Austurglugginn


Austurglugginn - 04.11.2021, Blaðsíða 8

Austurglugginn - 04.11.2021, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 4. nóvember AUSTUR · GLUGGINN „Ég bara vaknaði upp einn fallegan morgun og hugsaði með mér hvers vegna ekki. Það elska allir kleinur og hvað er íslenskara en kleinur og kleinubakstur,“ segir Ingunn Þráinsdóttir, sem hefur gefið út bók með þeim lágstemmda titli: Bestu kleinur í heimi. Þar má finna 57 mismunandi uppskriftir að kleinum auk ýmiss annars fróðleiks um þetta sívinsæla fyrirbæri. Þrátt fyrir bókarheitið er hér ekki um það að ræða að Ingunn líti stórt á sig í kleinugerð. Þvert á móti því þótt hún baki kleinur annars lagið þá eru engar uppskriftir eftir hana sjálfa í bókinni. Þetta er samansafn mismunandi uppskrifta annarra frá öllum landshlutum og bæði ungum sem öldnum. „Það elska jú allir kleinur og öllum á Íslandi finnast kleinurnar hennar ömmu sinnar eða mömmu sinnar bestar í heimi. Þaðan kom bæði hugmyndin að bókinni og nafninu líka,“ útskýrir Ingunn. „Mér hefur alla tíð fundist merkilegt að næstum hver einasta fjölskylda á sína eigin sérstöku kleinuuppskrift. Kleinugerð er þó ekki föst í fortíðinni eins og einhver gæti haldið. Þvert á móti þá eru allnokkrir ungir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum að gera kleinum ágæt skil og sumir þeirra eru með í bókinni.“ Útgáfan hrein tilviljun Þrátt fyrir áhuga Ingunnar var útgáfa bókarinnar tóm tilviljun. „Það er löng og skemmtileg saga en í stuttu máli þá fékk vinur minn Albert Eiríksson, Albert Eldar, veður af því að mig langaði að gera bók um kleinur. Hann minnist á þetta við einhverja vini sína í fjölmiðlum og það skiptir engum togum að innan skamms hringja þeir frá Mannlega þættinum á Rás 1 og taka við mig viðtal. Það viðtal heyrir Ívar Gissurarson hjá bókaútgáfunni Nýhöfn, hefur samband í kjölfarið og vill gefa bókina út.“ Kleinugerð merkilegt fyrirbæri „Mér finnst það mjög merkilegt að þó kleinugerð sé í grunninn einfaldur bakstur að þá eru svo ótalmargar mismunandi leiðir til að baka þær og margir mjög fastir á að þessi tiltekna leiðin sé málið. Sumir bæta í baksturinn einhverju óvenjulegu eins og karamellubúðingi, enn aðrir dreifa til dæmis yfir þær kanil. Svo sýnist sitt hverjum um hvað skal nota mikið af hveiti, smjöri, hvað skal hnoða deigið lengi eða hve steikingartíminn á að vera langur. Sumir steikja aðeins úr tólg en aðrir vilja ekki sjá það. Þetta finnst mér allt mjög heillandi heimur.“ Á vit draumanna En það er fleira spennandi að gerast hjá Ingunni en útgáfa bókarinnar. Í byrjun næsta árs er fjölskyldan að rífa sig upp með rótum og halda erlendis í tóma ævintýramennsku eins og Ingunn kallar það sjálf. Þau hjónin ætla að henda öllu sínu hafurstaski hérlendis inn í geymslu og taka flugið til Spánar þar sem þau ætla að leita sér að íbúð með lengri búsetu í huga. „Ég er nýorðin fimmtug og langar að lifa aðeins lífinu utan við þetta hefðbundna hér á landi þar sem kappið er mikið og erill daginn út og inn. Draumurinn lengi verið að eiga lítið kot í Andalúsíu og nú ætlum við að láta reyna á hvort það er ekki hægt að láta þann draum rætast. Við förum utan með ekkert meðferðis, leigjum okkur bíl og keyrum svo um þangað til við finnum einhvern spennandi bæ eða þorp sem heillar okkur bæði. Okkur langar að finna kot eða hús sem mögulega væri hægt að breyta í lítið gistihús svona í og með en það verður að koma í ljós hvort það gengur upp.“ AE „Fátt íslenskara en kleinur“ Kleinugerð í allri sinni mynd í veglegri nýrri bók Ingunnar Þráinsdóttur Hver fær ekki vatn í munninn þegar rjúkandi nýjar og girnilegar kleinur eru á boðstólnum? Mynd: SPH Ingunn er grafískur hönnuður og því skal ekki koma á óvart að bókin er listavel upp sett og mikill fjöldi mynda. Kleinubakstur í undirbúningi. Mynd: SPH Íslenskar kleinuuppskriftir og skemmtilegur fróðleikur um kleinur KLEINUR Í HEIMI BESTU INGUNN ÞRÁINSDÓTTIR Uppskrift A eftir Huldu Ragnarsdóttur: 1 kg hveiti 350 gr sykur 100 gr brætt smjörlíki 8 tsk lyftiduft ½ tsk matarsódi ½ AB mjólk 3 egg 1 glas kardimommudropar 1 glas vanilludropar Steikja í ISIO4 olíu Uppskrift B eftir Ástu Þórleif Jónsdóttur: 1 kg hveiti 200 gr sykur 100 gr smjörlíki 2 egg 6 tsk lyftiduft 1 ½ tsk hjartarsalt Kardimommudropar blandaðir sítrónudropum 250 ml mjólk 250 ml súrmjólk Hnoðað

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.