Austurglugginn


Austurglugginn - 08.03.2007, Blaðsíða 10

Austurglugginn - 08.03.2007, Blaðsíða 10
10 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 8. mars Samgöngunefnd Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi (SASSA) hefur sent frá sér umsagnir vegna tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun árin 2007-2010- 2018. Athugasemdirnar eru eftirfarandi: a) Vegamál SASSA fagnar þeim áföngum í vegabótum á Austurlandi sem inni á áætluninni eru, en vill jafnframt benda á og mótmæla að ekki er áætlað neitt ijármagn í heilsársveg um Öxi. Þá eru áætlanir um fækkun ein- breiðra brúa of seint inni á áætl- uninni og einnig er með öllu óásættanlegt að þjóðvegur 1 sé ekki kláraður á fyrsta tímabili áætl- unarinnar. Þykir SASSA að þessi atriði ættu að fá meira vægi í fyrsta áfanga áætlunarinnar og vill benda á margítrekaðar samþykktir SSA um samgöngumál í því sambandi. Auk þess bendum við á óviðunandi ástand vega til Borgaríjarðar-eystri og Mjóatjarðar, sem þurfa meira fjármagn fyrr á áætluninni. Auknir þungaflutningar á þjóðveg- unum hafa rýrt umferðaröryggi og m.a. þess vegna þarf að setja aukið fjármagn í þjóðvegina til að bæta það. Leiðrétting I frétt frá íbúafundi á Eiðum í síðasta blaði gætir smá mis- skilnings. Þar segir að ekkert af framkvæmdum sem dreif- býlis og hálendisnefnd Fljóts- dalshéraðs þrýsti á um svo sem veginn til Borgarfjarðar, út Hlíð, upp Fell og vegna þunga- flutninga frá Litla-Bakka sé á samgönguáætlun til „2018”, en á að sjálfsögðu að vera til 2011, nema kannski vegurinn upp Fell að einhverju leiti. Á tímabilinu frá 2011 - 2014 er reiknað með 200 millj- ónum í Borgarfjarðarveg og á tímabilinu frá 2015 - 2018 er reiknað með 860 milljónum. Fjárveitingar til tengivega mun hækka þó nokkuð frá og með 2008 svo meira verður til ráðstöfunar. SigAð SASSA um samgönguáætlun Meira fyrr b) Jarðgöng í jarðgangamálum vill SASSA lýsa yfir ánægju sinni með þá áfanga sem þar eru inni, en vill jafnframt benda á að margítrekað hefur verið ályktað um það á vettvangi SSA að næstu jarðgöng á Austurlandi eigi að vera Norðljarðargöng annars vegar og Vopnafjarðargöng hins vegar. Þykir það því skjóta skökku við að nú hafi Vopnafjarðargöngum verið ýtt út af áætlun, virðist því sem vettvangur sá sem sveitarstjómarmenn á Aust- urlandi hafi til að leggja áherslur á forgang í samgöngum, sé virtur að vettugi þegar á hólminn er komið. Tenging Vopnafjarðar við Hérað með umræddum jarðgöngum hefur byltingarkennd áhrif á svæðin beggj a vegna Helli sheiðar og að mati Byggðastofnunar eina ásættanlega leiðin til að rjúfa vetrareinangrun svæðisins norðan Hellisheiðar. Göng af þessum toga eru lykilatriði til að ná þeim megin markmiðum samgönguáætlunar um að bæta umferðaröryggi, stytta leiðir og hafa jákvæð áhrif á byggða-þróun. Með slíkum göngum myndi leiðin frá Vopnafirði til Egilsstaða styttast um 50 km, miðað við að fara svokallaða Háreksstaðaleið og jafnframt verða öll á láglendi. SASSA vill einnig koma því á framfæri að það hafi verið skiln- ingur sveitarstjómarmanna á Aust- urlandi, að Lónsheiðargöng væru sértæk aðgerð og staða þeirra nú á samgönguáætlun ætti ekki að hafa áhrif á aðrar framkvæmdir í fjórð- ungnum. SASSA fagnar því að fjármagn til rannsókna á svokölluðum mið- fjarðagöngum er komin inn á áætlun. Finna þarf leiðir til að flýta rannsóknarferlinu. Meðal annars má benda á nauðsyn þess að tryggja sem íyrst ömggar heilsárssam- göngur með jarðgöngum til og frá Seyðisfírði (um Seyðisfjarðarhöfn) sem er eina „vegtenging“ landsins til Evrópu og hefur verið það allar götur frá árinu 1975. Núverandi ástand hamlar mikið vexti og við- gangi kaupstaðarins. c) Flugmál SASSA fagnar því að Vopnaljarð- arflugvöllur sé nú komin inn í grunnetið, og að stækkun húsnæðis og flugvallar á Egilsstöðum sé þar inni einnig. Engu að síður er ljóst að ekkert ijármagn er áætlað í flug- vellina á Homafírði og Vopnafírði og er það með öllu óásættanlegt í ljósi þess mikilvæga hlutverks sem þessir flugvellir gegna. Lenging flugbrautar á Egilsstaða- flugvelli þarf að koma fyrr inn í áætlunina vegna hlutverks hans sem varaflugvallar til eflingar flug- öryggis í landinu. Því þarf jafnframt að fylgja áætlun um veg um Egils- staðanes. d) Fjarskiptamál SASSA vill að allir vegir að og á milli þéttbýlisstaða á Austurlandi verði nú þegar settir í GSM samband, og vill benda á að stórir hlutar þjóðvegar 1, em ekki með samband og einnig fleiri vegir og má þar nefna Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð, Mjóafjarðarheiði, Fagradal, Suðurljarðaveg, Skriðdal og Öxi. e) Hafnarmál SASSA vill að 24. grein hafnarlaga verði áfram inni og að ekki einung- is verði tíminn framlengdur, heldur einnig að aukið fjármagn komi inní þennan málaflokk. Einnig lýsir SASSA furðu sinni á því að ekki er áætlað fjármagn til endurbóta á ferjuaðstöðu við Seyðisfjarðarhöfn. Þar er aðstaða til tollskoðunar óásættanleg eins og margoft hefur komið fram og þá vantar þar aðstöðu fyrir frihöfn. Þar sem Seyðisfjarðarhöfn er í raun eina „vegtenging“ Islands við Evrópu, eins og fram hefur komið er það með öllu ófullnægjandi. Ennfremur vill stjóm SSA vísa til innsendra umsagna aðildarsveit- arfélaga SSA á Austurlandi og áð- ursenda samþykkt aðalfundar SSA um samgöngumál frá aðalfundi SSA á Homafirði 6.-7. okt 2006. Yfirlýsing Undanfarið hefur flogið fyrir að ég myndi taka sæti á framboðslista Frjálslynda flokksins í NA-kjör- dæmi vegna Alþingiskosninga á vori komanda. Ég get staðfest að ég hef rætt við ýmsa af talsmönnum flokksins í kjördæminu og einnig formann hans. Hef ég og ljáð máls á því að taka sæti á listanum, en ekki þó í neinu “lykilhlutverki”, þar sem ég hef talið mig eiga fullt í fangi með að sinna starfi mínu fyrir Djúpavogshrepp á þeim erfíðu og annasömu tímum, sem nú eru hér uppi. Undanfarið og raunar lengi hef ég kynnt mér áherzlur Frjálslynda flokksins, m.a. í fískveiðistjórn- unarmálum. Á fundum með Sigurjóni Þórðarsyni, verðandi leiðtoga flokksins í kjördæminu, hefur sú trú mín orðið enn sterkari að núverandi kerfí sé vægast sagt langt frá því að vera gallalaust. Gleggsta dæmið um það er, að þrátt fyrir að lengi hafí verið skorið við nögl við úthlutun veiðiheimilda, sjái þess óvíða stað að fískistofnar hafi braggazt að sama skapi. Yfirlýsing frá Birni Hafþór Guðmundssyni Ég hef horft upp á neikvæðar t afleiðingar “kerfisins” á tveim i stöðum, sem mér eru mjög kærir, c þ.e. á Stöðvarfirði og Djúpavogi. I Ég tel því að þarft sé, að rödd s flokksins m.a. í þessum málaflokki i heyrist í kjördæminu. £ Af persónulegum ástæðum hef ég 1 þrátt fyrir framangreint, ákveðið að 1 gefa ekki kost á mér á umræddan framboðslista vegna Alþingiskosn- inganna. Þær ástæður get ég ekki og þarf ekki að skýra frekar. Ég undirstrika, að ástæðumar snúa að engan hátt að samskiptum mínum við Sigurjón Þórðarson eða aðra talsmenn flokksins og óska ég honum alls hins bezta í komandi baráttu. Bj. Hajþór Guðmundsson

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.