Austurglugginn


Austurglugginn - 04.11.2021, Síða 12

Austurglugginn - 04.11.2021, Síða 12
á við gjörólík verkefni þeim sem þar var fengist við. Hversu mikil og langvarandi þessi mótun er vænti ég að sé persónubundið og líklega tekur maður sjálfur minnst eftir einkennunum. Ég er uppalinn í sveit og var með sterk tengsl við átthaga mína fram á allra síðustu ár þó svo ég hafi búið í þéttbýli nær öll mín fullorðinsár, þar sem helstu viðkomustaðirnir hafa verið Egilsstaðir, Reykjavík og Varsjá. En um hvaða einkenni upprunans er ég að tala? Eins og ég nefndi tek ég líklega minnst eftir þeim sjálfur, en þó eru nokkur sem ég hef tekið eftir eða verið bent á. Í sveitalífi æsku- og uppvaxtarára minna var t.d. ekki komið við í matvöruverslun á hverjum degi, kannski bara einu sinni í viku. Þá var líka reynt að sinna margvíslegum erindum í hverri ferð, þ.e. nýta ferðina sem best. Þetta var mjög skiljanlegt þegar allan útréttingar kölluðu á bílferðir og veður, færð og annir heima fyrir gátu hamlað ferðum af bæ. Bílaeign er óhjákvæmileg fyrir flesta sem búa í dreifbýli en þar sem ég er nú (í Reykjavík) hef ég svo litla þörf fyrir bíl dagsdaglega að ég sá enga ástæðu til að endurnýja útkeyrða jepplinginn minn þegar hann gafst upp á mér og tilverunni í miðju sumarfríi árið 2020. Það er í fyrsta sinn síðan ég fékk bílprófið 17 ára gamall. Raunar hafði ég litla þörf fyrir bílinn síðustu ár (bjó þá mestmegnis í Varsjá) en hélt samt áfram að eiga hann. Þó ég búi nú með fleiri en eina og fleiri en tvær matvöruverslanir í viðráðanlegri göngufjarlægð er enn mjög ríkt í mér að versla einu sinni í viku og helst hengja einhverjar frekari útréttingar ár sömu ferð. Þessi hugsunarháttur hefur fylgt mér alla tíð. Þarna er vaninn við stjórn – þörfin fyrir að nýta ferðina. Þetta er samt sem áður ekki rökrétt í því umhverfi sem ég bý í núna – þar sem ég labba framhjá stórri matvöruverslun hvern virkan daga á leið til og frá vinnu. Þessi vani hefur svo að auki tilfinnanleg líkamleg áhrif þar sem ég rogast með vörurnar út úr búðinni (mun meira en ég ætlaði að kaupa, að sjálfsögðu!), bakpokinn fullur og innkaupapokar í hvorri hönd. Rauður í framan og blásandi heiti ég mér því á heimleiðinni að láta af þessum vana áður en handleggir og axlir slitni af einn daginn. En þau fyrirheit gleymast um leið og vörurnar eru komnar á sinn stað. Í staðinn situr eftir ánægjan yfir því hvað ég hafi nú nýtt þessa „bæjarferð“ vel. Sveitin er enn í sálinni. Góður gangur hjá „skrýtnustu sjoppu landsins“ Rekstur einu verslunarinnar á Stöðvarfirði var í járnum árum saman „Þetta stóð tæpt lengi vel en eftir þetta sumarið hafa ferðamenn, bæði innlendir og erlendir, bjargað okkur duglega,“ segir Rósmarý Dröfn Sólmundardóttir, einn rekstraraðila einu verslunarinnar á Stöðvarfirði. Rósmarý andar léttar þessi dægrin eftir að hafa fjárfest, ásamt Ástu Snædísi Guðmundsdóttur, í og staðið vaktina í versluninni Brekkunni síðan árið 2005. Rekstur verslunarinnar var lengi erfiður þegar jafnt og þétt fækkaði í bæjarfélaginu eftir að stórútgerð þar lagðist alfarið af sama ár og þær stöllur tóku við. Það hefði verið töluverður spotti fyrir Stöðfirðinga að fara eftir nauðsynjum ef Brekkan hefði hætt starfsemi en heimafólk hefur þó verið eins duglegt og hægt er að versla en fámennið hefur auðvitað tekið toll. Ferðamenn til bjargar „Það sem bjargaði okkur var tvennt. Annars vegar þessi stríði straumur ferðafólks þetta árið og kannski ekki síður að við erum aðeins meira en bara verslun eða kaffihús,“ segir Rósmarý aðspurð. Þar meinar hún að ekki aðeins er hægt að fá þar kaffi og kleinu í rólegheitum eða versla mjólkina, brauðið, skinku með og aðrar helstu nauðsynjar í versluninni heldur er einnig boðið upp á heitan heimilismat, á efri hæð verslunarinnar má finna kynstrin öll af ýmsum varningi til sölu og síðast en ekki síst geta síþyrstir fengið sér bjór eða vín þegar líða fer að kvöldi. „Ef frá eru taldir þessir örfáu eldrauðu dagar á árinu, jól og páskar og svoleiðis, þá erum við með meira og minna opið allan ársins hring,“ segir Rósmarý. „Það nánast hægt að ganga út frá því sem vísu að hér er opið ef fólk þarf á einhverju að halda á eðlilegum tíma sólarhringsins.“ „Auðvitað getum við ekki keppt við þessar stóru verslanir og auðvitað fara margir héðan í Krónuna eða Bónus þegar gera á stórinnkaup. Það er bæði skiljanlegt og eðlilegt. Við reynum að stilla verði í hóf hér en við keppum aldrei við stórverslanirnar. Við njótum engra magnafslátta og við þurfum að fara langt eftir vörunum tvisvar til þvisvar í hverjum mánuði. Það allt kostar sitt. Skrýtnasta sjoppa landsins? „Ég segi oft að þetta sé skrýtnasta sjoppa landsins,“ segir Rósmarý og brosir. „Annars vegar eru bara Íslendingar að vinna hér og hins vegar seljum við ekki tóbak. Mín reynsla er að slíkt er ekki bara sjaldgæft heldur nánast óhugsandi annars staðar.“ Lukkunnar pamfíll Til gamans má geta þess að annar stærsti vinningurinn í Lottóinu um síðustu helgi, tæpar 200 þúsund krónur, fór líklega á Stöðvarfjörð en miðinn umræddi var einmitt keyptur í Brekkunni. AE 1041 0966 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA www.heradsprent.is Hrafnkell Lárusson Lokaorð Sveitin í sálinni Uppruninn heldur áfram að móta líf manns og hugsunarhátt þó svo að maður flytjist á brott frá æskustöðvunum og fari að takast Mynd: Rósmarý við afgreiðsluborðið. Reksturinn tekið kipp til hins betra eftir mörg mögur ár. Mynd: AE.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.