Austurglugginn - 07.08.2015, Qupperneq 11
AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 7. ágúst 11
Blindbylur á Mývatns- og Möðru-
dalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og
Háreksstaðahálsi sem komst í frétt-
irnar á síðastliðnu ári vekur spurn-
ingar um hvort tímabært sé að allir
þingmenn Norðausturkjördæmis
flytji þingsályktunartillögu um að
jarðgangagerð milli Vopnafjarðar
og Héraðs verði á þessu kjörtímabili
sett inn á samgönguáætlun.
Stórhríðir og hvassviðri, sem hafa
á síðastliðnum vetri sett vegasam-
göngur á Austurlandi úr skorðum,
eru skýr skilaboð um að ástandið í
samgöngumálum fjórðungsins hafi
aldrei verið verra sé litið til baka um
fjóra áratugi. Það eyðileggur allar
vonir um hlýnandi veðurfar næstu
áratugina og tilraunir til að byggja
upp örugga og hindrunarlausa heils-
ársvegi um Háreksstaðaleið, upp úr
Vopnafirði, á Fagradal, Fjarðarheiði,
Öxi, Breiðdalsheiði, Sprengisandi og
upp að Oddskarðsgöngunum sem
tvíbreið Norðfjarðargöng leysa af
hólmi 2017.
Loforðin frá 2007 um hindrunar-
lausan heilsársveg í 530 m hæð á
snjóléttu svæði yfir Öxi, sem Krist-
ján Lárus gaf stuðningsmönnum
Axarvegar í sinni ráðherratíð, skildi
sveitarstjórn Djúpavogs þannig að
hún gæti að eigin geðþótta skammt-
að sér lögregluvald yfir samgöngu-
málum Breiðdælinga með kröfunni
um lokun Breiðdalsheiðar gegn
vilja heimamanna. Slík framkoma
gagnvart öðru sveitarfélagi veldur
pólitískum hrepparíg sem skaðar
samgöngumál fjórðungsins. Daglega
minnka líkurnar á uppbyggðum og
hindrunarlausum heilsársvegi um
Öxi þegar Vegagerðin þarf að skera
niður vetrarþjónustuna með því að
takmarka snjómokstur við 2 daga í
viku til að hleypa ekki upp kostnað-
inum sem er alltof mikill.
Seint á árinu 2008 þurfti að hætta
snjómokstri á Vestfjörðum, Norður-
og Austurlandi til þess að tapið á
vetrarþjónustu Vegagerðarinnar færi
ekki yfir einn milljarð króna. Hluta
af þessari upphæð hefði verið betur
varið til undirbúningsrannsókna á jarð-
gangagerð til Seyðisfjarðar og vestan
Hellisheiðar eystri. Í nóvember 2008
lagði Kristján L. Möller, þáverandi
samgönguráðherra, til að skoðaðir yrðu
möguleikar á þessari jarðgangagerð
þegar hann lýsti áhyggjum sínum
af versnandi ástandi á Fjarðarheiði.
Tímabært er að þessi fyrrverandi
yfirmaður samgöngumála snúi sér
strax að áhyggjum Vopnfirðinga
sem geta átt alla vetrarmánuðina enn
erfiðara með að treysta á landleiðina
til Akureyrar og Egilsstaða upp úr
Vopnafirði þegar Vegagerðin kemst
ekki hjá því að fækka snjómoksturs-
dögum í hverri viku á Háreksstaða-
hálsi, Möðrudalsöræfum og víðar til
að forðast of mikla veðurhæð.
Auðvitað veldur þessi ákvörðun
Vegagerðarinnar Vopnfirðingum
miklum vonbrigðum sem hafa í
mörg ár þurft að treysta á flugsam-
göngurnar við höfuðstað Norður-
lands. Versnandi ástand sem hefur
alltof lengi hrellt íbúa Norðaustur-
kjördæmis réttlætir ekki að Íslands-
póstur geti þegar honum hentar svipt
Vopnfirðinga póstfluginu án nokk-
urs tilefnis. Óþolandi er að sveitar-
stjórn Fljótsdalshéraðs skuli tefla
hugmyndinni um Sprengisandsveg
í 900-1000 m hæð milli Egilsstaða
og Reykjavíkur gegn öllum jarð-
göngum sem tryggja öryggi íbúanna
á suðurfjörðunum, Mið-Austurlandi,
norðan Fagradals og vestan Hellis-
heiðar eystri enn betur en núverandi
fjallvegir. Í þessari hæð yfir sjávar-
máli verður uppbyggður vegur um
Sprengisand ávísun á enn frekari
vandræði sem hafa síðustu vikur og
mánuði gert Norðfirðingum, Seyð-
firðingum, Vopnfirðingum og fleiri
landsmönnum lífið leitt.
Fljótlega myndu vonsviknir Aust-
firðingar halda að sveitarstjórn Fljóts-
dalshéraðs væri á villigötum þegar
yfirmenn Vegagerðarinnar synja allri
beiðni um vetrarþjónustu á Sprengi-
sandsvegi alla vetrarmánuðina sem
þeir telja óframkvæmanlega og alltof
áhættusama í 1000 m hæð. Vel get
ég skilið, þó að biðlistar eftir jarð-
göngum séu langir, að áhyggjufullir
Vopnfirðingar vilji réttláta umfjöllun
líkt og aðrir landsmenn og telji sig
líka eiga rétt á veggöngum vestan
Hellisheiðar eystri sem tengja þeirra
heimabyggð við Egilsstaði og Hérað
enn betur en núverandi vegur á Há-
reksstaðahálsi.
Með útúrsnúningi og hnútuköstum
svaraði Vegagerðin öllum hugmynd-
um um að nýi vegurinn á Jökuldal
færi í gegnum stutt jarðgöng undir
Skjöldólfsstaðahnjúk. Þess verður
ekki langt að bíða þegar aurskriður
sópa honum alla leið niður í Gilsá
með skelfilegum afleiðingum. Hefjum
undirbúning á jarðgangagerð vestan
Hellisheiðar eystri.
Guðmundur Karl Jónsson,
farandverkamaður
Tenging Vopnafjarðar við Hérað
Á dögunum var sett af stað hönn-
unarsamkeppni um nýtt aðstöðu-
hús við Hafnarhólma í Borgarfirði.
Markmið samkeppninnar er að bæta
aðstöðu sjómanna sem nýta höfn-
ina og ferðafólks sem sækir höfn-
ina og Hafnarhólma heim. Ein
helsta ástæðan fyrir fyrirhugaðri
uppbyggingu er aukinn straumur
ferðamanna að Hafnarhólma, en
lundarnir í hólmanum laða marga
ferðamenn að svæðinu.
Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi
120-125 fermetra stór þjónustu-
bygging sem verði bæði aðstöðuhús
fyrir sjómenn og nýtist einnig ferða-
fólki sem sæki Hafnarhólma heim.
Stefnt er að því að nýbyggingin falli
eins vel og kostur er að aðstæðum á
staðnum og verði aðdráttarafl sem
slík og styrki um leið hafnarsvæðið
sem heild.
Þá er stefnt að því að aðgreina, eftir
því sem aðstæður leyfa, umferð ferða-
manna og starfsemi hafnarinnar
sjálfrar, til að stuðla að góðri sam-
nýtingu og til þess að forðast árekstra.
Þetta verði gert með því að koma
fyrir bifreiðastæðum og aðkomu að
nýbyggingunni fyrir ferðafólk uppi á
brúninni austan hafnarinnar.
Lundaferðamönnum
fjölgar sífellt
Jón Þórðarson sveitarstjóri segir að
ástæðan fyrir þessari fyrirhuguðu
uppbyggingu sé sú að ferðamanna-
straumurinn að höfninni hafi aukist
verulega á seinustu árum og að útlit sé
fyrir að hann haldi áfram að aukast.
„Við fengum styrk úr framkvæmda-
sjóði ferðamála og þetta er gert til
þess að fyrirbyggja framtíðarárekstra
á milli lundaferðamanna og útgerð-
arinnar. Það er hugsunin í þessu. Við
sjáum að þetta er alltaf að aukast og
þurfum að bregðast við því,“ segir
Jón í samtali við Austurgluggann.
Frestur til þess að skila inn til-
lögum rennur út þann 7. september
næstkomandi og segir Jón að von-
ast sé til þess að það komi eitthvað
skemmtilegt út úr þessu. Dómnefnd
mun síðan meta tillögurnar sem berast
í samkeppnina út frá ýmsum þáttum.
Sérstaklega er horft til þess að
byggingin falli vel inn í heildarmynd
svæðisins og verði jákvæð viðbót
hafnarinnar og Hafnarhólma og geri
svæðið að sterkari og fegurri heild. Þá
þarf byggingin einnig að geta leyst
á sannfærandi hátt tvíþætt hlutverk
sitt, sem er annars vegar að þjóna
þörfum sjómanna og hafnarinnar
og hins vegar að verða miðpunktur
þjónustu við ferðafólk á staðnum.
AÞI
Borgarfjörður eystri
Hönnunarsamkeppni um nýtt
aðstöðuhús við Hafnarhólma
Við Hafnarhólma á Borgarfirði eystri. Mynd: GG