Austurglugginn - 10.04.2015, Page 4
4 Föstudagur 10. apríl AUSTUR · GLUGGINN
Leiðari
Verkfallavorið mikla!
Eftir áralangan frið á vinnumark-
aði er allt útlit fyrir að 2015 fari
í sögubækurnar sem verkfallaárið
mikla. Árið hófst með árangurs-
ríkum verkföllum lækna og enn á
ný eru sjúkrahúsin vígvöllur kjara-
baráttunnar með verkföllum nokk-
urra hópa innan BHM.
Rafvirkjar hjá RÚV eru að und-
irbúa verkföll og Starfsgreinasam-
band Íslands er að fara af stað með
nýja atkvæðagreiðslu um verkfalls-
boðun. Iðnaðarmenn hafa hótað
verkföllum og fleiri hópar eru svo
í startholunum.
Ríkisstjórnin virðist algerlega úti
á túni í þessum málum. Þegar Al-
þýðusambandsfélögin og Samtök
Atvinnulífsins gerðu umdeildan
kjarasamning 22. desember 2013
gengu þessir aðilar út frá einhvers
konar sátt og samvinnu milli vinnu-
markaðar og stjórnvalda. Talsmenn
ríkisstjórnarinnar gáfu lítið fyrir þær
hugmyndir og á meðan atkvæða-
greiðslu um þá kjarasamninga stóð
dundu tilkynningar um hækkanir
opinberra þjónustugjalda á fólki.
Forsætisráðherra lýsti yfir í ára-
mótaávarpi sínu þessi áramót –
með nýja „hóflega“ kjarasamninga
í höndunum – að nú væri svigrúm
til að hækka lægstu laun. Svo urðu
menn hissa á því að samningarnir
kolféllu víðast hvar.
Í yfirstandandi samningahrinu
sækja menn ekkert til ríkisvalds-
ins. Engar kröfur eru gerðar til
hins opinbera og enginn málsaðila
hefur óskað eftir nærveru stjórn-
málamanna við borðið.
Svo mikið ber á milli aðila – þ.e.
verkalýðshreyfingar sem krefst 300
þúsund króna lágmarkslauna og SA
sem býður enn og aftur til „ábyrgra
kjarasamninga“ þar sem venjulegu
launafólki er boðið að bera ábyrgð
á stöðugleika – að engar líkur eru
á að samningar náist fyrr en eftir
talsverð átök.
Í síðasta leiðara var að mati ein-
hverra farið hörðum orðum um mál-
efnafátækt og uppgjöf fjórflokksins
svokallaða. Því miður er það svo að
þrátt fyrir eyðimörk fjórflokksins
– eru aðrir valkostir lítið skárri. Ef
litið er til stefnumála Pírata, sem eru
heitasta stöffið í þjóðmálum dagsins,
kemur í ljós einhver óskalisti um
alls konar – aðallega netfrelsi og
borgaraleg réttindi en stefnu Pírata
í efnahags-og atvinnumálum má
súmmera upp í „það er ósanngjarnt
að Íslendingar fái allt að helmingi
lægri laun en nágrannalönd okkar
en þurfi að vinna jafn mikið eða
jafnvel meira.“ (Stefnumál Pírata
www.piratar.is)
Stefnumál Bjartrar framtíðar eru
pínulítið eins og stefnuskrá Besta
flokksins á sínum tíma „allskonar
fyrir aumingja“ eins og Besti orðaði
svo smekklega. Sumsé ættu allir að
finna eitthvað fyrir sig. Athygli vekur
samt að í stefnuskrá BF er að finna
fróma ósk: „Fjármálakerfið sé heil-
brigt og hrynji ekki.“ (http://www.
bjortframtid.is/alyktun/) Einnig
„að almennt ríki minna vesen“ og
Ísland vinni Júróvisjón. Allt góð
stefnumál og þó sérstaklega þetta
með „almennt minna vesen“.
Það má þó virða það við Pírata
að stefnumál þeirra litast af hug-
sjón – þ.e. hugsjóninni um upplýs-
ingafrelsi og borgaralega þátttöku.
Þetta brennur kannski á ungu fólki
sem finnst það ráða litlu um örlög
sín og í leyndar- og klíkustjórn-
málum dagsins. En þegar kemur
að skiptingu auðæfanna – ráðstöfun
auðlinda og hvers konar samfélag
við viljum – komum við að tómum
píratakofa. Væntanlega tökum við
þá upplýsta afstöðu til hvers máls
fyrir sig.
Það er eins og það þori enginn
eða nenni að hafa hugsjónir í dag.
Við erum öll alltaf að leita að þessari
þverpólitísku samstöðu og á meðan
við í kurteisi iðkum „samræðupóli-
tík“ eins og er í tísku hjá þeim sem
halda að þeir séu sósíaldemókratar
– hlær yfirstéttin alla leið í bankann.
- Salb.
Ath. Höfundur hefur sterk tengsl við
verkalýðshreyfinguna og þessi pistill
er prívatskoðun höfundar og túlkar
hvorki viðhorf Austurgluggans né
annarra eigenda hans. Lesendum er
velkomið að birta aðrar og öndverðar
skoðanir á síðum blaðsins.
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Sverrir Mar Albertsson • Fréttir: 477 1750 / frett@austurglugginn.is
Auglýsingar: 696 6110 / auglysing@austurglugginn.is • Áskriftarsími: 477 1571 • Umbrot og prentun: Héraðsprent.
Efnisvinnsla og auglýsingasala: Austurfrétt ehf. • Gunnar Gunnarsson blaðamaður • Sigríður Lund Hermannsdóttir blaðamaður
• Kristborg Bóel Steindórsdóttir blaðamaður • Stefán Bogi Sveinsson auglýsingastjóri • Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf.,
Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður
Brandur Bjarnason Karlsson, sem
fyrir rúmum áratug lamaðist fyrir
neðan háls af völdum veikinda, ferð-
aðist fyrir páska hringinn í kring um
landið til að vekja athygli á aðgengis-
málum fatlaðra. Almennt skorti ekki
viljann til að gera betur en það vanti
að einhver taki af skarið.
„Það var sjokk fyrir mig eftir að ég
veiktist að uppgötva hversu fáa staði ég
gat farið á. Landið sem ég var búinn
að ferðast um öll mín 20 ár lokaðist
fyrir mér og allt í einu gat ég bara
verið á sjúkrahúsum, í sérútbúnum
félagsmiðstöðvum og nýbyggingum,“
segir Brandur.
Hann og ferðafélagar hans fóru
um landið í dymbilviku og héldu
meðal annars fund á Egilsstöðum.
Hann segir að með ferðinni hafi
þeir viljað koma vitundarvakningu
af stað um aðgengismálin auk þess
að njóta þess að ferðast um landið
og sjá aðstöðuna með eigin augum.
Bara hægt að fara á
ákveðna staði
„Það er mjög erfitt að ferðast með
hjólastól um landið og það er bara
hægt að fara á ákveðna staði. Það er
ekki aðgengi fyrir fatlaða á almenn-
ingsklósett á svæðinu frá Hvolsvelli
að Höfn. Það eru 365 kílómetrar eða
eins og frá Reykjavík til Akureyrar.
Það er hálf ömurlegt að þetta fái að
vera svona í friði en það virðast ekki
vera neinar reglur eða viðurlög um
þetta,“ segir Gísli Steinar Jóhannsson,
vinur Brands, sem var með í ferðinni.
„Ég hef ekki hitt eina einustu
manneskju sem vill hafa aðgengið
eins og það er en ég veit ekki hvað
þarf til þannig að þetta breytist.“
Félagslíf á takmörkuðum
tímum
Aðgengið nær þó engan veginn bara
til ferðamannastaða heldur til daglegs
lífs. Brandur segir óþægilegt að skrá
sig til þátttöku í félagslífi en komast
svo að því að ekki sé hjólastólaaðgengi
til staðar. Snjórinn hamlar oft leið-
um fyrir hjólastóla, eins og Gísli og
Brandur sýndu fram á í stuttu stoppi
sínu á Egilsstöðum. Á það var bent
á fundi þeirra þar að ferðaþjónusta
fatlaðra í sveitarfélaginu er aðeins
rekin á milli klukkan 8:00 og 17:00.
„Margir halda sig bara heima og
láta ekki reyna á leiðirnar. Þegar
ferðafrelsið takmarkast þá bitnar það
á félagslífinu og ferðafrelsinu. Okkur
hafa borist ýmsar ábendingar í kjölfar
ferðarinnar og það er vilji til að bæta
úr en kannski ekki akkúrat á þeim
stöðum þar sem valdið er.“
GG
Aðgengi fatlaðra
Sjokk að upplifa hvernig landið lokaðist
Upp þennan ramp við Kleinuna varð ekki komist – jafnvel þótt snjórinn væri ekki mikill.
Mynd: GG