Austurglugginn


Austurglugginn - 08.03.2007, Qupperneq 4

Austurglugginn - 08.03.2007, Qupperneq 4
4 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 8. mars Austur»gluggitin Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga. Póstfang: Hafnarbraut 4,740 Fjarðabyggð Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot & prentun: Héraðsprent Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Sigurfinnur L. Stefánsson 477 1571 - 821 3452 - finnur@agl.is Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Sigurður Aðalsteinsson 4771750 - 8991070 - sigad@agl.is Blaðamaður: Gunnar Gunnarsson 477 1755 - 848 1981 - frett@agl.is Gripurinn ofan í gröfinni. Mynd: Inga Sóley Kristjönudóttir Merkur fornleifafundur á Rangá Tíu beinagrindur undir kjallaragólfinu Fornleifafrœðingar munu á næstu mánuðum hefjast handa við að grafa upp fornan kirkjugarð sem er undir gamla íbúðarhúsinu á Rangá í Hróarstungu. Þegar hafa fundist tíu grafir undir kjallaragólfinu og ekki er ólíklegt að fleiri eigi eftir að koma í Ijós. Fornleifafræðingur telur líklegt að grafirnar séu frá miðöldum. Húsið er steinhús, byggt árið 1907 og verður því 100 ára í dag. Þegar grafið var fyrir húsinu var komið niður á fornan grafreit og bein úr honum tekin upp. I bók dr. Kristjáns Eldjáms, Kuml og Haugfé frá árinu 1956, segir að þar hafi fundist brot úr jámkatli, skeljarbrot og brot úr kambi. Munimir fundust árið 1915 „í uppblásinni dys skammt sunnan við túnið á Rangá.“ Þar hafði verið grafinn maður, hundur og hestur. I eldri útgáfu bókarinnar Sveitir og jarðir í Múlaþingi er einnig sagt ffá að spjót hafi fundist á þessum slóðum í kringum 1950, en það sé geymt á Þjóðminjasafninu. Húsið byggt ofan á gömlum kirkjugarði Heimamenn á Rangá höfðu því varann á þegar þeir hófust handa við að dýpka kjallarann í byrjun júlí svo hægt yrði að einangra gólfið. Þeir höfðu heldur ekki grafið lengi þegar kjálki úr manni og síðar hauskúpa komu í ljós. Inga Sóley Kristjönudóttir, minjavörður Aust- urlands, var þá kölluð á staðinn og seinasta sumar gróf hún upp þrjár grafir. „Þetta fannst í innsta herberginu í kjallaranum. I því em um 12,5 metrar sem ekki hefur verið steypt gólf ofan á. Þeir fundu gröf upp við ytri vegginn en það mótar fyrir tíu gröfum í svæðinu,“ segir Inga Sóley sem útilokar ekki að fleiri grafir eigi enn eftir að koma í ljós. „Húsið er bara byggt ofan á gömlum kirkjugarði. Það gæti verið meira undir planinu fyrir utan húsið. Vegurinn liggur þó meðfram svo það sem þar var gæti verið horfið. Enn hafa engar útlínur bygginga eða kirkjugarðsveggur fundist svo ég myndi vilja taka könnunarskurð fyrir utan til að athuga hvort þar sé eitthvað. Það eru líka örugglega grafir undir steypta gólfinu. Ég gróf upp þær þrjár grafir sem sáust í sumar, nema í tveimur þeirra vom fótleggirnir undir steypta gólfinu.“ Til að komast að þeim þarf að rífa upp gólfið. „Það gæti þurft að rífa upp allan kjallarann. Steypta gólfið er ekki einangrað og ég reikna með að heimilisfólkið vilji endumýja það og einangra. Best færi á að geta rifið það upp í sumar og vor til að geta grafið og klárað.“ Beinin mjög morkin Beinin í gröfunum sem búið er að grafa upp eru flestöll mjög illa farin, enda hafa menn nánast gengið á þeim fyrst eftir að húsið var tekið í notkun. „Það eru ekki nema fimm sentímetr- ar og það hefur bæst ofan á beinin síðan húsið var tekið í notkun svo í byrjun hafa menn nánast gengið á beinunum. Beinin eru orðin mjög morkin og sunt molnuðu nánast þegar ég tók þau upp. Önnur eru orðin mjög flöt, eiginlega bara í tvívídd." Inga Sóley telur að tvær af gröf- unum tíu sem komnar eru í ljós séu bamagrafir, þær séu svo litlar. Grafimar séu annars ekki stórar, ein sem opnuð var í sumar var ekki nema 28-30 sentímetrar á breidd og þar snéri beinagrindin á ská í timburkistunni. Aldur grafanna er enn óþekktur, en Inga Sóley segir líklegt að þær séu að minnsta kosti frá miðöldum. „Það vantar nær öll öskulög ofan á og þau eru heldur engin undir þar sem þar hefur verið hlaðið torfi til að slétta, fyrir utan að þama er alls staðar búið að grafa og róta. Það er þó öskulag frá 1780 ofan á svo grafimar eru eldri en það. Grafirnar liggja mjög þétt, snúa austur-vestur sem er dæmigert fyrir kirkjugarðs- grafir, þær virðast frekar fomar og um þær em engar heimildir. Þetta bendir því allt aftur til miðalda.“ Uppgröfturinn á Rangá kemur til með að flokkast sem neyðarupp- gröftur, en í þann flokk falla fom- minjar sem finnast óvænt við fram- kvæmdir sem ekki er hægt að stöðva. Þegar um stærri aðila er að ræða er þeim skylt að kosta uppgröft, en Fornleifavernd aðstoðar minni aðila við ijármögnun. Sú vinna er hafm og verður efld á næstu vikum, en hægt er að byrja að grafa á vormán- uðum, apríl/maí, þar sem grafirnar em innandyra. Fornleifavemd fær tilboð frá einkaaðilum sem skila inn verklýsingu þar sem meðal annars kemur fram hversu margir munu starfa að uppgreftrinum. Inga Sóley líkir fundinum á Rangá við upp- gröft í Keldudal í Skagafirði, en þar fundust mannabein við byggingar- framkvæmdir haustið 2002. Við rannsókn kom í ljós að um foman kirkjugarð var að ræða. Vorið eftir fundust síðan mannabein á jörðinni við jarðvegsframkvæmdir og rann- sókn þar leiddi í ljós íjögur kuml. Enginn draugagangur Einn gripur fannst í fyrrasumar, en hann hefur ekki verið greindur. „Þetta er 4x5 sentímetra hlutur, virðist vera viðarbútur sem eitthvað hefur verið vafið um. Hann fannst ofan á kvið einnar beinagrindarinn- ar, en ég veit ekki hvort hann hefur verið ofan á eða ofan í kistunni.“ Þeir sem eiga beinin á Rangá virðast hinir rólegustu. Þeir gerðu ekki vart við sig fyrir hundrað árum þegar hluti þeirra var fjarlægður og hafa heldur ekkert krælt á sér enn, þó sumir séu enn hálfir ofan í moldu. „Heimilisfólkið kannaðist ekki við það. Beinagrindumar hafa verið í kjallaranum frá því húsið var byggt. Ég spurði það um daginn hvort það hefði orðið vart við eitthvað síðan ég opnaði grafimar en það vildi ekki kannast við það, sagði að það hefði bara verið mjög friðsælt. Kannski er grafarbúamir fengir að losna við umganginn.“ GG ■f ' V • M. * ‘ fy .: t ■r ■■ -'jyj i .-. > - V: ý. "'ýsr1.'fy.... f • V/.. F.SÍsi'K..- '* J,' , ' . . ' ♦ ’ •K t./r Beinin voru orðin mjög morkin og sum molnuðu nánast þegar þau voru tekin upp. Önnur voru orðin mjög flöt, eiginlega bara i tvívídd. Mynd: Inga Sóley Krist- jönudóttir

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.