SÍB tíðindi - 07.10.1993, Page 1

SÍB tíðindi - 07.10.1993, Page 1
r / 5\3 TIÐINDI Útg.: Samband íslenskra bankamanna. Tjarnargötu 14. Pósthólf 488,121 Reykjavík. Símar: 26944 og 26252. Telefax 21644. Kennitala: 550269-7679. 24. árgangur Fjórblööungur 4 7. október 1993 u. I z LJ d Virðið starfsreglurnar Að gefnu tilefni vill stjóm SÍB brýna fyrir starfsfólki banka og sparisjóða að það kynni sér vel og virði þær starfsreglur sem þeim ber að fara eftir. Brot á þeim getur leitt til brottrekstrar umsvifalaust. Athygli er vakin á grein 12.4.2 í kjarasamn- ingi: "Starfsmönnum er stranglega bannað að skýra óviðkomandi frá málefnum bankans eða nokkm, sem snertir viðskipti einstakra manna, stofnana eða fyrirtækja við hann. Þagnarskyld- an helst, þótt látið sé af starfi." Auk hinna almennu vinnureglna í banka- kerfinu, sem varða ofangreinda þagnarskyldu, afgreiðslu sparisjóðsbóka, tékkameðferð o.s.frv., geta bankamir skv. kjarasamningi sett nánari starfsreglur fyrir starfsmenn sína. Leita skal umsagnar stjómar SÍB, áður en þær taka gildi. Á vinnureglum viðkomandi banka verða allir starfsmenn að kunna skil. Sérstök ástæða er til að minna bankamenn á grein 11.2.4 í kjarasamningi, en hún hljóðar svo: "Hafi starfsmaður brotið starfsreglur bank- ans í verulegu atriði, má víkja honum úr starfi fyrirvaralaust og fellur þá launagreiðsla niður þegar í stað. Formanni hlutaðeigandi starfs- mannafélags skal gefinn kostur á að fylgjast með málsmeðferð." Það ber því enn og aftur að vara starfsfólk við hve alvarlegar afleiðingar það getur haft að brjóta vinnureglur bankanna. En jafnframt er nauðsynlegt að ítreka fyrir öllum að nýta þann rétt sinn að kalla til formann starfsmannafé- lagsins, ef eitthvað er borið á starfsmann um brot í starfi. Það að kalla til formann starfsmannafélags- ins gildir líka um starfsmenn sem sagt er upp af öðm tilefni. Grein 11.2.3 í kjarasamningi hljóð- ar svo: "Starfsmanni, sem sagt er upp starfi, skal veittur kostur á að tala sínu máli, áður en lokaákvörðun um uppsögn er tekin. Formanni viðkomandi starfsmannafélags skal gefinn kostur á að fylgjast með málsmeðferð." Hér á eftir skulu tilgreind tvö dæmi um upp- sögn vegna brota í starfi: DÆMII Bankamaður hafði unnið 10 ár í banka. í endurskoðun kom í ljós að hann hafði millifært af reikningi bama sinna yfir á eigin reikning. Millifærslumar vom framkvæmdar að beiðni bamanna án þess þó að skrifleg heimild lægi fyrir þessum millifærslum. Starfsmaðurinn fékk áminningu þar sem hann hafði brotið starfsreglur bankans. Nokkmm mánuðum seinna bað starfsmað- urinn um heimild á kreditkort sitt. Þegar hann ætlaði að nota kortið þann sama dag kom í ljós að ekki hafði verið sett heimild inn á kortið. Þar sem sá starfsmaður sem sá um heimilda- gjöf var í hlutastarfi og ekki hægt að ná til hans, ákvað bankamaðurinn að setja sjálfur heimildina inn á sitt eigið kort. Það er brot á starfsreglum og því var honum vísað fyrirvara- laust úr starfi og launagreiðsla felld niður þá þegar. í þessu máli "gleymdist" að láta formann starfsmannafélagsins fylgjast með málsmeð- ferð. Náðist því samkomulag við bankann um að starfsmaðurinn fengi greidd laun á uppsagn- arfresti. Á það ber þó að leggja áherslu, að ekki var hægt að tryggja starfsmanninum endur- ráðningu vegna þeirra mistaka að kalla for- manninn ekki til. DÆMIII Bankagjaldkera sem unnið hafði 20 ár í sama banka, þar af sem aðalféhirðir í útibúi í 10 ár og trúnaðarmaður starfsmanna í 5 ár, var sagt upp störfum fyrirvaralaust, látinn afhenda lykla sína og yfirgefa útibúið. í riftunarbréfi segir: "Við skyndikönnun á sjóði kom í ljós al- Umsjón: Baldur Óskarsson

x

SÍB tíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍB tíðindi
https://timarit.is/publication/1702

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.