Sambandstíðindi - 03.09.1981, Blaðsíða 3

Sambandstíðindi - 03.09.1981, Blaðsíða 3
UPPGJOR Leiðrétting gerðardóms á launastiganum gildir frá sió- ustu áramótum. Þar af leióir aó þeir sem skipa þá launa- flokka sem þar um ræóir, eiga inni nokkra fjárhæó. SlB hefur lagt ríka áherslu á aó inneign þessi verói greidd sem fyrst og standa vonir til að svo verói. Vegna þess hve dómurinn kom seint í ágúst, er launatafla sú sem send var út á dögunum merkt 88, án hækkana þeirra sem geróardómur felur í sér. Ný tafla, nr. 88 A, birtist hins vegar á baksíóu. Sem kunnugt er, ákvað fjár- málaráðuneytið í ágúst aó beita ekki frá og meó fyrsta september 1981 veróbóta- skeróingu skv. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 10/1981, i launa- greióslum rikissjóós. SlB hefur enga tilkynningu fengið þess efnis aó bankarn- ir hyggist fara að dæmi fjármálaráóuneytisins, en aó því mun þó unnió. Launatafla á baksíóu felur því í sér umrædda verðbóta- skeróingu. RÁÐSTEFNA UM JAFNRÉTTISMÁL Stjórn SlB hefur ákveðið að efna til ráðstefnu um jafnrett- ismál í íslenskum bönkum. Skipuð hefur verið undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar og er stefnt að því að halda hana x haust, eða fyrri hluta vetrar. SÁTTAFUNDUR Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari hefur boðað samn- inganefndir SlB og bankanna til fyrsta sáttafundarins hjá embættinu föstudaginn 4 . september. Ríkissáttasemjari mun leiða sáttanefndina í deilunni, en aðrir nefndarmenn eru þeir Hrafn Magnússon og Jón Erling- ur Þorláksson. I fjarvegu ríkissáttasemjara mun Guð- mundur Vignir Jósefsson, vararíkissáttasemjari sitja í forsæti. Samninganefnd STB skipa eftir- taldir: Formaður Sveinn Sveinsson, formaður SlB og aðrir nefndarmenn Hinrik Greipsson, Jens Sörensen, Björn Gunnarsson, Þórunn Ragn- arsdóttir, Asdís Gunnarsdótt- ir, Hrafnhildur Sigurðardótt- ir, Sigurður Guðmundsson, Dóra Ingvarsdóttir og Jóhannes Magnússon. - Starfsmaður nefndarinnar verður Vilhelm G. Kristinsson, framkvæmda- stjóri SIB. BANKABLAÐIÐ Bankablaðið, 1. tbl. 1981 er í vinnslu. Meðal efnis er frásögn af þingi STB x vor, ályktanir þingsins , birtar verða niðurstöður kjaranefndar um ágreiningsatriði vegna túlkunar kjarasamninga. Nokkrir bankamenn svara spurningum um kjaramál og fleira efni verður í blaðinu. VEGGSPJALD SIB er að láta hanna veggspjald sem sýnir uppbyggingu samtak- anna, tilgang þeirra og markmið ásamt þvi að stiklað er á stóru f sögu SlB. Veggspjaldinu verður dreift á alla vinnustaði jafnskjótt og það verður tilbúið.

x

Sambandstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1703

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.