki Austurlands
felist í nærumhverfi íbúanna. Þeir séu
fáir á stóru landsvæði, sem skapi eft-
irsóknarverða kyrrð og náttúruperlur
séu margar og fjölbreyttar. ,,Hér fara
tvö hundruð þúsund ferðamenn í
gegn árlega en flestir trúa ekki þeirri
tölu. Annað sem hefur gjörbreyst á
þessum tíu árum er að dreifing ferða-
manna yfir landshlutann er orðin allt
önnur og miklu betri og Firðirnir
komnir sterkir inn.“
Ný stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir
svæði MA hefur verið unnin und-
anfarna mánuði með rýnihópum í
hverju sveitarfélagi og vinnufundum
ferðaþjónustuaðila. ,,Tækifæri og
verkefni eru mýmörg og fólk er nú
reiðubúið að fylkja sér undir sam-
eiginlegum markaðshugmyndum.
Það er eitt af því sem dregið verður
fram í dagsljósið 7. mars; nýtt merki
og kjörorð sem menn geta fylkt sér
á bak við og notað til að kynna alla
ferðaþjónustu á svæðinu. Síðan hafa
meginstoðirnar verið greindar enn
einu sinni og horft til hvernig vinna
megi með ferðaþjónustu tengda til
dæmis menningu, mati úr héraði,
veiðum og gönguferðum, bæði sér-
staklega og sameiginlega.“
Skúli Björn hvetur alla sem láta sig
ferðaþjónustu varða til að mæta á
dagskrá Markaðsstofunnar 7. mars.
,,Áður en við hefjum afmælisveisluna
verður aðalfundur og síðan vinnu-
fundur þar sem við munum vinna af
krafti í aðgerðaáætlun út frá þeirri sýn
sem hefur mótast á fundum síðustu
mánuðina. Við slíka vinnu er mik-
ilvægt að hafa sem flesta ferðaþjón-
ustuaðila en einnig fólk sem kemur
að ferðaþjónustunni úr öðrum áttum.
Þannig verða aðgerðirnar betur skil-
greindar og raðað í forgang eftir mati
þeirra sem koma til með að hrinda
þeim í framkvæmd. En gleðin verður
ekki langt undan og auðvitað er
aðalatriðið, nú sem endranær er, að
menn vinni saman í samkeppni og
þá er nauðsynlegt að menn geti líka
skemmt sér saman.“
Mikil endurnýjun í ferðaþjónustu á Austurlandi hin síðari ár
Tíu ára starfi MA fagnað
Markaðsstofa
Austurlands 10 ára
www.east.is
10 ára afmælishátíð 7. mars
Hótel Héraði, Egilsstöðum
Kl. 15:00 - 18:00 AFMÆLISMÁLÞING
• Ávarp menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur
• Ávarp formanns MA Skúla Björns Gunnarssonar
• Stofnun MA rifjuð upp
Ásmundur Gíslason, fyrrum form. FAUST
• Ferðaþjónusta á Austurlandi áður fyrr
Sveinn Sigurbjarnarson
• Ferðaþjónusta á Austurlandi í dag
Berglind og Sævar á Mjóeyri
Kaffihlé
• Niðurstöður ferðamannakönnunar 2008
Rögnvaldur Guðmundsson
• Stefnumótun kynnt, afhjúpað nýtt merki og kjörorð
• Umræður og ávörp gesta
Málþingsstjóri:
Ásta Þorleifsdóttir framkvæmdastjóri MA
Kl. 18:00 Fordrykkur
Kl. 19:00 Hátíðarkvöldverður
með skemmtidagskrá
• Frumkvöðullinn og Kletturinn veitt
• Tónlist og skemmtiatriði
Veislustjóri: Magnús Már Þorvaldsson
3ja rétta kvöldverður kr. 3.900.
Ath. sérstakt tilboð á gistingu á Hótel Héraði
Vinsamlega staðfestið þátttöku
á heida@east.is fyrir 4. mars.
Aðalfundur
Markaðsstofu Austurlands verður
haldinn laugardaginn 7. mars kl. 10
á Hótel Héraði.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
3. Reikningar félagsins
4. Lagabreytingar
5. Kosningar
6. Lögð fram starfsáætlun ársins
7. Ákvörðun árgjalds
8. Önnur mál
- Stefnumótun kynnt, nýtt merki og kjörorð borið
undir fundinn
Vegna breytinga á starfssvæði MA síðustu
misseri leggur stjórn til svohljóðandi
breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins:
Félagið heitir Markaðsstofa Austurlands.
Starfssvæði þess nær frá Streitishvarfi í
Breiðdal og norður að Langanesi við
Bakkafjörð...
verði
Félagið heitir Markaðsstofa Austurlands.
Starfssvæði þess nær frá Þvottárskriðum og
norður á Sandvíkurheiði...
Kl. 12:00 Hádegisverður
Kl. 12:45 Vinnufundur
Aðgerðaáætlun nýrrar ferðamálastefnu
unnin á skemmtilegum vinnufundi í
Hlymsdölum (gegnt Hótel Héraði).
Þeir sem láta sig varða framtíð ferðaþjónustu
á Austurlandi eru hvattir til að mæta.
H
ér
að
sp
re
n
t
Kjördæmisþing KFNA
verður haldið sunnudaginn 15. mars í
Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.
Þingið hefst klukkan 12:00. Frambjóðendur á lista flokksins í
kjördæminu munu kynna sig og síðan verður kosið í 8 efstu sæti
listans.
Atkvæðisrétt á þinginu sem aðalmenn hafa allir flokksbundnir
framsóknarmenn sem voru skráðir félagar í framsóknarfélögum
í kjördæminu þann 15. febrúar sl.
Þeir sem ganga í framsóknarfélag í kjördæminu fyrir 8. mars
geta setið á þinginu sem varamenn fyrir aðalmann úr sama
félagi.
Kjördæmissamband Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.