Austurglugginn


Austurglugginn - 07.12.2012, Side 11

Austurglugginn - 07.12.2012, Side 11
 Föstudagur 7. desember AUSTUR · GLUGGINN 11 Verkefni sem Vaxtasamningur Austurlands hefur komið að á árunum 2007-2012 eru fjölbreytt og dreifð um allan fjórðunginn. Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Ólafur Áki Ragnarsson olafur(hjá)austur.is hjá austurbrú. Vaxtarsamningur Austurlands er samningur milli Þróunarfélags Austurlands og Iðnaðarráðuneytis sem hefur það að markmiði að styðja við þau verkefni sem falla undir markmið hans. Meginhugmynd í vaxtarsamningum er samstarf í svokölluðum klösum, þar sem leitast er við að efl a samvinnu fyrirtækja og stofnana á ákveðnum sviðum sem á einhvern hátt geta unnið saman og nýtt styrkleika hvers annars, jafnvel þótt fyrirtækin séu að öðru leyti í samkeppni. Vaxtarsamningur Austurlands hefur komið að 104 verkefnum frá því að fyrsti samningurinn var undirritaður árið 2007. Uppbygging kjötvinnslu á Egilsstöðum Markmið verkefnisins er að byggja upp kjötvinnslu Sláturfélags Austurlands á Egilstöðum. Stefnt er að um 240 milljón króna veltu á ári eft ir fi mm ár. Það verður gert í nokkrum skrefum til að minnka fj árhagslega áhættu og til að draga úr fj ármagnskostnaði. Fyrstu skrefi n verða unnin í samvinnu við Matvælamiðstöð Austurlands og Matís ohf. Sameiginleg markmið samstarfsaðilanna eru efl ing kjöt- framleiðslu og atvinnu á svæðinu með markvissri samvinnu um stefnumótun, vöruþróun, markaðs- tarf, menntun og starfsþjálfun. Markmið Austurlambs er að efl a kjötframleiðslu á svæði með öfl ugri sölu á vörum „beint frá býli“ með mjög ákveðinni skírskotun til uppruna og gæða. Markmið Sláturfélags Austurlands er að stunda arðbæra og samkeppnishæfa kjötvinnslu og stuðla þannig að aukinni umhverfi slegri, samfélagslegri og hagrænni sjálfb ærni svæðisins. Markmið Matís er að nýta þekkingu, reynslu og aðstöðu fyrirtækisins til að byggja upp samkeppnishæfa matvælaframleiðslu og matvælaiðnað á Íslandi með sérstakri áherslu á staðbundnar aðstæður og tengja þær við bæði innlend og alþjóðleg rannsókna- og þróunarverkefni. Verkefnisstjóri: Ólafur Kristinn Kristínarson www.alcoa.is ÍS LE N SK A SI A. IS A LC 6 21 66 1 2/ 12

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.