Austurglugginn - 07.12.2012, Síða 12
12 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 7. desember
Alla fimmtudaga í desember
bjóðum við 30% afslátt af
öllum pizzum á seðli.
Jólaglögg og smákökur öll
föstudagskvöld
Í Pizzum erum við betri
Landsnet - Gylfaflöt 9 - 112 Reykjavík - Sími 563 9300
landsnet@landsnet.is - www.landsnet.is
Kröflulína 3
Mat á umhverfisáhrifum. Kynning á drögum að
matsáætlun og athugasemdafrestur.
Landsnet hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegna Kröflulínu 3.
Um er að ræða nýja 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Kröflustöð að
tengivirki við Fljótsdalsstöð. Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja
stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með betri
samtengingu þessara landshluta og auka þannig öryggi raforku-
afhendingar og gæði raforku. Framkvæmdin er einnig mikilvægur
hlekkur í styrkingu byggðalínunnar sem er hryggjarstykkið í
flutningskerfinu á landinu í heild.
Drög að tillögu að matsáætlun, athugasemdafrestur frá 5. til 19.
desember 2012.
Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr.
106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Landsnet hefur hafið
vinnu við matið. Drög að tillögu að matsáætlun er nú birt til kynningar á
heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is, og á heimasíðu verkfræði-
stofunnar EFLU, www.efla.is.
Allir geta gert athugasemdir við drögin. Koma skal athugasemdum til
Ólafs Árnasonar hjá verkfræðistofunni EFLU á netfangið
olafur.arnason@efla.is frá 5. til 19. desember. Skriflegar athugasemdir
skal merkja „Kröflulína 3 220 kV. Drög að tillögu að matsáætlun“ og
senda til Ólafs Árnasonar, EFLA Verkfræðistofa, Höfðabakka 9, 112
Reykjavík.
Dögun - samtök um réttlæti,
sanngirni og lýðræði
boðar til stofnfundar kjördæmisfélags í
NA-kjördæmi laugardaginn 8. desember
kl. 12 á hádegi.
Fundurinn verður haldinn í Lionssalnum
Skipagötu 14 á Akureyri.
Gísli Tryggvason kynnir Dögun og þá
stefnumótun sem komin er vel á veg.
Kjörin verður stjórn fyrir kjördæmisfélagið
og tekin afstaða til aðferða við uppröðun
á framboðslista.
Undirbúningsstjórn