Austurglugginn


Austurglugginn - 08.03.2007, Síða 14

Austurglugginn - 08.03.2007, Síða 14
14 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 8. mars Heppuskóli sigraði í Skólahreysti Keppendur urðu að halda góðum takti þegar þeir klifruðu I grindinni I hraðabraut- inni. Mynd: GG Heppuskóli sigraði í 6. riðli Skóla- hreystis sem fram fór á Egilsstöðum í seinustu viku. Lið skólans sigraði í tveimur greinum, armbeygjum og hraðabraut, og fékk alls 69 stig. Keppnin var mjög jöfn, og næsta lið, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, fékk 68 stig, en það sigraði dýfur og fitnessgreip. I þriðja sæti varð Grunnskóli Egilsstaða og Eiða með 66 stig. Þá vann Grunnskól- inn á Stöðvarfirði í upphífíngum. I leppuskóli fer suður til Reykjavík- ur og keppir þar í úrslitakeppninni 26. apríl næstkomandi. Um átta hundruð áhorfendur mættu í íþróttahúsið á Egilsstöðum og hvöttu sín lið til dáða. GG Úrslit úr einstökum greinum: Vpphífmgar: Grunnskólinn á Stöðvarfirði - Sindri Brynjar Birgisson 17 stk. Armbeygjur: Heppuskóli Iðunn Tara Asgrímsdóttir - 28 stk. Dýfur: Grunnskóli Fáskrúðsf. Hilmar Bjartþórsson - 23 stk. Fitnessgreip: Grunns. Fáskrúðsf. Bryndís Hjálmarsd. - 02:55 mín. Hraðuþraut: Heppuskóli Hilmar Guðjónsson - Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir - 03:03 mín. Er betra að hanga þar eða hér? Kepp- endur I fitnessgreip. Mynd: GG Mikill áhugi var hjá þeim sem ekki fengu að keppa að prófa hraðabrautina að lokinni keppni. Mynd: GG Úrtaksæfingar í Fjarðabyggðarhöllinni Átján stelpur úr sex félögum tóku þátt í úrtaksæfingum U-17 ára landsliðskvenna í Fjarðabyggð- arhöllinni um helgina undir stjórn Kristrúnar Lilju Daðadóttir, lands- liðsþjálfara. Stelpurnar sem tóku þátt í æfíngunum eru fæddar árin 1991, 1992 og 1993. Þær eru eft- irtaldar. Frá Einherja: Berglind Stein- dórsdóttir, Dagný Steindórsdóttir, Ingunn Olafsdóttir, Kristín Emils- dóttir, Vala Karen Gunnarsdóttir. Frá Hetti: Andrea Valgeirsdóttir, Anna Berglind Jónsdóttir, Elva Björt Stefánsdóttir, Magnhildur Magnúsdóttir, Rebekka Tryggva- dóttir, Rós Sigurðardóttir, Unnur Arna Borgþórsdóttir. Frá Huginn: Jóna Ólafsdóttir, Unnur Sif Hjartadóttir. Frá Leikni: Birna Guðmunds- dóttir, Elísa Sverrisdóttir, Inga Magnúsdóttir, Ingiborg Jónsdóttir Kjerúlf, Jóhanna Guðmundsdóttir, Sigurdís Gunnarsdóttir, Tanja Rún Kristmannsdóttir. Frá Sindra: Anna Lind Þórhalls- dóttir, Árdís Drífa Birgisdóttir, Ásta Steinunn Eiríksdóttir, Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir, Bríet Braga- dóttir, Brynja Rut Borgarsdóttir, lleba Björg Þórhallsdóttir, Hulda Björg Sigurðardóttir, Iðunn Tara Ásgrímsdóttir, Lejla Cardakilja, Róslín Alma Valdemarsdóttir. Frá Þrótti: Ama Vilhjálmsdóttir, Birna Ó Bjamadóttir, Freydís Hjörvarsdóttir, Guðný Björg Guð- laugsdóttir, Hafrún Sigurðardóttir, Tinna Heimisdóttir. Það var lif og fjör á landsliðsæfingu ungu stúlknanna I Fjarðabyggðarhöll- inni á laugardaginn, ekkert gefið eftir og tekið rækilega á þvi. Mynd: SigAð Fjarðabyggð sigraði Reykjavíkurmeistarana Jóhann Benediktsson skoraði fyrra mark Fjarðabyggðar en Halldór Hermann Jónsson skoraði siðan sigurmarkið á lokaminútunni. Mynd: SigAð Fjarðabyggð gerði sér lítið fyrir og sigraði nýkrýnda Reykjavík- urmeistara Fylkis 2 - 1 í æfingaleik í Fjarðabyggðarhöllinni síðasta laugardag. Um 100 manns mættu á leikinn og hefur ófærð og leiðinlegt veður víða um fjórðunginn eflaust sett strik í aðsóknina en haugarign- ing og krapahríð var úti meðan leik- urinn fór fram. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að hafa hús eins og Fjarðabyggðarhöllina þegar svona stendur á. Leikurinn var í jafnvægi lengst af, nema fyrstu mínútumar sem Fylkir átti meira í. Jóhann Benedikts- son skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fjarðabyggð en Andrés Már Jóhannsson jafnaði fyrir Fylki, sem söknuðu nokkurra fastra leikmanna. Það var svo Halldór Hermann Jónsson sem skoraði sigurmark Fjarðabyggðar á lokamínútu venju- legs leiktíma. Reykjavíkurmeist- arar Fylkis fengu tækifæri til að jafna þegar þeir fengu vítaspyrnu í uppbótartíma en Kjartan Andri Baldvinsson brenndi henni af. í þessum æfingaleik við Fylki á var einn ungur drengur úr Kópavogi, Guðmundur Atli Steinþórsson til reynslu í liði Fjarðabyggðar. Guð- mundur er 20 ára sóknamaður hann er uppalinn í HK en spilaði fjóra leiki með Grindavík í úrvalsdeild- inni í fyrra. SigAð

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.