Fréttamolinn : óháð fréttablað - 29.01.1985, Blaðsíða 4

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 29.01.1985, Blaðsíða 4
Fréttamolinn Jón H. Sigurmundsson: íþrótta og æskulýðsmál Það voru undirrituðum mik- il gleðitíðindi þegar þeir Hjör- leifur Brynjólfsson og Einar Gíslason komu til mín um miðjan janúar þeirra erinda að biðja um grein í bæjarblað, sem þeir hugðust hleypa af stokkunum. Erbæjarblað ekki einmitt eitt af því sem okkur vantar hér til að lífga upp á bæjarlífið. Ég óska þeim til hamingju með framtakið og vona að þeim gangi vel. Meiningin var að ég skrifaði hér nokkur orð um íþrótta- og æskulýðsmál en þau eru nú mjög í brenni- depli. Unglingarnir eru að leita sér að stað sem þau geta hittst og verið saman á kvöldin, spilað plötur, rabbað saman, tekið í spil, teflt, farið í bobb, borðtennis og yfirleitt stundað sín áhugamál, þetta yrði vísir að félagsmiðstöð. Þessi málaleitan unglinganna hefur fengið góðar undirtektir, en ekkert heppilegt húsnæði er fyrir hendi, þó hefur orðið að ráði að Kiwanisklúbburinn Ölver ætlar að lána þeim hús sitt eitt kvöld í viku til reynslu. Öll ábyrgð verður í höndum unglinganna sjálfra og verður aðeins haft eftirlit með þeim, vonandi er að þessi starfsemi gefi góða raun, því þá gæti hún orðið vísir að einhverju meiru. Ungmennafélagið Þór er 25 ára nú á þessu ári og er hug- myndin að reyna að gera eitthvað sérstakt í tilefni af því. Ekki er enn afráðið hvað gert verður og verður það að ráðast af fjármálum. Upp hefur komið sú hug- mynd að halda afmælishóf og reyna að ná þar saman sem flestum stofnendum félagsins. Starf félagsins hefur verið með nokkuð hefðbundnum hætti nú undanfarin ár þó hefur smá aukist fjölbreytni í þeim greinum sem æfðar eru, má þar nefna sund, kvennafót- bolta og einn félagi hefur keppt í lyftingum fyrir félagið. Árangur hefur verið upp og ofan, bestur árangur hefur náðst í sundinu þar sem við höfum eignast Islandsmeist- ara, íslandsmet og landsliðs- fólk, þar eru fremst í flokki systkinin Magnús, Bryndís, Hugrún og Arnar. Þökk sé þjálfaranum Hrafnhildi Guðmundsdóttur fyrir hennar framlag í þessum málum. Til að framgangur sund- deildarinnar yrði enn meiri vantar fleiri krakka til að not- færa sér ágæta aðstöðu og frábæra tilsögn Hrafnhildar. Knattspyrnuþjálfun í sumar var í höndum þriggja manna. Stefán Garðarsson stjórnaði meistaraflokk, þeir fóru nokk- uð seint af stað en með miklum krafti og áhuga, sem því miður dvínaði þegar á leið sumarið, árangur var viðunandi en bet- ur má ef duga skal, gull vannst þó í HSK keppninni. Hólmar Sigþórsson og undirritaður sáu um þjálfun og keppni hjá kvenfólkinu og 3. 4. 5. og 6. flokki. Allir kepptu þessir flokkar í HSK mótinu og 3. og 4. flokkur í íslandsmótinu. Konurnar unnu til gullverðlauna í HSK mótinu, 3. flokkur fékk silfur og 4. og 6. flokkur brons. Þetta verður að teljast við- unandi árangur, en þyrfti þó að vera betri einkum hjá þeim yngri. I sumar var 2ja mánaða íþrótta og leikja námskeið fyr- ir börn og ungíinga. þátttaka í þessu námskeiði var mjög góð eða yfir 80 börn og unglingar. Endað var á frjálsíþróttamóti og diskóteki, sem mæltist mjög vel fyrir. Vonandi er að þessi starfsemi geti orðið árviss at- burður. Ölfushreppur styrkti þetta starf mjög vel eins og aðra starfsemi félagsins, þökk sé þeim fyrir þennan skilning sem að þeir hafa sýnt þessari starfsemi. f vetur hefur Hólmar Sig- þórsson, verið með þrek og knattspyrnuæfingar í félags- heimilinu, sem hafa verið vel sóttar. Einn galli er þó á gjöf Njarðar, það er húsnæðið, og aðstaðan í félagsheimilinu er alls ófullnægjandi, lá við að banna yrði alla notkun bolta í húsinu þegar einangrun var sett í loftið. Segja má að íþróttahús þurfi sem fyrst að líta dagsins ljós, enginn vafi er á að öll þessi starfsemi mun vaxa og dafna með tilkomu þess. Mjög brýnt er nú orðið að ganga almennilega frá gras- vellinum og koma þar upp einhverri aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir, sem því miður hafa átt undir högg að sækja hjá okkur. Allt kostar þetta mikla pen- inga sem aldrei er til of mikið af og fjöldi annara mjög brýnna verkefna bíða úrlausn- ar, allt er þetta spurning um forgangsröðun verkefna. Þar sem ég er farin að tala um þeninga er ekki úr vegi að minnast lítilega á aðal höfuð- verk ungmennafélagsins, þ.e. peningaleysið. Á þessu ný- liðna ári hefur tekist að minnka hallarekstur félagsins nokkuð, en betur má ef duga skal. Sem dæmi um stöðuna má nefna að sumir þjálfarar fé- lagsins hafa ekki fengið greidd laun sín frá því í sumar, sem þeir þó sannarlega hafa unnið fyrir, því ásamt því að þjálfa hafa þeir orðið að sjá um fjáraflanir og allar fram- kvæmdir á kappleikjum ásamt öðru sem þurft hefur að gera. Mikil nauðsyn er nú á að enn fleiri verði virkir í starfi félagsins, áhuga almennings þarf að stór auka. Stöndum nú saman og stór aukum starf ungmennafélags- ins. Jón H. Sigurmundsson. Bryndís Ólafsdóttir, sunddeild U.M.F. Þórs. íslandsmet- hafi í 100 m skriðsundi og 100 m. flugsundi. VERSLUNIN HILDUR Selvogsbraut 41 - Þorlákshöfn Nú er þorrinn kominn Hjá okkur fæst allur þorramatur í trogið, allt sem með þarf á þorrablótið, ennfremur okkar vinsælu þorrabakkar með 15 tegundum. Úrval í kjötvörum, fiski og öðrum matvörum. Kíkið á ódýru fötin í fatahorninu. VIDEÓLEIGA: Myndbönd, myndbandstæki, ný tt efni vikulega. OPIÐ ALLA DAGA TIL KL: 22.00. VERIÐ VELKOMIN! VERSLUNIN HILDUR Selvogsbraut 41 - Þorlákshöfn Símar 3681 & 3861. Símar kvöld og helgarsölu 3681 Unubakki 11 Þorlákshöfn Vélsmiðja Þorlákshafnar hf. Heimasímar: 3856 & 3782 Tökum að okkur viðhald og nýsmíði fyrir útgerð og fiskvinnslu. Rennismíði, vélaviðgerðir. Útbúum háþrýstislöngur fyrir vökva- kerfi. Umboð fyrir loft- og vökvastýribúnað frá Landvélum h.f. Byggingafélagið STOÐ s.f. Tökum að okkur stór og smá verkefni á sviði byggingaiðnaðar. Gerum föst tilboð ef óskað er. Höfum til sölu raðhús í smíðum: 125 fermetra [ 42 fermetra bílskúr. Einnig úrval teikninga af timburhúsum.

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.