Austurglugginn


Austurglugginn - 07.12.2012, Page 8

Austurglugginn - 07.12.2012, Page 8
Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs sýnir traustan rekstur og fjárfestingar sem munu efla samfélagið til framtíðar Miðvikudaginn 21. nóvember sl. var tekin til form- legrar afgreiðslu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2013 til 2016. Þar með lauk ferli sem hófst snemma í vor þegar að vinna við gerð rammaáætlunar hófst, en að þeirri vinnu hafa komið með virkum hætti bæði kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins. Undir lok síðasta áratugar lækkuðu tekjur sveit- arfélagsins verulega í framhaldi af samdrætti í kjölfar mikilla uppgangstíma. Allnokkur upp- bygging hafði átt sér stað hjá sveitarfélaginu á þessum tíma ásamt óhjákvæmilegri skuldsetningu. Verkefni undanfarinna ára hefur því verið að laga rekstur sveitarfélagsins að þeim efnahag er honum fylgir en jafnframt að standa vörð um þá þjónustu er íbúunum ber, lögum samkvæmt, og þróa hana áfram samfélaginu til hagsbóta. rið var samþykkt ber þessSú áætlun sem nýve kmiðum er náð auk þessmerki að settum mar erki í samfélaginu. sem skynja má æskileg batam Atvinnutekjur eru að aukast, íbúum í sveitarfé- laginu er tekið að fjölga á ný og ný atvinnutækifæri eru farin að líta dagsins ljós. sveitarfélagsins mun Samkvæmt langtímaáætlun örkum á tiltölulega það ná settum skuldsetningarm la önnur þau viðmið fáum árum auk þess að uppfyl settar voru á grundvelli sem fjármálareglur sem itarstjórnarlaga setja því. nýrra sve Það er ástæða til að vekja athygli á því að þrátt fyrir að áfram verði gætt fyllsta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins mun verða ráðist í umfangsmiklar fjárfestingar á þess vegum á næstu tveimur árum. sem eru til þess fallnar að efla Framkvæmdir kemmri og lengri atvinnulíf á svæðinu bæði til s tíma. Hæst bera hér framkvæmdir við nýtt hjúkrunar- heimili á Egilsstöðum og hita- og fráveitufram- kvæmdir á vegum Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf.. Heildarframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á árinu 2013 munu þannig nema um 870 millj. kr. Fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins eru aðgengi- legar á heimasíðu þess og eru íbúar þess hvattir til að kynna sér þær og ef spurningar vakna að snúa sér þá til skrifstofu sveitarfélagsins og leita þar upplýsinga. Við lestur fjárhagsáætlunar næsta árs sem og þriggja ára og langtímaáætlunar þess kemur í ljós að forráðamönnum sveitarfélagsins er að takast það ætlunarverk sitt að koma rekstri sveitarfélagsins úr þeirri erfiðu stöðu sem hér skapaðist og að það muni standa á traustum fótum til framtíðar. Innviðir samfélagsins hér eru sterkir og sú upp- bygging sem hefur átt sér stað, og er að eiga sér stað, er til þess fallin að viðhalda og efla þjónustuna við íbúana. Þannig verður tryggt að Fljótsdalshérað verði áfram aðlaðandi búsetuvalkostur. Björn Ingimarsson bæjarstjóri Viðtalstímar bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar Fljótsdalshéraðs bjóða upp á viðtalstíma fyrir íbúa sveitarfélagsins einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Tveir bæjarfulltrúar eru til viðtals hverju sinni og fara viðtölin fram í bæjarstjórnarsalnum að Lyngási 12, á föstudögum frá kl. 16.30-18.30. Þessir fundir eru kjörið tækifæri fyrir alla til að koma erindum á formlegan hátt á framfæri við bæjarfulltrúa. Öll erindi eru kynnt í bæjarráði og vísað þaðan til nefnda og starfsmanna sveitarfélags- ins til umfjöllunar. Næstu viðtalstímar bæjarfulltrúa eru: 14. desember 2012 Stefán Bogi Sveinsson Ragnhildur Rós Indriðadóttir 18. janúar 2013 Sigrún Harðardóttir Katla Steinsson 15. febrúar 2013 Páll Sigvaldason Árni Kristinsson 15. mars 2013 Gunnar Jónsson Ragnhildur Rós Indriðadóttir 19. apríl 2013 Stefán Bogi Sveinsson Sigrún Blöndal 17. maí 2013 Eyrún Arnardóttir Katla Steinsson Nú er að líða þriðja heila árið síðan þriggja tunnu kerfi var tekið upp í sorphirðunni á Fljótsdalshéraði. Í stuttu máli má segja að flokk- unin hafi gengið mjög vel og íbúar hafi langflestir tileinkað sér flokkunina fljótt og vel og flokki sitt heimilissorp samviskusamlega, með tilheyr- andi sparnaði fyrir sveitarfélagið og þar með íbúa þess. Ef litið er á þær breytingar sem orðið hafa á magni sorpflokkanna þriggja (almennt sorp, endurvinnsluhráefni og lífrænt sorp) hefur dregið úr magni almenns sorps sem fellur til í dreifbýlinu en magn endurvinnsluhráefnis þaðan hefur staðið í stað. Í þéttbýlinu hefur hins vegar magn almenns orps aukist nokkuð, magn endus rvinnsluhráefna t lítillega en magn lífræns soraukis ps staðið í stað. all þess úrgangs sem fer til uHlutf rðunar hefur 7% árið 2010 í um 51%aukist úr 4 árið 2012. r er að í kringum helminÁgætis árangu gur heim- unar, en stefnt er að þilissorps fari til urð ví að um ni heimilissorps sé 40-45% af heildarmag urðað. rf hver íbúi að dragTil að ná því markmiði þa a úr á honum kemur, umagni almenns sorps sem fr m nslu eða jarðgerð.30g á dag og koma því í endurvin Góður árangur í sorpflokkun! Jól og áramót á Fljótsdalshéraði Eins og undanfarin ár er sveitarfélagið í sam- starfi við nokkur félagasamtök um viðburði sem tengjast hátíðahaldi um jól og áramót. Þar má nefna jólaball barna, sem haldið verður í íþróttahúsinu í Fellabæ fimmtudag- inn 27. desember kl. 17.00 – 19.00 og er það Lionsklúbburinn Múli sem sér um framkvæmd þess. Kveikt verður í áramótabrennunni á Egilsstaðanesi kl. 16.30 á gamlársdag og flugeldasýning hefst kl. 17 0. 0. Það er semBjörgunarsveitin Hérað hefur veg og vanda að þessum viðburði. haldinÞrettándagleðin verður samkvæmt að Íþrríkjandi hefðum og er þ óttafélagið ni. BlysHöttur sem stendur fyrir hen för verður Tjarnarfarin frá íþróttamiðstöðinni við braut kl. arnargar17.15 og kveikt í álfabrennu í Tj ðinum um kl. 17.30. Börn og fullorðnir eru hvattir til að búa sig upp á í samræmi við veður og tilefnið, sem er að kveðja jólin og síðasta jóla- sveininn og fagna þrettándanum með álfum, tröllum og öðrum skrautlegum verum. Reynt verður að halda uppi hefðbundinni þjónustu á vegum sveitarfélagsins um jól og áramót, en alltaf er nokkuð um að starfsmenn nýti síðustu sumarleyfisdagana á þessum tíma. Skrifstofa Fljótsdalshéraðs verður opin virka daga á auglýstum tíma að frátöldum aðfanga- degi og gamlársdegi. Að öðru leyti eru íbúar hv ta tir til að kynna sér opnunartíma stofn- gsins,anna sveitarféla eins og leikskóla, íþrótta- Hlymmiðstöðvar og sdala. Síðasti skóladagur fyrir jógrunnskólanna l verður hjá flestum 19. ennsla hdesember, en k efst svo almennt aftur 4. janúar.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.