Skíðablaðið - 31.03.1939, Blaðsíða 2

Skíðablaðið - 31.03.1939, Blaðsíða 2
2 SKÍÐABLAÐIÐ i # • • • • • • •• • ••-*•••••••• • • •-• •••••♦•••♦♦•- Þegar þér komið þreytiir og sveittir af skiðum, finnið þér bezt hver nauðsyn er að þvo sér úr góðri sápu. mr Vér frumleiðiun 12 úrvalslegundir. Sápuverksmiðjan „SJÖFN kk Akuroyri. SKÍÐAFÓLK! Varizt sólbruna. Munið að taka með sólollu úr Stjörnu-Apoteki. Ennfremur allt í lyfjakassa. B. S. A. sáini 9. Landsmótið 1940. SkíðanefBd í. R. A. hyggst að fá því framgengt að landsmótið næsta vetur verði háð hér. En slíkt kostar vitanlega mikinn und- irbúning og margt af því sem gera þarf, verður að komast í fram- kvæmd á sumri komanda. Það þarf að byggja stökkbraut, til æf- inga fyrir skíðamennina hér. Væri hún vel sett í Miðhúsaklöppum, þar sem stokkið var á dögunum. Við þá brekku þarf að hlaða að- rennsli, þurrka mýrina fyrir neð- an o. s. frv. Verk þetta kostar ekkert aðkeypt efni, aðeins nokkra vinnu. Einnig þarf í sumar að ryðja og slétta svigbraut þarna við klappirnar. Yfirleitt er staður þessi mjög álitlegur sem æfinga- svæði fyrir bæjarbúa. Eru þar brekkur við hæfi allra — stuttar, brattar, langar, líðandi, gönguland ágætt og skemmtilegir smáhólar. Bílvegur er alla leið uppeftir og væri tilvalið að byggja þarna skýli og selja veitingar á sunnu- dögum. Mætti koma fyrir hátal- ara, svo klappirnar endurómuðu af músík og glöðum söng. Stutt er tii ljósaþráða og því auðvelt að lýsa staðinn. Ýmislegt fleii-a mætti gera til þess að laða unga og aldna að þessum stað og gæti hann með tímanum orðið vetrarsamkomu- staður bæjarbúa. Vitanlega er markið það, að Siem flestir fari á skíðum. Fólk hefir alltof litla útivist yfirleitt- Það kúrir inni og ber í brjósti kvíð- boga fyrir vetrinum, verður kul- sælt og kveifarlegt. Ef takast mætti að lokka fólkið út, myndi þessi kvíði og áhyggjusvipur hverfa smátt og smátt, en í stað þess yrði gamla vetri tekið með fögnuði. Landsmót á Akureyri myndi á- reiðanlega glæða áhuga meðal al- mennings, bæta á ýmsan hátt að- stöðu til skíðaiðkana og verða ungu fólki hvöt til þess að byrja strax í haust að æfa. H. f oooooo B. S. O. i 260. Vfiilor. Feikna-úrval nýkomið. Tómas fiiömsson. ••♦%••••.••••••.••••••;•••.••••••••••••••••• •••••••••*••••»•••••••••••• •••«••••••••••••• Allar fegurðarvörur bezt að Kaupa hjá „BYL6JU “. MliNIÐ að panta f tíma fyrir Páskana. Hárgreiðslustofan ,,BYLGJA“. Nýkomið: HvHkál Rauðkál K uuðrófur (> u I r æ I u r Panfið strax, fáiim ekki meira kái fyrir páwka. Kfötbúð K. E. A. Karlmannabuxur nýkomnar. Kaupfélag Verkamanna. Ef þið eruð smekklega klædd að staðaldri þá gerir það sitt til að auka gengi ykkar. — En þó alveg sérstak- lega, ef fötin eru saumuð hjá oss, og efnið er frá Gefjun — Ávalt fyrirliggj- andi mikið úrval af margskonar fataefn- um karla, kápu- og dragtaefnum kvenna, Fyrsla flokks vinna otf illlegg. Fyrsla flokk» efnl. — Fyrsla flokks klœðskerar. - Saumastofa Gefjunnar Húsi K E. A. III. hæð.

x

Skíðablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skíðablaðið
https://timarit.is/publication/1717

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.