Austurglugginn


Austurglugginn - 04.11.2021, Síða 4

Austurglugginn - 04.11.2021, Síða 4
4 Fimmtudagur 4. nóvember AUSTUR · GLUGGINN Austurglugginn - Fréttablað Austurlands // Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir // S: 477-1750 • Ritstjórn: Gunnar Gunnarsson ritstjóri og áb.m: gunnar@austurfrett.is • Albert Örn Eyþórsson, blaðamaður : frett@austurglugginn.is • Auglýsingar: Anna Dóra Helgadóttir: auglysing@austurglugginn.is • Áskriftir: Anna Dóra Helgadóttir: askrift@austurglugginn.is • Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent Leiðari Eftirköstin að mæta á svæðið? Ástæða virðist til að hafa áhyggjur af því að dýrtíð og eða vöruskortur sé í vændum. Eftirköst Covid- faraldursins á efnahagslíf virðast loks að koma í ljós. Undanfarið hafa birst greinar um að viðbúið sé að erfitt geti verið að fá ákveðnar vörur fyrir jólin eða það geti orðið mjög dýrt. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar eru flutningakerfi heimsins í lamasessi eftir Covid-faraldurinn. Úti fyrir stærstu höfn Kína hefur fjöldi skipa lónað og beðið eftir að fá afgreiðslu. Í Evrópu skortir bílstjóra. Afleiðingarnar eru að þeir sem borga mest geta komið vörum sínum áleiðis, en það leiðir aftur út í verðið. Hin ástæðan er að dregið var úr framleiðslu, meðal annars þar sem starfsmenn komust ekki lengur til vinnu eða ekki þótti óhætt að safna fólki saman. Til skamms tíma sluppu hlutirnir fyrir horn á meðan til voru birgðir. Verðið hækkar þegar þær minnka. Kannski eru jólavörurnar minnsta vandamálið. Frekar kann að vera ástæða til að hafa áhyggjur af matarverði. Erfitt er orðið að fá áburð, vandamál sem íslenskir bændur reyna nú að finna lausn á. Ef ekki fæst áburður minnkar uppskeran auk þess sem meira land þarf undir. Framleiðslan verður dýrari. Þessum kostnaði þarf einhvern vegin að ná til baka, væntanlega í verðinu. Erlendis hefur frá upphafi faraldursins reynst erfitt að fá verkafólk í landbúnað. Verð á hrávörum hækkar, til dæmis á járni. Það er kannski ekki alslæmt, skógarbændur gleðjast yfir að íslenskur viður er nú orðinn ódýrari en sá innflutti. Óskandi er að dýrtíðin verði skammvinn. Að verð á flutningi lækki þegar aftur kemst regla á hann eða vöruverð fari niður þegar framleiðslan verður aftur í námunda við það sem hún var áður. Hætt er þó við að það taki tíma. Líklegt er að fjöldi fyrirtækja hafi orðið gjaldþrota í faraldrinum. Tíma tekur að standsetja ný í þeirra stað. Hérlendis gæti öflug loðnuvertíð, sem yrði til þess að gengi krónunnar hækki, orðið til þess að innflutningur verði hagstæðari á ný. Ekki er þó neitt fast í hendi og rétt að muna að verðlækkanir skila sér sjaldnast til neytenda. Rifja má upp söguna af skattinum sem settur var á í Vestur-Þýskalandi við sameiningu þýsku ríkjanna til að styrkja austrið og hið nýja ríki. Sá skattur er enn til staðar, rúmum 30 árum eftir sameininguna. Eins og með pestina sjálfa tókst að mörgu leyti að standa í gegnum fyrstu bylgjuna, en eftirköstin geta komið fram svo löngu síðar. GG Þann 23. október frumsýndi Leikfélag F ljótsdalshéraðs gamanleikinn Tom, Dick og Harry eftir feðgana Ray og Michael Cooney í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar. Ray Cooney er vel þekktur fyrir sína farsa og hafa margir þeirra verið þýddir og settir upp á Íslandi, eins og t.d. Nei, ráðherra!, Tveir tvöfaldir og Með vífið í lúkunum. Þeir feðgar kunna svo sannarlega listina að setja saman farsa. Verkið fjallar um hjónin Tom og Lindu sem eiga von á heimsókn frá ættleiðingarskrifstofu. Þau ætla að ættleiða, en til þess að það sé hægt þarf allt að vera í toppstandi á heimilinu. En Tom á tvo bræður, þá Dick og Harry, og þó að þeir séu allir að vilja gerðir þá eru þeir mjög fljótir að setja heimilishaldið á annan endann. Dick með því að koma með smyglvarning og flóttamenn inn á heimilið og Harry með því að koma með líkamsleifar í poka. Tom reynir eftir sinni bestu getu að leysa vandann jafnóðum, en vandinn stigmagnast og það verður síerfiðara að hafa stjórn á hlutunum. Reynir á leikarana Tom er leikinn af Víði Má Péturssyni og ég minnist þess ekki að hafa séð hann á sviði áður. Það er nánast eins og Víðir af sprottið fram fullmótaður leikari. Leikur hans er mikið þrekvirki en það er í raun hans verk að halda sýningunni gangandi. Víðir fer létt með það þó að hamagangurinn sé á köflum svo mikill að maður hreinlega svitni með Tom. Bræður Toms, þeir Dick og Harry eru leiknir af Agli Erni Sveinbjörnssyni og Trausta Dagbjartssyni. Dick er skemmtilega mislukkaður karakter og kannski sú persóna sem fær bestu brandarana í verkinu. Egill stóð sig firna vel og uppskar mörg hlátrasköllinn. Það sama má segja um Trausta, en það var mjög auðvelt að trúa að Dick og Harry væru bræður og mjög auðvelt að vorkenna Tom að eiga slíka bræður. Linda er leikin af Jarþrúði Hólmdísi Júlíusdóttur. Jarþrúður skilar sínu hlutverki á líflegan hátt á sama tíma og persónan veit ekkert hvað er að gerast í kringum hana. Jón Vigfússon og Hrefna Hlín Sigurðardóttir eru hreint út sagt yndisleg sem flóttamenn frá Kósóvó. Jón er mjög sannfærandi og skemmtilegur sem pissfullur, aldraður Balkanskagatrompetleikari. Hrefna Hlín hefur mjög skemmtilega útgeislun á sviði og heillaði bæði þegar hún var vinaleg og þegar hún var verulega ósátt. Jóhanna Helga Jóhannsdóttir lék Shakespeare-áhugamanninn, frú Potter frá ættleiðingarskrifstofunni og gerði það sköruglega. Hafsteinn Máni Hallgrímsson leikur Downs lögreglumann, sem snuðrar óheppilega mikið í kringum heimilið. Hafsteinn á góða spretti, og má þá sérstaklega minnast á skemmtileg endurtekin atriði með gúmmíhönskum. Garðar Valur Hallfreðsson leikur síðan mafíósann, Boris. Lítið hlutverk en Garðar Valur gerir því góð skil. Kátína í salnum Ármann Guðmundsson hefur reglulega leikstýrt áhugaleikfélögum, en er í fyrsta skipti að leikstýra Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Honum hefur tekist listavel til og margar lausnir hans snilldarlegar. Undirritaður mætti á sýningu laugardagskvöldið 30. október og það var virkilega gaman að mæta í troðfullan sal á Iðavöllum. Hlátrasköllin ómuðu allt kvöldið og það var augljóst kátínan í salnum smitaði upp á svið og til baka. Árni Friðriksson Tom, Dick og Harry Leikrýni Egill Örn, Víðir Már, Trausti og Jarþrúður í aðalhlutverkunum. Mynd: LF

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.