Austurglugginn


Austurglugginn - 08.03.2007, Síða 6

Austurglugginn - 08.03.2007, Síða 6
6 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 8. mars Sigurður Staples (Súddi) veiðivörður Eyjum Breiðdal. Mynd: SigAð Meistaraprófsritgerð Hrafnkels Lárussonar um íslensk sveitarblöð um aldamótin 1900 er komin út á bók hins vegar er í blöðunum afþreying- ar- og skemmtiefni. „Þetta er fjöl- breyttur og skemmtilegur miðill og efnið stendur fólki jafnan nærri. Það er að tjá sig um sín hagsmunamál og ræða við sveitungana hvemig efla megi hag allra hreppsbúa," segir Hrafnkell og bendir á líkindi með blöðunum og bloggsíðum tækniald- ar. „Stór hluti bloggara er að skrifa fyrir sjálfa sig, vini sína og kunn- ingja, þó fleiri geti lesið efnið og hópurinn sé ekki jafn lokaður og í sveitarblöðunum. I báðum tilvikum er hópurinn að mestu einskorðaður við það sem snertir einstaklinga í hópnum persónulega og umræðan er því ekki eins almenn og oft er í stærri fjölmiðlum." Ekki var heldur óalgengt að greinar í sveitarblöðunum væru birtar án þess að höfundar væri getið en bloggið hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa einstaklingum að vega að öðrum undir skjóli nafnleyndar. Einlægari skrif „Það er mjög algengt að greinar í sveitarblöðunum séu nafnlausar eða ritaðar undir upphafsstöfum. Þetta var jafnan leyft með því skilyrði að ritstjórn viðkomandi blaðs vissi hver skrifaði. Skrif fólks í sveitarblöðum vom líka oft einlægari og siður hátíðleg en í stærri miðlum. Fólk leit á blöðin sem menntunartæki og því var lögð áhersla á að fá ungt fólk til að tjá sig í sveitarblöð- unum, til að undirbúa sig undir að skrifa í „stærri“ miðla, svo sem prentuð landsmálablöð. Menn litu á fjölmiðlaheiminn sem stigskipt- an, sveitarblöðin væm grasrótin, landsmálablöðin þar fyrir ofan og fræðileg tímarit á toppnum.“ Utgáfa sveitarblaðanna var vetr- ariðja enda vinnuálagið í sveitunum ekki eins ákaft yfir veturinn eins og á öðrum árstímum, en þó vom dæmi um blöð kæmu út yfir sumartímann. Stundum stóðu félög að útgáfu blað- anna sem kusu ritstjórn, eða ritstjóri með félag, oftast lestrarfélag, að baki sér. Stundum stóðu menn líka alveg einir að útgáfunni. En sveit- arblöðin lifðu sjaldnast lengi. „Ef blað Iifði í tvo, jafnvel þrjá, vetur þá var það langlíft. Legðist útgáfan af byrjuðu menn frekar upp á nýtt með nýju nafni, þó jafnvel sömu einstaklingamir stæðu að blaðinu. Menn virðast hafa viljað byija með hreint borð, hvort sem ímynd blaðs- ins var góð eða slæm.“ Bókin er til sölu i Samkaupum á Egilsstöðum en einnig má panta eintak hjá höfundi með því að senda tölvupóst á netfangið hrafnkell.lar- usson@gmail. com. forfeðranna Mynd: GG kirkjusókn. Blöðin voru skrifuð í mjög fáum eintökum og látin ganga á milli bæja eða skrifuð í bók og lesin upp á almennum fundum. „í minni heimasveit var gefið út blað í upphafí 20. aldar sem hét Baldur. Það virðist hafa verið gefið út í þremur eintökum, enda skiptist dal- urinn landfræðilega í þrjú svæði. Þessi aðferð virðist víða hafa verið viðhöfð.“ Elsta varðveitta blaðið sem Hraftikell vann með hóf að koma út árið 1866 og og það yngsta hætti að koma út árið 1908 og afmarka þessi ártöl viðfangsefnið í tíma. Landfræðilega afmarkast efnið var svæðið frá Strandasýslu í vestri austur með Norðurlandi til Múlasýslna. Ákveðið efni fyrir ákveðinn hóp I megindráttum skiptist efni blað- anna í tvennt. Annars vegar eru menn að skrifa um hagsmunamál og Blogg Fyrir skemmstu kom út fyrsta bókin í meistaraprófsritröð Sagn- frœðistofnunar Háskóla Islands. Fyrsta ritgerðin sem geftn er út er ritgerð Breiðdœlingsins, Hrafnkels Lárussonar. Hún ber heitið I óræðri samtíð með óvissa framtíð ogfjallar um íslensk sveitarblöð og samfélags- breytingar um aldamótin 1900. Hrafnkell útskrifaðistfrá Hlsumarið 2006 með MA-gráðu í sagnfrœði. Hann starfar nú sem safnvörður á Minjasafni Austurlands auk þess sem hann er sjálfstœtt starfandi fræðimaður. „Margar þeirra MA-ritgerða sem skrifaðar eru fjalla um áhugavert efni en örlög flestra verða þau að lenda upp í hillu á Landsbókasafninu þar þær vekja litla athygli. Hugmyndin með ritröðinni er að koma völdum ritgerðum á ffamfæri. Til stendur að gefa út eina bók á ári. Vinna við mína bók var farin af stað í fyrra og hún nánast tilbúin fyrir jól þó hún kæmi ekki út fyrr en í nýliðnum febrúarmánuði. Eg var farinn að huga að því gefa ritgerðina mína út sjálfúr þegar mér var boðið að vera fyrstur í ritröðinni. Það var mjög ánægjulegt og heiður fyrir mig.“ Við, hinir, samfélagshyggja og heimilishyggja Bókin er þrískipt. Fyrsti hlutinn og sá stærsti fer í að gera grein fyrir sveitarblöðunum; hvemig þau virkuðu og hvað þau ætluðu sér. í seinni hlutunum tveimur vinnur Hrafnkell út frá eigin skilgreiningu Hrafnkell Lárusson á hugtakaparinu „við og hinir“, þar sem „við“ eru íbúarnir á útgáfusvæði hvers blaðs en „hinir“ fólk sem flust hefur burt. „Eg reyni að varpa ljósi á hvaða áhrif samfélagsbreyting- amar, einkum flutningur fólks úr sveitunum, hafði bæði á þá sem eftir sátu sem og hina sem fluttust burt. Um og fyrir aldamótin 1900 var líka innbyrðis togstreita í sveit- unum um hvemig samfélag menn vildu byggja. I bókinni beiti ég tveimur megin skilgreiningum til að skýra hugarfarsleg átök í sveitunum. Annars vegar var þar um að ræða það sem ég kalla heimilishyggju, en fylgjendur hennar vildu halda áfram að búa að sínu óháð breytingum á samfélaginu. Hinn straumurinn var það sem ég nefni samfélagshyggju, en þeir sem hölluðust að henni vildu virkja samtakamátt íbúa sveitanna til að standa gegn breytingunum." Sveitarblöðin vom handskrifuð blöð og afmarkaðist útbreiðslu- svæði þeirra af einum hreppi eða

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.