Austurglugginn


Austurglugginn - 25.11.2021, Side 6

Austurglugginn - 25.11.2021, Side 6
6 Fimmtudagur 25. nóvember AUSTUR · GLUGGINN Sautján erlendir kennarar frá fimm löndum heimsóttu Verkmenntaskóla Austurlands (VA) í haust en skólinn hefur tekið þátt í alþjóðlegu verkefni síðustu þrjú ár. Covid-faraldurinn setti töluverðt strik í reikninginn í skiptiheimsóknunum. VA hefur tekið þátt í samstarfs- verkefninu Will2MotivatE(U) með skólum í Ungverjalandi, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Noregi en verkefnið er styrk af Erasmus+, styrkjakerfi Evrópusambandsins. Will2MotivatE(U) felst í því að efla áhugahvöt nemenda og starfsmanna. Verkefnið miðaði að því að kynnast leiðum sem hægt væri að nota til að efla áhuga nemenda á eigin námi. Um leið taka þeir frekari ábyrgð á námi sínu. Hóparnir hittust í fimm daga í senn í hverju landi og unnu að þematengdum viðfangsefnum. Nemendur voru með í sumum ferðanna en aðeins starfsfólk í öðrum. Verkefnið hófst árið 2018 í Ungverjalandi og síðan rak hver ferðin aðra. Áætlað var að hóparnir kæmu í Neskaupstað í apríl 2020 áður og verkefninu lyki í Króatíu í júní sama ár. Rétt áður skall COVID-19 faraldurinn á, sem setti stórt strik í reikninginn. Af þeim sökum var sýndur skilningur af hálfu styrkveitanda á lokum verkefnisins. Hann var þó ekki endalaus, gefinn var frestur til loka ágúst 2021. Síbreytilegar landamærareglur Þegar útlitið var farið að skána í sumar hittust fulltrúar skólanna á netfundi til að ákveða næstu skref. Ákveðið var að fara til Króatíu í júlílok og klára verkefnið síðan á Íslandi um miðjan ágúst. Í báðum þessum ferðum var aðeins um starfsfólk að ræða og var það í samræmi við skipulagningu verkefnisins. Fulltrúar flesta skólanna hittust í Króatíu í lok júlí. Íslendingarnir og Norðmennirnir áttu ekki heimangengt en hinir unnu fjölbreytt verkefni, fóru í hópeflisleiki og nutu króatískrar náttúru og menningar. Þegar nær fór að draga Íslandsför breyttust reglur á landamærunum afar reglulega en allir ferðalangarnir reyndust með tilskilin vottorð til þess að losna við sóttkví eftir komu. Hluti kom fljúgandi í Egilsstaði en aðrir keyrðu norðurleiðina. Góðir dagar eystra Þegar hóparnir voru loks komnir í Neskaupstað hófst dagskráin. Fyrsta daginn fengu þátttakendur kynningu á skólanum, sem varð að ítarlegum samanburði á íslensku skólakerfi og skólakerfi hinna landanna. Einnig voru kynningar á heilsueflandi framhaldsskóla, forvarnastarfi skólans, náms- og starfsráðgjöf og vinnustofuskipulaginu sem tekið var upp í upphafi vorannar 2021. Á öðrum degi var haldið í áhuga- hvetjandi siglingu til Mjóafjarðar. Ferðin var bæði hugsuð til þess að þjappa hópnum saman og ekki síst til að kynna þátttakendur fyrir því hvernig áhugahvöt getur virkað sem drifkraftur til dæmis varðandi búsetu á afskekktum svæðum. Segja má að áhugahvötin sé sterk hjá Mjófirðingum sem kjósa sér fjörðinn til búsetu, þótt hann sé á margan hátt lokaður af, fyrir utan seigluna sem fólkið býr yfir. Á þriðja deginum fóru þátt- takendur í tvær vinnustofur, aðra í Fab Lab Austurland og hina varðandi kulnun. Í Fab Lab unnu þátttakendur grip sem þeir tóku með sér heim og í kulnunarvinnustofunni lærðu þátttakendur ýmsar aðferðir til að fyrirbyggja kulnun. Í fjórða degi var verkefnið tekið saman og rætt um framhaldið en annað verkefni með sömu skólum hefur verið samþykkt undir nafninu DEPEND. Þar verður þemað ýmis konar fíknir og ætla skólarnir að læra hvor af öðrum hvernig best er að vinna með þær. Línurnar voru því lagðar fyrir það verkefni á þessum fundi. Í lok dags naut hluti hópsins sólarinnar í Vök á Egilsstöðum en hluti keyrði suður á bóginn. Síðasta daginn höfðu þátttakendur frjálsan tíma sem nýttur var á ýmsan hátt í sólinni á Austurlandi. Sumir fóru í Stuðlagil og aðrir sleiktu sólina á pallinum við Beituskúrinn í Neskaupstað. Öll kvöldin var sameiginlegur kvöldverður þar sem skeggrætt var um ýmsa hluti er snerta menntun og skólamál í þessum löndum. Eftir þetta fóru þátttakendur heim á leið, einn hópur af öðrum og frábærri viku lauk á örskotsstundu. Verkefni sem víkkar sjóndeildarhringinn Það sem verkefni eins og þetta gefur skólanum er gríðarlega margt. Við höfum séð í gegnum verkefnið hvernig þetta víkkar sjóndeildarhringinn hjá bæði nemendum og starfsfólki. Við lærum ýmsar aðferðir sem við getum tekið beint með okkur í kennslu og svo lærum við ekki síst gríðarlega mikið um mismunandi menningu og aukum þannig eigið menningarlæsi. Þetta er eitt af stóru markmiðunum í Evrópustefnu skólans. Eftir þessa daga hér í Neskaupstað leið okkur eins og einni stórri fjölskyldu, þótt við hefðum ekki hitt hina hópana síðan í október 2019. Þá var eins og við hefðum hist síðast bara daginn á undan. Það segir manni ekki síst hvað svona starf gefur mikið af sér. Við hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs og nú fara fleiri tækifæri að glæðast en það eru geysilega mörg tækifæri í Evrópuverkefnum fyrir nemendur og starfsfólk í Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir Jónsson Áhugahvöt aukin í alþjóðlegu verkefni Verkmenntaskóli Austurlands Mynd: AE Þátttakendur í verkefninu við Sólbrekku á Mjóafirði. Mynd: Aðsend Salome Rut Harðardóttir frá VA kynnti heilsueflandi framhaldsskóla. Mynd: Aðsend Í FabLab-veri VA. Mynd: Aðsend

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.