Sambandstíðindi - 24.11.1980, Síða 4

Sambandstíðindi - 24.11.1980, Síða 4
Verkfallsnefnd Á fundi stjórnar og samninga- nefndar SÍB, varastjórnar og formanna starfsmannafélaganna 17. nóvember 1980, þar sem samþykkt var aö boöa til verk- falls SlB frá og með 3. desem- ber 1980, var samþykkt eftir- farandi tillaga um verkfalls- nefnd: Fundurinn samþykkir aö koma á fót verkfallsnefnd, sem hafi meö hönum framkvæmd verkfalls. Nefndin tekur allar nauðsyn- legar ákvarðanir í ágreinings- málum og um vafaatriði, sem upp kunna að koma við fram- kvæmd verkfallsins. Nefndin heldur gerðarbók og skilar stjórn SÍB skýrslu dag- lega. Orskurðir nefndarinnar eru endanlegir, nema stjórn SÍB geri þar á breytingar á næsta stjórnarfundi eftir úr- skurð verkfallsnefndar. I verkfallsnefnd skal eiga sæti einn fulltrúi frá hverju starfsmannafélagi, eftir til- nefningu þess, og einn til vara. Verkfallsnefnd skal kjósa úr sínum hópi þriggja manna framkvæmdastjórn. Starfsmannafélögin brugðu skjótt við og tilnefndu full- trúa í verkfallsnefndina sam- dægurs. Nefndin kom saman til fundar á fimmtudagskvöld 20. nóvember og kaus sér þriggja manna framkvæmdastjórn. Hana skipa: Jón Ivarsson, Lands- banka, Unnur Hauksdóttir, Alþýðubanka og Gísli Jafets- son, Reiknistofu bankanna. Framkvæmdastjórnin er þegar byrjuð að starfa og mun næstu daga skipuleggja í samvinnu við skrifstofu SlB þau marg- víslegu verkefni, sem verk- fallsnefnd mun standa frammi fyrir í verkfalli , komi til þess í desember. Verkfallssjóður Með aðild sinni að NBU , Norræna bankamannasambandinu, hefur Samband íslenskra bankamanna aðgang að sameigin- legum verkfallssjóði norrænu bankamannasambandanna, sem nú er að upphæð 175 milljónir sænskra króna. Samböndin hafa öll undirritað gagnkvæma ábyrgð- arskuldbindingu vegna aðstoðar I vinnudeilum, sem bitna á aðildarsamböndum NBU. Ef til verkfalls SÍB kemur í desember, öðlast sambandið sjálfkrafa rétt til framlags úr sjóðnum, að upphæð 10 milljónir sænskra króna strax, sem sambandið getur notað til styrkja og greiðslna á kostnaði vegna verkfalls. Þá á SlB nokkra upphæð sjálft í verkfallssjóði, sem gripið verður til í desember, ef þörf krefur. Á síðasta þingi SÍB var samþykkt reglugerð um kjaradeilusjóð sambandsins. Tilgangur sjóðsins er skilgreindur þannig í reglu- gerðinni: A) Að bæta félagsmönnum SÍB eftir því sem við verður komið á hverjum tíma tekjutap vegna kjaradeilna SÍB við atvinnurek- endur. B) Heimilt er að greiða kostn- að tengdan kjaradeilum, svo sem verkfallsvörslu. Stjórn sjóðsins skipa eftir- taldir: Hulda Ottesen, Ll., Guðmundur Gíslason, ÖÍ., og Pálmi Gíslason, Sl. Stjórn sjóðsins kom saman til fundar 21. nóvember til þess að ræða starf sitt I desember, komi til verkfalls bankamanna. Stjórnin mun á næstu dögum ákveða nánar um starfsemi sína, svo sem um úthlutunarreglur og væntanlega beiðni um fjárfram- lag úr sameiginlegum verkfalls- sjóði norrænu bankamannasamband- anna.

x

Sambandstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1703

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.