Skíðablaðið - 13.12.1941, Blaðsíða 1

Skíðablaðið - 13.12.1941, Blaðsíða 1
Aulcablaf}. 4. árg ÚTGEFANDl: SKÍÐANEFND í. R. A, Akureyri, 13. desember 1940 1, tbi. Glervörur. Viljið þér neyta matar yðar, kaffis eða annara hressinga á kyrlátum og vistlegum veitinga- stað, ættuð þér að líta inn hjá oss í næstu viku fáum við mikið úrval af glærum og mislitum glervotum. Kaupfelag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. Gildaskáli ^ Um snjó og snjóle/si. Öskum viðskiftavinum vorum G leð ilegr'a jóla og farsœls komandi árs. Axei Krisfjánsson h.J. Gleðileg jól! Skóverzlun M. H. Lyngdal. Óska öllum viðskiptavin- um mínum gleð ilegr a jóla og farsœls komandi árs með þökk fyrvr viðskiptin á liðnu ári. Stefán Jónsson, klæðskeri — Akureyri Síðastliðinn vetur var, eins og menn muna, með afbrigðum snjó- léttur, má telja, að það hafi aðeins verið um 3 vikur, sem snjór lá hér á láglendi. Fannst þá mörgum ó- vænlega horfa fyrir skíðaíþrótt- inni, og óneitanlega hafði snjó- leysi þetta ýms truflandi áhrif á skíðalífið í landinu; þannig varð t. d.'að aflýsa, vegna snjóleysis, Landsmóti skíðamanna, sem ráð- gert var að yrði í Reykjavík. Hér á Akureyri varð þessara truflana miklu síður vart, að vísu varð aö fella niður sum atriði eins og stökk og brun, en að öðru leyti fór Skíðamót Akureyrar 1941 fram eins og ekkert hefði í skor- izt, og voru ágætar keppnir haldn- ar t. d, í svigi. Áhorfendur voru af eðlilegum ástæðum miklu færri en ella hefði orðið, þar sem keppnin var haldin uppi í Akur- eyrarfjalli. Mest var þó um það vert, að skíðamennirnir voru í góðri þjálfun og það þótt þeir ættu nú miklu langsóttara í snjó- inn en áður, fór þeim þar líkt og spámanninum er fjallið ekki kom til hans, þá kom hann til fjalls- ins. Skíðamenn vorir hefðu í fyrra reynzt öðrum skíðamönnum landsins skeinuhættir, hefði þeim gefizt kostur á að keppa við þá, en af því gat ekki orðið. Nú líður að því að tíma bært verði að hugsa til þjálfunar undir mót þau, sem ráðgerð eru á þessum vetri. Enn er ekki afráðið hvar lands- mót skíðamanna verður haldið nú í vetur, í. S. í. ákveður það, en Skíðanefnd í. R. A. hefir fyrir sitt leyti sótt um að það yrði á Akur- eyri. Eitt er þó afráðið, mótið verður ekki láið falla niður, held- ur verður það, — ef snjóleysi hamlar á þeim stað, sem ákveð- inn verður, — flutt til staðar, sem hentugur þykir og nægur snjór er á. Það er út af fyrir sig ekkert aðalatriði að margir áhorfendur komi á mótin, auðvitað er það á- kaflega æskilegt íþróttinni til út- breiðslu óg eflingar, Aðalatriðið er, að hinn íþróttalegi grundvöll- ur verði tryggður, efldur og hækkaður. Síðastliðinn vetur sýndu skíðamenn vorir algerlega réttan skilning á þessu og stund- uðu íþrótt sína af kappi, enda mun skíðaíþróttin vera sú íþrótt, sem með mestum blóma stendur hér á Akureyri. Eitt er og víst, að hvað, sern snjó eða snjóleysi á láglendi líður, þá munu skíðamennirnir ótrauðir leita til fjallanna og fara þar á skíðum eins fljótt og færi gefst. Þangað sækja þeir lífsþrótt og þrek, víðsýni og glaðar stundir. Skíðamenn! Kynnist norsku hetjunni Ro- ald Amundsen með því að kaupa og lesa bók hans Sókn mín til heimsskautanna, í prýðilegri þýðingu Jóns Ey- þórssonar, veðurfræðings. Engin bók er heppilegri til jólagjafa. E D D A Akureyri. Sími 334. TILKYNNING frá »Skíðaklúbb« í. R. A. Þeir félagar, sem ekki hafa enn tekið félagakort síri, vitji þeirra sem fyrst á klæðskeraverkstæði Braga Brynjólfssonar, Brekku- götu 5. Ennfremur er þar hægt að bæta við nokkrum nýjum félög- um. — Um aðra skemmtun „klúbbsins", sem haldin verður skömmu eftir áramót, verður nánar auglýst síðar. Nefndin. Vöruhús Akureyrar Kaupir: Vefnaðarvörur Smávörur Matvörur Ritföng Búsáhöld Tóbaksvörur Öl, gosdrykki o. fl. Selur: un Ullartuskur Gærur Ullarvettlinga Ullarleista o. fl. Prentverk Odds Björnssonar Símar 45 og 370 — Akureyri. Fullkomnasica og stærsta prentsmiðja. landsins utan ReukjavlKur.

x

Skíðablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skíðablaðið
https://timarit.is/publication/1717

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.