Íslenzk fyndni - 01.06.1934, Page 52
52
Nú finnur Einar upp sérstakt fyrirmyndar
lag á klemmum, fer til prestskonunnar og
býður henni. En þá bregður svo við, að hún
segist nægar klemmur eiga og vildi engar
kaupa.
Einar vill nú samt ekki gefast upp að
óreyndu. Tekur klemmu úr mal sínum, réttir
að prestskonunni og segir:
„Sjáið þér nú til. Það er einmitt þetta lag,
sem á að nota. Því eins og þér vitið bezt sjálf-
ar, madama góð, þá er það allt undir klofinu
komið, hvernig þær halda.“
87.
KARLAR tveir, Pétur Jónsson kallaður
„brennivín“ og Páll frá Kotströnd, voru á
gangi um vorkvöld hér i bænum, allmjög
drukknir. Veður var hvasst. Þeir þurftu víða
við að koma, en höfnuðu síðast í kirkjugarðin-
um og röltu þar um.
Loks féll Páll, sem var mjög smár vexti,
ofan í nýtekna gröf.
Þá segir Pétur:
„Þig tekur ekki upp í nótt, lagsi,“ og gekk
burt.