Austurglugginn


Austurglugginn - 08.03.2007, Side 2

Austurglugginn - 08.03.2007, Side 2
2 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 8. mars Áhættumat og forvarnir á vinnustöðum Fjölmenni mætti til ráðstefnu um áhættumat og forvarnir á vinnustöðum sem Vinnueftirlitið efndi til á Hótel Héraði á dögunum. Mynd: AðSig Áhættumatið skal fela í sér: áhættu á vinnustað og tímasetja hvenær þeim skal lokið. Vinnueftirlitið hélt nýverið ráð- stefnu á Hótel Héraði um áhættumat og forvamir á vinnustöðum. Fleiri mættu á ráðstefnuna en búist var við eða milli 55- 60 manns og voru ráðstefnugestir voru af öllu Aust- urlandi, frá Vopnafírði til Homa- ijarðar. Einnig mættu milli 15 og 20 austfírðingar á samskonar ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík svo ljóst er að áhugi á þessum málum er verulegur. Markhópur ráðstefn- unnar voru stjómendur fyrirtækja og stofnana, öryggisverðir, örygg- istrúnaðarmenn og félagslegir trún- aðarmenn á vinnustöðum, fulltrúar samtaka launþega og atvinnurek- enda, sérfræðingar og ráðgjafar á sviði heilsu og öryggis, hönnuðir, skipuleggjendur starfsmenntunar og starfsfræðslu, stjómmálamenn og aðrir áhugasamir. Þorvaldur R Hjarðar umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins á Austurlandi kynnti umdæmið og starfssvæði þess, sem nær frá Langanesi í norðri til Skeiðarár í suðri. Fram kom í máli hans að markmið Vinnueftirlitsins er meðal annars að tryggja samræmt og kerfisbundið eftirlit í fyrirtækjum, þar sem ijöldi fyrirtækja og véla sem em á könnu Vinnueftirlitsins hér eystra em 1300 fyrirtæki, 1600 vélar og tæki, 440 bændabýli og 150 lyftur og katlar. Mikil hreyfmg er á vinnuvemdar- málum hér eystra í kjölfar virkjunar og stóriðjuframkvæmdanna, segja má að skriðan hafi farið á stað þegar Bechtel, sem byggir álverið á Reyðarfirði, kynnti stefnu sína um slysalaust byggingarferli og síðan kom Alcoa með sömu stefnu við framleiðsluferlið í álverinu. Inghildur Einarsdóttir deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu kynnti ný ákvæði í reglugerðum. Sveinn Jónsson verkfræðingur fjallaði um áhættumat og forvamir við bygg- ingu Fjarðaáls. Guðríður Guð- mundsdóttir og Arsæll Þórðarson fjölluðu um reynslu Héraðsverks og Suðurverks af áhættumati á vinnustað. Fram kom að skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað skal fela í sér: Sérstakt áhættumat Áætlun um heilsuvemd og for- varnir skal fela í sér að gerðar séu úrbætur í samræmi við niðurstöður áhættumatsins. Eftirfylgni að úrbót- um loknum. Áhættumat skal vera skriflegt og taka til vinnuaðstæðna starfsmanna, meta skal áhættu í starfi með tilliti til heilsufars starfs- manna, áhættumat þarf að gera fyrir alla atvinnustarfsemi án tillits til fjölda starfsmanna. Greiningu á að vinnuaðstæður séu skoðaðar á kerfisbundinn hátt og áhættuþættimir séu greindir og skráðir, mat á að allir áhættuþættir séu metnir, það er eðli, alvarleiki, umfang og orsök hættunnar, að gerð sé samantekt á niðurstöðum áhættu- matsins. Áætlun um heilsuvemd skal fela í sér forvamir. Áætlunin skal fela í sér að gerðar séu úrbætur í samræmi við niðurstöður áhættu- matsins, greina skaf frá til hvaða aðgerða verði gripið til að koma í veg fyrir eða draga úr þeirri áhættu sem kom í ljós við áhættumatið, þegar í stað skal bregðast við bráðri hættu, í áætlun skal forgangsraða úrbótum sem grípa þarf til vegna Eftirfylgni Atvinnurekandi skal tryggja eftir- fylgni að úrbótum loknum með því að meta úrbætur að ákveðnum tíma liðnum og gera endurbætur ef þörf krefúr, endurskoða skal áætlun um öryggi og heilbrigði ef breytingar verða á vinnuaðstæðum, vinnutil- högun eða framleiðsluaðferðum, þegar vinnuslys eða alvarleg óhöpp verða og ef upp koma atvinnutengd- ir sjúkdómar. Að endingu voru umræður með þátttöku allra. Ráðstefnustjóri var Leifur Gústafsson fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu. SigAð íbúafundur á Brúarási Hauksstaðir rifnir I byrjun mánaðarins rifu starfs- menn umhverfissviðs Fjarða- byggðar gömlu Hauksstaði á Reyðarfirði. Húsið var á homi Búðareyrar og Réttarholts og var notað sem geymsla fyrir áhalda- hús bæjarins til margra ára. Fram kemur á vefnum ijardabyggd. is „að óhætt sé að fullyrða að rif hússins mun bæta mjög ásýnd miðbæjarins en gengið verður frá grunni hússins í vor”. SigAð HAUST hefur ekki vottað starfsmannabúðir Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerir athugasemdir við frétta- umijöllun um hugsanlega sölu starfsmannabúða og fleiri húsa í eigu Impregilo á framkvæmda- svæði Kárahnjúkavirkjunar. Gerðar eru athugasemdir við að húsnæðið hefur ekki fengið úttekt byggingarfulltrúa og upp- fyllir ekki skilyrði hollustuhátta- reglugerðar um gististaði. GG Annar íbúafundur í röð þriggja slíkra funda i dreifbýli á Fljótsdals- héraði var haldinn í síðustu viku. Að sögn Aðalsteins Jónssonar, formanns dreifbýlis- og hálend- isnefndar Fljótsdalshéraðs og fúnd- arstjóra á fundinum, var fundurinn málefnalegur og þar bar margt á góma sem aðallega er tengt svæð- inu á Norðurhéraði. Mest var rætt um samgöngumál, skólamál, fjallskil, aðallega tengd Vopnafirði, fram kom að „menn eru ekki sáttir við að smala sjálfir og sækja líka”. Frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð fékk einnig ítarlega kynningu. I skólamálaumræðunni kom fram að íbúar voru hræddir um framtíð skólans á Brúarási, þar fækkar bömum. Fólk velti fyrir sér hvern- ig hægt sé að styrkja hann og taldi nauðsynlegt að auglýsa hann sem valkost fyrir einstaklingsmiðað nám. Foreldrar hvaðan sem er úr sveitarfélaginu gætu þá sent börn sín þangað, þama er vel uppbyggt skólahúsnæði með mötuneyti og góðri íþróttaaðstöðu. Samgöngumálaumræðan gekk að- allega út á að endurbæta þurfi tengivegi, sérstaklega á norður- svæðinu, og binda þá slitlagi, svo sem út Hlíð sem er tenging við Vopnaljörð. Mikið var þrýst á um að vegurinn út í Litla-Bakka verði lagður bundnu slitlagi vegna óheyrilegra þungaflutninga, tillaga kom fram um að Malarvinnslan legði þann veg bundnu slitlagi í einkaframkvæmd. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni kostar milljón að vinna efni og bera á hvem kílómetra, en bundið slitlag 7 til 10 miljónir á kílómeter, svo að á 7 árum fýkur það sem kostar að leggja bundið slitlag á þennan kafla út í loftið en bera þarf ofan í hann unnið efni árlega til að halda honum við. Einnig var lögð áhersla á að vegurinn á efra Jökuldal frá Gilsá inn í Arnórstaði, verði tekinn fyrir jafnhliða veginum um Skjöldólfsstaðahnjúk, enda liggja fyrir undirskriftir allra íbúa á efra Jökuldal um það mál. Rætt var um veginn af Kárahnjúkavegi út eftir Tungunni, út í Aðalból, sú fram- kvæmd er í einhverju uppnámi og fram kom að það er ótrúlegt hvað „skriffinnar og blýantsnag- arar í Reykjavík” geta þvælst fyrir atvinnumálum í dreifbýli. Itarleg kynning var frá Skúla Bimi Gunnarssyni um frumvarpið um Vatnaj ökulsþj óðgarð. „Aðför” að leikskólamálum á Brúarási var harðlega gagnrýnd, en þar var öllu starfsfólki sagt upp. Svokallaðir sameiningasinnar lýstu yfir áhyggjum með skólamálin og hvemig staðið var að uppsögn- unum og sagt var „lítilmannlegt að segja upp lærðum leikskólakennara eingöngu til að lækka laun”. Farið var yfir vinnu við að kort- leggja allar slóðir í óbyggðum á Norðurhéraði til að setja á kort sem fyrst og skilgreina notkun þeirra. Sú vinna er hafin og til stendur að setja hana inn í skipulagsvinnu sem stendur fyrir dymm. Það var álit fólks sem sat fundinn að hann hefði verið málefnalegur og upplýsandi, enginn æsingur og bæjarstjóm virt- ist skilja óánægju fólks. SigAð

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.