Austurglugginn


Austurglugginn - 19.08.2021, Blaðsíða 2

Austurglugginn - 19.08.2021, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 19. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Reitur helgaður sögu Valþjófsstaðar í Fljótsdal og kirkjunnar þar var opnaður formlega með athöfn í á sunnudag. Það er Hjörleifur Guttormsson, fyrrum þingmaður, sem haft hefur frumkvæði að sögusvæðinu en hann sagði að honum hefði oft þótt saga staðarins verða útundan. Hann hóf athuganir að útlínum gamla kirkjugarðsins fyrir þremur árum og fékk síðan Fljótsdalshrepp og Kirkjugarðasjóð í lið með sér til að koma upp reitnum, þar sem finna má upplýsingaskilti á ensku og íslensku. Það var Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs, sem hannaði svæðið. Hann sagði reitinn geta orðið fordæmi að fleiri slíkum því margir aðrir kirkjustaðir hérlendis ættu sér merka sögu sem ekki væri sýnileg. Hann kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir hve rík saga Valþjófsstaðar væri fyrr en Hjörleifur hefði sýnt honum drög að textanum. GG Þ.S. Verktakar og Héraðsverk hafa að undanförnu skipst á að bjóða lægst í verk á vegum Vegagerðarinnar á Austurlandi. Alls hafa verið opnuð tilboð í fimm verk síðustu þremur vikum. Þ.S. Verktakar áttu eina tilboðið í enduruppbyggingu vegarins um Ásklif í Fellum sem opnað var fyrir viku. Fyrirtækið bauð 210 milljónir sem er nokkuð yfir kostnaðaráætlun sem var tæpar 170 milljónir. Til stendur að byggja veginn upp og malbika á um 3,7 km kafla. Þar með yrði allur vegurinn upp Fell klæddur. Verkinu átti að vera lokið 31. ágúst á næsta ári. Þ.S. Verktakar áttu einnig lægsta boðið í gerð sjóvarna á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Boð þeirra var upp á 14,6 milljónir en Héraðsverks upp á 19,6. Áætlunin var 12,25 milljónir. Til stóð að því verki væri lokið um miðjan desember. Héraðsverk átti á móti lægsta tilboðið í gerð nýs vegar frá Gilsá á Jökuldal inn fyrir Arnórsstaði, alls tæplega 4 km kafla. Héraðsverk bauð 198,5 milljónir í verkið eða 89,4% af kostnaðaráætlun sem var 222,1 milljón. Þ.S. bauð tæpar 237 milljónir. Sá vegur á að vera tilbúinn 20. september á næsta ári. Áður hafði Héraðsverk átt eina boðið í enduruppbyggingu 15 km kafla frá Eiðum að Laufási í Hjaltastaðaþinghá. Boðið var upp á 666,4 milljónir eða 93,4% af kostnaðaráætlun sem var 713,4 milljónir. Því verki á að vera lokið 30. september 2022. Ekkert tilboð barst hins vegar í nýja brú yfir Gilsá á Völlum sem átti að vera tilbúin 15. ágúst 2022. GG Ásókn í lóðir í Fjarðabyggð Áfram er mikil ásókn í lóðir í Fjarðabyggð. Á fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar í síðustu viku voru samþykktar tvær umsóknir um parhús við götuna Búðarmel á Reyðarfirði. Þá lágu einnig fyrir umsóknir um þrjár lóðir við Litlugerði á Reyðarfirði undir 6-8 íbúða raðhús og lóðir við Miðdal og Ystadal á Eskifirði undir níu íbúða raðhús. Þörf er á óverulegri breytingu á deiliskipulagi til að sameina lóðir sem þarf í grenndarkynningu. Var afgreiðslu þeirra umsókna því frestað. Þá samþykkti nefndin umsókn um leyfi til byggingu parhúss við Litlugerði og að bygging einbýlishúss við Blómsturvelli í Neskaupstað færi í grenndarkynningu. Styrkja Cittaslow-bæ eftir hamfarir Sveitarfélagið Múlaþings hefur ákveðið að veita 1.000 evrur, um 150.000 krónur, í styrk til belgíska bæjarins Chaudfontaine. Bærinn, sem er í nágrenni Liege, er meðal þeirra sem urðu illa úti í flóðum þar um miðjan júlí og létust nokkrir bæjarbúar í hamförunum auk þess sem sögufræ súkkulaðiverksmiðja skemmdist illa. Chaudfontaine tilheyrir Cittaslow-samtökunum, líkt og Djúpivogur, en aðalskrifstofa samtakanna sendi út ákall til annarra aðildarsveitarfélaga um aðstoð. Vilja aðkomu að skipulagi Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings bendir á að sveitarfélög á Austurlandi geti átt ríkra hagsmuna að gæta við gerð svæðisskipulags Suðurhálendis, sem nú stendur yfir. Því sé þörf á að góðu samráði. Í bókun ráðsins er sérstaklega bent á að áform um uppbyggingu flutningskerfis raforku og vega á hálendinu skipti Austfirðinga miklu máli. Umhverfisstofnun hefur samþykkt ósk Laxa fiskeldis að fresta því að ná fóðurprammanum Muninn upp af hafsbotni í Reyðarfirði fram á haustið 2022. Fóðurpramminn sökk í óveðri í byrjun janúar á þessu ári við eldissvæðið Gripalda út með firðinum sunnanverðum. Í erindi sem Laxar sendu stofnuninni nýverið segir að mikil áhætta sé af því að lyfta prammanum nú þar sem hætta sé á að hann geti lent á ankerislínu eldisstöðvar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, fari eitthvað úrskeiðis þegar honum verði lyft. Þá þurfi að dæla fóðri úr prammanum til að létta hann, sem Laxar telja ekki ásættanlegt meðan eldisfiskur er í kvíunum. Af þessum sökum telur fyrirtækið ekki æskilegt að lyfta prammanum af hafsbotni fyrr en búið verði að slátra þeim fiskum sem verið er að ala á svæðinu haustið 2022. Á þetta fellst Umhverfisstofnun en setti það skilyrði að eldi hefjist ekki aftur fyrr en pramminn hefur verið fjarlægður. Búið er að dæla allri olíu úr prammanum en hafnarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagt á það áherslu að vel sé fylgst með ástandi hans af umhverfis- og öryggissjónarmiðum. BÞB MOLAR ÞS og Héraðsverk skiptast á lægstu boðum Sögureitur vígður á Valþjófsstað Muninn á hafsbotni ár í viðbót Frá aðgerðum við prammann í janúar. Mynd: GG Frá opnun sögureitarins. Mynd: GG

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.