Sambandstíðindi - 27.10.1970, Page 1

Sambandstíðindi - 27.10.1970, Page 1
sambands ÚTG. SAMB. ÍSL BANKAM. LAUGAVEGI 103, SÍMI 26252 TÍÐINDI Nr. 1.1. Reykjavík, 27. oktober 1970. RRÍCF GETUR ORÐIÐ ÞUNGT 'A METUNUM - SEGÐU ALIT ÞITT. A stjórnarfundi norræna bankamannasambandsins, sem haldinn var £ Reykjavík dagana 23. og 24. águst sl. , var samþykkt að efna til norrænnar ritgerðarsamkeppni innan bankamannasamtakanna, þar sem þátttakendur, í hæfilega löngu máli, leituðust við að svara neðangreindum spurningum: A. Hvers vegna valdir þú þér bankastörf að atvinnu? Hefur starfið samsvarað þeim vonum, sem þú gerðir þér um það í upphafi ? B. Til hvers ætlast þú af samtökum þinum hin næstu 10 árin? Veitt verða verðlaun fyrir beztu ritgerðirnar í hverju landi fyrir sig. Sá þátttakandi, sem fyrstu verðlaun hlýtur, fær í fyrsta lagi verð- launagrip frá samtökunum, auk þess sem honum er boðið á aðalfund norræna bankamannasambandsins 1971 sér að kostnaðarlausu. 2. verðlaun verða gjafakort að verðmæti kr. 5.000,00 3. verðlaun verða gjafakort að verðmæti kr. 2.500,00 4.-10. verðlaun verða gjafakort að verðmæti kr. 1.000,00 Hverjum þátttakanda í samkeppni þessari ber að velja sér merki eða dulnefni, er skrifað sé ofan við grein hans eða greinar, en auk þess sé það skrif- að utan á umslag, er nælt sé við greinina. 1 umslagið ber svo að leggja miða með nafni höfundar og heimilisfangi. Dómnefnd hefur verið valin af sambandsstjórn, en í henni eiga sæti: Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður, Indriði G. Þorsteins son, rithöfundur, Hannes Páisson, formaður S. í. B. öllum félagsmönnum samtakanna er heimil þátttaka (engin aldurstak- mörk). Ritgerðum sé skilað á skrifstofu S.Í.B. að Laugavegi 103, Reykjavfk, í siðasta lagi hinn 15. janúar 1971. Urslit keppninnar verða kunngerð af sambandinu i marzmánuði 1971.

x

Sambandstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1703

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.