Austurglugginn - 07.12.2012, Blaðsíða 15
Föstudagur 7. desember AUSTUR · GLUGGINN 15
Erla Sigríður
Síðastliðinn föstudag, 30. nóvember,
kom Ívar Ingimarsson í heimsókn í
Íþróttaakademíuna (ÍÞA). Ívar er
fyrrverandi atvinnumaður í knatt-
spyrnu og spilaði m.a annars með
Reading í ensku úrvalsdeildinni auk
þess sem hann á 30 A landsleiki að
baki auk mikils fjölda leikja með
yngri landsliðum. Ívar sagði nem-
endum frá ferli sínum með aðal-
áherslu á lífsstíl atvinnumannsins
en yfirskrift fyrirlestursins var „þú
verður að eiga það skilið“. Ívar er,
eins og kunnugt er, frá Stöðvarfirði
en þar hóf hann einmitt ferilinn
með Ungmennafélaginu Súlunni.
Ívar svaraði eining spurningum frá
nemendum en óhætt er að segja að
þeir hafi verið áhugasamir ef marka
má þann mikla fjölda spurninga
sem atvinnumaðurinn fyrrverandi
fékk. Meðfylgjandi mynd tók Elvar
Jónsson kennari í ÍÞA.
Menntamál hafa verið töluvert í
umræðunni undanfarna daga. Tvennt
kemur þar til: nýútgefin skýrsla um
samþættingu mennta- og atvinnu-
mála og fyrirhugað samkomulag
ríkisvaldsins við framhaldsskóla-
kennara um kjarabætur sem fellt var
vegna mikillar andstöðu kennara.
Skýrslan sem gefin var út af starfs-
hópi á vegum forsætisráðuneytisins
undir forystu Skúla Helgasonar
alþingismanns og varaformanns
menntamálanefndar þingsins útlistar
helstu þætti og markmið í almennri
menntastefnu á landinu, m.a. að allir
Íslendingar ljúki framhaldsskóla-
námi, að heildarnámstími verði
styttur um allt að tvö ár og að færa
þurfi íslenskt menntakerfi í átt að
nútímanum og aðlaga það þörfum
atvinnulífsins. Samkomulagið átti
að skila 2% launahækkun til handa
kennurum og 200 milljónum til
handa skólastjórnendum til að m.a.
koma til móts við kaup á yfirvinnu
kennara vegna innleiðingar nýrra
framhaldsskólalaga, sem tvisvar
hefur verið slegið á frest. Hvortveggja
hefur vakið gríðarleg
viðbrögð, stór orð hafa
fallið og svo virðist sem
halli verulega á stjórn-
völd, þau sögð veruleika-
firrt og ýta vandanum á
undan sér í einhverjum
sýndarveruleika, sem
gerði hvorki ráð fyrir
innleiðingu laganna í
fjárlögum né kostnaði,
um 540 milljónir, vegna fyrirhugaðs
samkomulags.
Ég sem framhaldsskólakenn-
ari get svo sannarlega tekið undir
þessa gagnrýni. Fyrirheitin eru góð
– og menntastefnan er skýr, eins
og kemur fram í skýrslunni. Enda
birtist þar framtíðarsýn í mennta-
málum sem sett voru í lög fyrir leik-,
grunn- og framhaldsskóla árið 2008
undir forystu Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur, þáverandi mennta-
málaráðherra og síðan þá, fjögurra
ára tilraunaferli til þess að koma
þeim í framkvæmd. Enn
er sem sagt unnið að inn-
leiðingu þeirra, eitthvað
mjakast áfram, mjatlað er
inn í svokallaða tilrauna-
skóla til að fá starfsfólk
til að tileinka sér nýja
nálgun á námskrá, en
ekki mikið meira en
það. Og nú hafa kenn-
arar sent menntamála-
ráðherra, með því að hafna kjarabót í
fyrsta sinn í sögu kjarabaráttu þeirra,
skýr skilaboð; hingað og ekki lengra.
Þessi skilaboð hljóta að þýða það að
nánari útfærsla á framhaldsskólalög-
unum þurfi að bíða. Skólamenn segja
hún hafi einfaldlega beðið skipsbrot
– raunverulegur hugur þurfi nefni-
lega að fylgja máli.
Það er ljóst að endurskoða þarf í
heild sinni það menntakerfi sem við
búum við í dag. Varðveita þarf þá
sköpunargleði sem einkennt hefur
leikskólastigið undanfarin ár. Við
verðum að tryggja meiri samvinnu
og samfellu á milli allra skólastiga og
snúa til baka til þess að 10. bekkingar
geti stundað nám á framhaldsskóla-
stigi í sínum grunnskóla. Og fram-
haldsskólaprófið svokallaða verður
að verða að veruleika sem raun-
hæfur valkostur fyrir alla. Þannig
myndu grunnskólanemendur ljúka
framhaldsskólaprófi 18 ára gamlir og
þá valið leið hvað framhaldið varðar.
Bætt við sig einu ári til undirbúnings
fyrir háskóla með stúdentsprófi eða
farið á samning og lært fag í verk-
eða tæknigreinum. Þannig geta t.d.
minni sveitarfélög/byggðarlög boðið
nemendum sínum að vera lengur
heima í héraði. Auka þarf sveigjan-
leika og frelsi í starfsumhverfi skól-
anna til að bjóða upp á fjölbreytt nám
fyrir nemendur meðal annars með
því að efla veg hinna skapandi greina,
iðn- og tæknigreina og tengja það
meira við atvinnulíf á hverjum stað.
Við þurfum að hagræða enn frekar
á háskólastiginu og hlúa að sérhæf-
ingu háskóla. Þar hefur Háskólinn
á Akureyri svo sannarlega lykil-
hlutverki að gegna með sinni sér-
stöðu í námsframboði. Einnig þyrfti
að kanna grundvöll fyrir sérhæfðu
háskólanámi, eins og t.d. skógfræði
eða fjölmiðla- og upplýsingatækni,
á Austurlandi. Við þurfum að hafa
aðstöðu, tækjabúnað og þá sérfræði-
þekkingu sem þarf til að börn okkar
fái menntun við sitt hæfi og geti nýtt
styrkleikana á sínum áhugasviðum.
Við þurfum einfaldlega að koma
kennslu og námi inn á 21. öldina.
Til þess þurfum við fjármagn og
skýran vilja til verka.
Erla Sigríður býður sig fram í 2.-3.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Norðausturkjördæmi
Verðum að láta verkin tala
Þekkir einhver fólkið?
Óþekkt mynd frá Ljósmynda-
safni Austurlands
Myndin af hjúkrunarkonunni og stúlkunni í sjúkrarúminu er úr mynda-
safni Jóns Þórarinssonar frá Skeggjastöðum í Fellum.
Hin er úr myndasafni Sigurðar Vigfússonar sem var Héraðsmaður
í báðar ættir, sonur Vigfúsar Sigurðssonar frá Egilsstöðum í Fljótsdal
og Soffíu Elíasdóttur frá Aðalbóli á Hrafnkelsdal.
Þeir sem geta veitt upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa
samband við Arndísi eða Magnhildi í síma 471-1417 og/eða netföngin
arndis@heraust.is, og magnhildur@heraust.is.
Þú verður að
eiga það skilið