Rödd samtakanna

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Rödd samtakanna - 15.12.1939, Qupperneq 3

Rödd samtakanna - 15.12.1939, Qupperneq 3
RÖDD SAMTAKANNA ' Föstudagurinn 15. desember 1939. Rödd samfakanna tJtgefandi: Landssamband íslenzkra stéttarfélagá. Abyrgðarmaður: Benjamín Eiríksson. Landssamb. ísl. stéttarfélaga Skrifstofa: Hafnarstræti 19. Opin kl. 4—7 s.d. Sími 4358. Víkingsprent h.f. Landssamband íslenzkra sféff~ arfélaga Með stofnun Landssambands ís- lenzkra stéttarfélaga hefur íslenzk verkalýðshreyfing stigið þýðingar- mikið spor í rétta átt. Lýðræðis- leg stéttarsamtök eru verkalýðn- um og öðrum launþegum þýðing- armesta og beittasta vopnið í bar- áttunni fyrir bættum launakjörum og vinnuskilyrðum. Um leið eru þau máttug lyftistöng fyrir alla al þýðu — félaglega og menningar- lega. Þróun verkalýðssamtakanna hefur seinustu árin leitt þau inn í öngþveitisástand, sem aðeins er hægt að greiða fram úr með sam- eiginlegum átökum allra, sem bera hag og heill samtakanna fyrir brjósti. En sérstaklega verður þó verkalýðurinn sjálfur að berjast fyrir því, að leysa skipulagsmál sín, og losa samtökin úr hinum reyrðu fjötrum Alþýðuflokksins. Með stofnun Landssambandsins skipulagi þess og lögum, er skap- aður grundvöllur fyrir sameiningu stéttarsamtakanna í landinu' í einu landssambandi, með full- komnu lýðræði innan vébanda sinna, en það krefst aftur þess, að sambandið sé óháð pólitískum flokkunum. I Landssambandi ísl. stéttarfé- laga eru í Reykjavík eftirtalin fé- lög: Verkamannafélagið Dagsbrún. Sveinafélag húsgagnasmiða. Sveinafélag múrara. Félag járniðnaðarmanna. A. S. B. Félag bifvélavirkja. Félag blikksmiða. Þvottakvennfélagið Freyja. Sveinafélag skipasmiða. Rafvirkjafélag Reykjavíkur. Sveinfélag veggfóðrara. Landssambandsfélögin boða til almenns verkalýðsfundar í Nýja Bíó n. k. sunnudag, og hef ja merk- ið til baráttu gegn árásum þeim á lífskjör hins vinnandi fólks, sem steðja að úr öllum áttum. Þar með sýna þau betur en hægt er að gera í löngu máli hvers virði lýðræðisleg og óháð stéttar- samtök eru fyrir hagsmuni alþýð- unnar. Hin hlekkjuðu samtök eru lítils virði þessa stundina, nema helzt í hinum pólitíska skollaleik. Framundan er hörð barátta til þess að hindra það, að hægt verði að velta þungum byrðum styrjald- arinnar yfir á hið breiða bak verkalýðs og annarra iaunþega. Höfuðvopn alþýðunnar eru sam- tökin, þessvegna verður að efla þau og treysta. Einu lýðræðislegu og óháðu samtökin á landsmæli- kvarða, sem stéttarfélögin eiga er Landssambandið. Þess vegna verð- um við að berjast fyrir vexti þess og viðgangi. BJaroráðln: Þrælahald Hver sem hefur nokkumtíma trúað því að alþingismennirnir væru fulltrúar þjóðarinnar allrar getur nú nuddað stýmmar úr augunum og sannfærst um, að þeir sem af einhverjum ástæðum verða aftur úr í samkeppni hins sjálf- stæðari hluta þjóðarinnar, svo að þeir verða öðmm háðir, eru nú á alþingi taldir óæðri manntegund sem má ráðbtafa .eftir geðþótta hinna. Islendingum blöskrar að heyra um gyðingaofsóknir nazistanna sem telja það aðalbjargráð sín að útiloka af frjálsum vinnumarkaði pólitiska andstæðinga sína — gyð- inga og konur, til þess að rýma fyrir hinum. Líklega hefur fæstum dottið í hug að gripið yrði til svipaðra ör- þrnaráða hér á íslandi. En viti xnenn, á því herrans ári 1939 koma fram á Alþingi ýmiskonar laga- fyrirmæli, sem öll miða í þá átt að lögbjóða þrælahald á Islandi. Því hvað er það annað en þræl- dómur, ef þér er skipað að fara hvort á land sem er, ef einhver ,velferðamefnd” eða fátækra- stjórn vill senda þig þangað, með þeim kjömm, sem þessir drottn- arar þínir skammta þér, án nokk- urs tillits til vilja þíns eða hags- muna, fyrir það eitt að þú ert fá- tækur ? Það er jafnvel svo að sjá, að ekki þyki nóg að heimila þessum yfirvöldum að flytja fólkið nauð- ugt eins og framfærslulagafrum- varpið ákveður, heldur sýnist „höggorms”-frumvarpið gera það að skyldu velferðamefndarinnar að flytja þá í nauðungarvinnu, sem vitað er um að séu framfærslu- þurfar, þ. e. þá, sem beðið hafa ár- angurslaust um vinnu eða sveitar- hjálp. Það hljómar svo fallega, að sá sem ekki vilji vinna, eigi ekki mat að fá, því vinnan sé eini rétti mælikvarðinn á framlag til þjóð- . félagsins. I lengstu lög leitast menn við að komast af án hjálpar hins opinbera og þeir, sem ekki hafa reynt það sjálfir, telja sér trú um að þeir lifi erfiðara lífi heldur en hinir, sem hafa orðið að leita opinberrar hjálpar. Menn gæta ekki að því, að hér á landi er ekki í annað hús að venda, þegar neyðin sverfur að vegna atvinnuleysis, sjúkdóma eða ómegðar. Atvinna manna er ekki svo góð að þeir geti sjálfir tryggt sig fyrir skakkaföllnnum, og i hóp styrkþeganna er fjöldi manna sem vinna vinnu, sem ekki er talin launaverð, þó engin störf séu þjóð- félaginu nauðsynlegri, þar sem em allar þær konur, sem bundnar em við heimilisstörf og uppeldi bama sinna, og geta ekki leitað sér ann- arrar atvinnu. Engar tryggingar ná til þeirra að heita má, því slysatryggingarn ar ná skammt. Við skulum líta á ekkjur sjómannanna, sem hætta lífi sínu fyrir afkomu allrar þjóð- arinnar. Sú litla tryggingarupp- hæð sem sjómannsekkjan fær, nær Kjörorð Vhinna vinnandi stétta er: Sameinumst ti! baráttu á grund velli Landssambands íslenzkra stéttarfélaga, sem er hin einu lýð- frjálsu, óháðu landssamtök stétt- arfélaganna! skammt. Eftir lengri eða styttri tíma verður hún að leita á náðir hins opinbera með börnin sín nema henni komi einhver sérstök hjálp annarsstaðar að. Þetta er þá hjálpin, sem Alþingi ætlar henni, að senda hana nauðuga í vist á eitthvert heimili, sem henni verður vísað á, án þess að nokkur trygging fylgi um laun eða aðbúð. Og vitað er það að sveitaheimilirí mundu ekki geta greitt slíkri konu nokkur laun, ef hún hefði t. d. tvö börn með sér, en barnsmeðlögin eru nær helmingi lægri til sveita heldur en hér. Það er enginn vafi á því að hinn fyrirhugaði nauðungarflutningur „styrkþurfa” mun koma harðast niður á konum og bömum, enda mun hann einkum ætlaður til þess að útvega sveitunum ódýran vinnu kraft kvenna. Þá er einnig ætlazt til þess að nú verði sveitarstjóm- um heimilað að skilja hjón „um stundarsakir” og einnig fela breyt ingar framfærslulaganna í sér heimild til nauðungarflutnings bama og gamalmenna. Framhald á 4. síðu Hínar nýju SHELL SMURNINGSOLIUR A ALLAR BIFREIÐAR Bcztar — Drýgstar SHELLSMURT ER VELISMURT Sagan af Eldejjar-Hlatta er komin í bókayerzlanir Bókaverzlan Isafoldarprentsmlðia Þegar íslendlngar glötnðn sjálistæði sínn á árnnnm 1262-64 stei$ þjódín það hættule^a spor að trúa úflendín$um fyrir sígtíngamálum sínum, Með stofnnn H.f. Eimskipn- félags íslands endunheímfi þjóð xor þessí mál í sínar hendur, og sfeíg þar með eíff híð heílladrýgsfa spor í sjálfsfæð~ ísbaráffunnL Veríð sanniir Isíend~ ingatr með því að fetrðasf með FOSSUNUM, og láfíð EIMSKIP annasf alla roruflufnínga ydar.

x

Rödd samtakanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rödd samtakanna
https://timarit.is/publication/1716

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.