Austurglugginn - 07.08.2015, Síða 6
6 Föstudagur 7. ágúst AUSTUR · GLUGGINN
Hreindýr voru að frumkvæði máls-
metandi manna á Íslandi í samvinnu
við dönsk stjórnvöld flutt til Íslands
frá Norður-Noregi á síðari hluta 18.
aldar í þeim tilgangi að verða búbót í
íslenskum landbúnaði sem viðbótar-
lífsbjörg fyrir landsmenn. Hlutverk
hreindýranna var því í þeim skiln-
ingi hliðstætt því sem innflutningur
kartöflunnar á 18. öld þjónaði, þau
skyldu verða ný fæða fyrir lands-
menn sem á þessum tíma stríddu
við harðindi, búfjárfelli, náttúru-
hamfarir og hungur.
Fyrstu innfluttu hreindýrin voru sett
á land í Vestmannaeyjum árið 1771
en þau þrifust ekki þar og þau örfáu
sem ekki drápust var forðað í land,
nánar tiltekið til Fljótshlíðar en hverfa
fljótlega úr sögunni. Næsti hópur var
settur á land í Hafnarfirði 1777 og
gekk sú hjörð á Reykjanesi og allt
austur í Árnessýslu en dó út á fyrri
hluta 20. aldar. Þriðja hópnum var
sleppt í austanverðum Eyjafirði og
dreifðust þau um Þingeyjarsýslur en
hurfu af þeim slóðum á fyrri hluta 20.
aldar. Dýrin í hjörðinni sem nú gengur
villt á Austurlandi eru afkomendur
síðasta innflutta hópsins sem settur
var á land í Vopnafirði árið 1787 og
fann sér fljótlega haga á öræfunum
norðan Vatnajökuls þar sem enn eru
landsins helstu hreindýraslóðir.
Hreindýrin hafa mótað menningu
á Austurlandi á margvíslegan hátt
eins og gefur að líta á nýrri sýningu
Minjasafns Austurlands. Það hefði
þó getað farið öðruvísi í sögunni því
dýrin sem flutt voru inn 1787 áttu
að fara til Hofsóss en hafís kom í
veg fyrir það og voru þau sett í land
á Vopnafirði.
„Það er greinilegt að hreindýrið
hefur sinn sess í sögu og menningu
Austurlands,“ segir Unnur Birna
Karlsdóttir, safnstjóri Minjasafns
Austurlands, sem verið hefur drif-
krafturinn í að koma upp sýningunni.
Hún tók við safninu árið 2012 og
segist þá hafa fundið fyrir vænting-
um um að safnið setti upp sýningu
sem gæti orðið áhugaverður áfanga-
staður. „Rannsóknir og reynslan sýnir
að ferðamenn koma fyrst og fremst
til Íslands að skoða íslenska náttúru
og hreindýrin eru eitt af sérkennum
náttúru Austurlands, enda lifa þau
ekki villt annars staðar hér á landi.
Mér þótti því áhugavert að safna
saman upplýsingum um lífshætti
þessara dýra og sögu þeirra á Aust-
urlandi og gera þær aðgengilegar í
formi sýningar. Eftir að Náttúrustofa
Austurlands hafði samþykkt að taka
þátt í sýningarverkefninu og Vinir
Vatnajökuls höfðu veitt því rausnar-
legan styrk varð ekki aftur snúið.
Næst var að afla viðbótarfjármagns,
fá sýningarhönnuð og hefjast handa.“
Unnið var að sýningargerðinni í
tvö ár og sýningin opnaði um miðj-
an júní. Fjölmargir lögðu verkinu
lið með heimildir og muni og um
sýningarhönnun sá Björn G. Björns-
son. Sýningin endurspeglar á ýmsan
hátt þau áhrif sem dýrin hafa haft á
Austurland. Eitt svæðið er til dæmis
helgað rannsóknum og eftirliti Nátt-
úrustofu Austurlands með stofnin-
um en annað munum sem tengjast
dýrunum en þar gefur að líta hönn-
unar- og handverksvörur úr skinni
og hornum.
Dýrmætar frásagnir um
hreindýraveiðar
Aldrei varð af því að hér á landi
kæmist á hreindýrabúskapur, eins
og markmiðið með hreindýrainn-
flutningi upphaflega var. Hér bjuggu
því engir með tamin dýr eða hálf-
villtar hjarðir líkt og tíðkaðist meðal
hreindýrabænda og hirðingja á þeim
slóðum sem íslensku hreindýrin
eiga rætur að rekja til. Á Íslandi var
farin sú leið að veiða villt hreindýr,
frá og með að menn fóru að geta átt
byssur á síðari hluta 19. aldar. Til
er allnokkur íslenskur sagnaarfur
um hreindýraveiðar og eru sýnis-
horn slíkra sagna frá veiðislóðum á
Austurlandi á hreindýrasýningunni. Í
sögu sambúðar manna og hreindýra
á Austurlandi eru margar þekktar
hreindýraskyttur og er Elías Jóns-
son bóndi á Aðalbóli í Hrafnkelsdal
líklega meðal þeirra þjóðþekktustu í
kringum 1900.
„Hann þekkti vel öræfin og lífs-
hætti hreindýranna og sögur fóru af
færni hans við veiðar og úthaldi við
að koma bráðinni úr óbyggðum til
bæjar. Það þurfti þrek og skynsemi
til að hreindýraveiði tækist giftu-
samlega fyrir tíma vélvæðingar og
nútímaskotvopna en það þurfti líka
að þekkja vel öræfalandslagið, veð-
urfar og háttu hreindýranna. Veiði-
sögurnar eru þannig vitnisburður
um sambúð manns og náttúru, sem
heimildir um náttúrulæsi, lífsbaráttu
og lífsviðhorf.“
Fjársjóður í myndum
En meðan sumir veiða dýrin með
byssum kjósa aðrir að fanga þau með
myndavélum. Ljósmyndir Skarp-
héðins G. Þórissonar, líffræðings
hjá Náttúrustofu Austurlands, leika
stórt hlutverk í sýningunni og líklega
má segja að slíkt úrval myndefnis af
hreindýrum á Íslandi sé ekki á boð-
stólum utan Austurlandsfjórðungs
enn sem komið er.
„Það hafa engir getað komist jafn
nálægt dýrunum og myndað þau árið
um kring í þeirra árstíðabundnu nátt-
úrulegu aðstæðum, líkt og Skarphéðinn
hefur gert árum saman í starfi sínu
við hreindýrarannsóknir og með því
gert okkur hinum kleyft að fá að líta
þessi föngulegu styggu dýr í gegnum
myndavélarlinsuna sína,“ segir Unn-
ur Birna. Eins gefur að líta myndir
úr fleiri áttum sem fengnar voru á
sýninguna. „Það er til fjársjóður af
gömlum ljósmyndum, meðal annars
frá veiðum, sem ekki hafa verið okk-
ur öllum sýnilegar. Þær eru merki-
legur vitnisburður um veiðiaðferðir
og búnað fyrr og nú og þróunina í
því allt frá fyrir 1900 til þessa dags.“
Viðburður þegar
hreindýrin sjást
Saga hreindýra á Íslandi snýst mik-
ið um veiðar, iðkun þeirra og sögur
Hreindýrin á Austurlandi
Hreindýrin voru kartöflur á fjórum fótum